Flytja „fljótandi gullið“ til Íslands Sigma 27. október 2021 10:22 Sandra Steinarsdóttir og Ögmundur Kristinsson leita uppi gourmet vörur í Grikklandi og kynna fyrir Íslendingum. Lystisemdir Grikklands á íslenskan markað. Hjónin Sandra Steinarsdóttir og Ögmundur Kristinsson kolféllu fyrir lystisemdum Grikklands þegar þau fluttu þangað fyrir rúmum þremur árum og þá sérstaklega matar- og vínmenningu landsins. Þau vildu breiða út boðskapinn og hófu innflutning á gourmet vörum til Íslands. „Það kom okkur svo ánægjulega á óvart hvað það er mikið í boði af gæða vörum í Grikklandi því þær eru ekki áberandi á Íslandi. Við þekkjum miklu frekar ítalskar, franskar og spænskar matvörur og matarmenningu þeirra landa og til dæmis voru engin grísk vín í boði á Íslandi þegar við fluttum til Grikklands,“ segir Sandra en þau hófu innflutning á grískum vínum til Íslands og hafa nú bætt við hágæða ólífuolíum. KOPOS Limited Edition er hágæða jómfrúar ólífuolía með lágu sýrustigi. Olían hefur unnið til fjölda verðlauna um allan heim, ekki bara fyrir gæði olíunnar sjállfrar heldur einnig fyrir umbúðirnar. „Ólífuolía er stór hluti grískrar menningar og Grikkland er eitt af þremur löndum sem framleiða mest af ólífuolíu heims. Stór hluti landsins er þakinn ólífutrjám og til dæmis eru 60% eyjunnar Corfu þakin ólífutrjám sem mörg hver eru yfir 400 ára gömul. Forngrikkir kölluðu olíuna „hið fljótandi gull“. Hippókrates, faðir læknisfræðinnar, taldi ólífuolíu lækningu við hinum ýmsu kvillum og ólífuolía er undirstaðan í nánast öllum grískum réttum,“ útskýrir Sandra. Einungis sérvaldar ólífur eru notaðar í framleiðsluna. „Við kynntumst hágæða ólífuolíum frá grísku fjölskyldufyrirtæki sem er með höfuðstöðvar á Corfu. Fyrirtækið heitir Andriotis og hefur starfað í yfir fimmtíu ár en árið 2011 tók þriðja kynslóð við rekstrinum og lagði þá áherslu á álþjóðlegan markað með hágæða framleiðslu og sérhönnuðum umbúðum. Þau framleiða eingöngu úr vel völdum ólífum og markmið þeirra er að bjóða eingöngu upp á það besta sem völ er á hverju sinni og eru gæði tekin fram yfir magn. Umbúðirnar eru sérstaklega fallegar og vekja athygli fyrir fágaða hönnun,“ segir Sandra en umbúðirnar eru 100 % náttúrulegar, flaskan úr marmarasalla og tapparnir eru úr greinum ólífutrjáa. BUTELI jómfrúar ólífuolían er búin til úr vandlega völdum ólífum sem vaxa á hinum stórfenglegu ólífutrjám á eyjunni Corfu. Tappi flöskunnar er handgerður úr greinum ólífutrjánna. „Hver tappi er handunninn en framleiðsluferlið á þeim samanstendur af 25 skrefum og tekur um 35 mínútur að búa til hvern tappa. Enginn tappi er eins. Andriotis framleiðir þrjár gerðir ólífuolía og við flytjum þær allar inn, Kopos, Kopos Limited Edition og Buteli. Þær eiga það allar sameiginlegt að innihalda mjög lágt sýrustig og eru eingöngu seldar í sérvöldum verslunum. Við erum komin með þær í Epal, Kokku, Melabúðina og Sælkerabúðina og þá eru þær væntanlegar í Fisk kompaní á Akureyri,“ segir Sandra. KOPOS er hágæða jómfrúar ólífuolía með lágu sýrustigi. Olían er búin til úr vandlega völdum grískum ólífum. Olían limar af grænum eplum og fersku grasi með keim af þistilhjörtum og ólífulaufi. Matur Verslun Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Hjónin Sandra Steinarsdóttir og Ögmundur Kristinsson kolféllu fyrir lystisemdum Grikklands þegar þau fluttu þangað fyrir rúmum þremur árum og þá sérstaklega matar- og vínmenningu landsins. Þau vildu breiða út boðskapinn og hófu innflutning á gourmet vörum til Íslands. „Það kom okkur svo ánægjulega á óvart hvað það er mikið í boði af gæða vörum í Grikklandi því þær eru ekki áberandi á Íslandi. Við þekkjum miklu frekar ítalskar, franskar og spænskar matvörur og matarmenningu þeirra landa og til dæmis voru engin grísk vín í boði á Íslandi þegar við fluttum til Grikklands,“ segir Sandra en þau hófu innflutning á grískum vínum til Íslands og hafa nú bætt við hágæða ólífuolíum. KOPOS Limited Edition er hágæða jómfrúar ólífuolía með lágu sýrustigi. Olían hefur unnið til fjölda verðlauna um allan heim, ekki bara fyrir gæði olíunnar sjállfrar heldur einnig fyrir umbúðirnar. „Ólífuolía er stór hluti grískrar menningar og Grikkland er eitt af þremur löndum sem framleiða mest af ólífuolíu heims. Stór hluti landsins er þakinn ólífutrjám og til dæmis eru 60% eyjunnar Corfu þakin ólífutrjám sem mörg hver eru yfir 400 ára gömul. Forngrikkir kölluðu olíuna „hið fljótandi gull“. Hippókrates, faðir læknisfræðinnar, taldi ólífuolíu lækningu við hinum ýmsu kvillum og ólífuolía er undirstaðan í nánast öllum grískum réttum,“ útskýrir Sandra. Einungis sérvaldar ólífur eru notaðar í framleiðsluna. „Við kynntumst hágæða ólífuolíum frá grísku fjölskyldufyrirtæki sem er með höfuðstöðvar á Corfu. Fyrirtækið heitir Andriotis og hefur starfað í yfir fimmtíu ár en árið 2011 tók þriðja kynslóð við rekstrinum og lagði þá áherslu á álþjóðlegan markað með hágæða framleiðslu og sérhönnuðum umbúðum. Þau framleiða eingöngu úr vel völdum ólífum og markmið þeirra er að bjóða eingöngu upp á það besta sem völ er á hverju sinni og eru gæði tekin fram yfir magn. Umbúðirnar eru sérstaklega fallegar og vekja athygli fyrir fágaða hönnun,“ segir Sandra en umbúðirnar eru 100 % náttúrulegar, flaskan úr marmarasalla og tapparnir eru úr greinum ólífutrjáa. BUTELI jómfrúar ólífuolían er búin til úr vandlega völdum ólífum sem vaxa á hinum stórfenglegu ólífutrjám á eyjunni Corfu. Tappi flöskunnar er handgerður úr greinum ólífutrjánna. „Hver tappi er handunninn en framleiðsluferlið á þeim samanstendur af 25 skrefum og tekur um 35 mínútur að búa til hvern tappa. Enginn tappi er eins. Andriotis framleiðir þrjár gerðir ólífuolía og við flytjum þær allar inn, Kopos, Kopos Limited Edition og Buteli. Þær eiga það allar sameiginlegt að innihalda mjög lágt sýrustig og eru eingöngu seldar í sérvöldum verslunum. Við erum komin með þær í Epal, Kokku, Melabúðina og Sælkerabúðina og þá eru þær væntanlegar í Fisk kompaní á Akureyri,“ segir Sandra. KOPOS er hágæða jómfrúar ólífuolía með lágu sýrustigi. Olían er búin til úr vandlega völdum grískum ólífum. Olían limar af grænum eplum og fersku grasi með keim af þistilhjörtum og ólífulaufi.
Matur Verslun Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira