Fyrsti atvinnufótboltamaðurinn sem kemur út úr skápnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 13:30 Josh Cavallo í leik með Adelaide United í áströlsku úrvalsdeildinni. getty/Cameron Spencer Ástralinn Josh Cavallo greindi opinberlega frá því að hann væri hommi. Hann er fyrsti atvinnufótboltamaðurinn sem kemur út úr skápnum svo vitað sé. Cavallo sagði sögu sína á Twitter-síðu sinni í dag. „Ég tilkynni stoltur að ég er hommi. Leiðin að þessum stað hefur verið löng en ég gæti ekki verið ánægðari með þessa ákvörðun. Ég hef leynt kynhneigð minni í sex ár og er glaður að þurfa þess ekki lengur,“ sagði hinn 21 árs Cavallo. „Þið sem þekkið mig persónulega vita að ég held einkalífi mínu fyrir mig. Þegar ég ólst upp fannst mér ég þurfa að fela mig því ég skammaðist mín fyrir að geta ekki gert það sem ég elskaði og vera hommi. Að fela hinn sanna mig til að geta elt drauminn að verða atvinnumaður í fótbolta.“ pic.twitter.com/CwrfpeWRVL— Josh Cavallo (@JoshuaCavallo) October 27, 2021 Cavallo sagðist aldrei hafa getað ímyndað sér að hann gæti verið atvinnumaður í fótbolta ef hann greindi opinberlega frá kynhneigð sinni. „Verandi fótboltamaður inni í skápnum þurfti ég að læra að fela tilfinningar mínar til að passa inn í ímyndina. Að alast upp sem hommi og spila fótbolta voru tveir heimar ég hélt að myndu aldrei mætast. Ég hélt að þetta yrði eitthvað sem yrði aldrei talað um,“ sagði Cavallo. pic.twitter.com/gSfymTagGl— Josh Cavallo (@JoshuaCavallo) October 27, 2021 Hann segir það sláandi að enginn annar atvinnumaður í fótbolta hafi áður komið út úr skápnum en vonast til að geta hjálpað til við að breyta því. Loks þakkar Cavallo öllum þeim sem hafa staðið við bakið á honum, fjölskyldu, vinum og félaginu sínu, Adelaide United, sem hann hefur leikið með frá því í febrúar. Cavallo lék áður með Melbourne City og Western United. Fótbolti Ástralía Hinsegin Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sjá meira
Cavallo sagði sögu sína á Twitter-síðu sinni í dag. „Ég tilkynni stoltur að ég er hommi. Leiðin að þessum stað hefur verið löng en ég gæti ekki verið ánægðari með þessa ákvörðun. Ég hef leynt kynhneigð minni í sex ár og er glaður að þurfa þess ekki lengur,“ sagði hinn 21 árs Cavallo. „Þið sem þekkið mig persónulega vita að ég held einkalífi mínu fyrir mig. Þegar ég ólst upp fannst mér ég þurfa að fela mig því ég skammaðist mín fyrir að geta ekki gert það sem ég elskaði og vera hommi. Að fela hinn sanna mig til að geta elt drauminn að verða atvinnumaður í fótbolta.“ pic.twitter.com/CwrfpeWRVL— Josh Cavallo (@JoshuaCavallo) October 27, 2021 Cavallo sagðist aldrei hafa getað ímyndað sér að hann gæti verið atvinnumaður í fótbolta ef hann greindi opinberlega frá kynhneigð sinni. „Verandi fótboltamaður inni í skápnum þurfti ég að læra að fela tilfinningar mínar til að passa inn í ímyndina. Að alast upp sem hommi og spila fótbolta voru tveir heimar ég hélt að myndu aldrei mætast. Ég hélt að þetta yrði eitthvað sem yrði aldrei talað um,“ sagði Cavallo. pic.twitter.com/gSfymTagGl— Josh Cavallo (@JoshuaCavallo) October 27, 2021 Hann segir það sláandi að enginn annar atvinnumaður í fótbolta hafi áður komið út úr skápnum en vonast til að geta hjálpað til við að breyta því. Loks þakkar Cavallo öllum þeim sem hafa staðið við bakið á honum, fjölskyldu, vinum og félaginu sínu, Adelaide United, sem hann hefur leikið með frá því í febrúar. Cavallo lék áður með Melbourne City og Western United.
Fótbolti Ástralía Hinsegin Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sjá meira