Sara fór langt út fyrir þægindarammann á löngum dögum í London Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2021 08:30 Sara Sigmundsdóttir naut sín í London þrátt fyrir mjög langa og lýjandi daga. Instagram/@ Sara Sigmundsdóttir var mætt til London í nýjasta þættinum af endurkomuseríu sinni „Road to Recovery“ en það var lítill tími sem fór til spillis hjá íslensku CrossFit konunni í heimsókninni til höfuðborgar Englands. Sara hefur nefnilega í nægu að snúast þessa dagana því auk æfinganna þá er hún að frumsýna íþróttavörur sem hún sjálf hannaði með hjálp frá fólkinu hjá WIT Fitness. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) Sara nýtti tímann sinn vel þegar hún fór til London í síðasta mánuði en meginverkefni ferðarinnar var að taka myndir fyrir íþróttavörulínuna sem Sara er að hanna. Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, fór yfir daginn sem Sara fór til London. Hún byrjaði þá daginn á því að taka æfingu, fór síðan í flugið, það tóku við lýjandi fyrirsætustörf um leið og hún lenti í London. Sara náði síðan að taka eina æfingu áður en hún fór að sofa og var síðan vöknuð eldsnemma um morguninn daginn eftir til að taka eina æfingu í viðbót. Snorri Barón þarf ekki að berjast fyrir því að koma æfingum Söru inn í dagskrána. „Nei ég þarf ekki að berjast fyrir því þar sem allir gera sér grein fyrir því að hún er íþróttamaður. Ég þarf stundum að minna fólk á því að hún skellir sér ekki bara á tíu mínútna æfingu. Hún þarf sínar tvær æfingar á dag og þær geta tekið meira en tvo klukkutíma hvor,“ sagði Snorri Barón sem segir þetta verða gríðarlega mikilvægan tíma fyrir Söru af því að hún er byggja upp styrkinn sinn að nýju eftir meiðslin. Daniel Williams, stofnandi og framkvæmdastjóri WIT Fitness, fór líka yfir söguna á bak við það hvernig þeir náðu að „stela“ Söru frá Nike. Frábær íþróttamaður og stórkostlegur persónuleiki „Ég kom hreint út og sagði við Snorra að Sara væri sú sem við vildum semja við. Ég lagði höfuðáherslu á það að semja við hana því hún er frábær íþróttamaður og stórkostlegur persónuleiki. Mér fannst hún passa svo vel við hugsjónir WIT. Fólk sagði við mig að þetta væri ekki möguleiki en en ég var staðráðinn í því að semja við hana og það tókst,“ sagði Daniel Williams. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég vissi auðvitað hver Sara er og var búin að fylgjast með henni í nokkurn tíma. Mér finnst hún vera frábær íþróttakona. Ég veit að margir eru öfundsjúkir út í mig fyrir að fá að vera með Söru í dag,“ sagði lyftingakonan Jenny Tong sem er sendiherra hjá WIT og var með í myndatökunni. Hrósaði hönnun Söru Jenny Tong hrósaði líka hönnun Söru og sagði að hún væri búinn að skapa sér mjög sérstakan stíl í hönnuninni á íþróttatoppi sínum. Hún er líka mjög hrifin af litunum sem Sara valdi. Sara var hún sjálf eins og vanalega og lífgaði upp á andrúmsloftið hvert sem hún fór með lífsgleði sinni, orku og hreinskilni. Sara svaraði líka nokkrum spurningum um sinn uppáhaldsmat, tónlist og fleira. Sara gerði líka upp þennan langa og viðburðaríka dag upp á hótelherbergi sínu. „Dagur tvö er að baki og þetta var langur dagur. Ég byrjaði á æfingu klukkan hálf sjö og fór síðan beint í myndatöku og svo í aðra myndatöku. Ég vil ekki segja að ég sé fyrirsæta en ég er íþróttakona sem sinnir fyrirsætustörfum fyrir styrktaraðila,“ sagði Sara. Langt fyrir utan þægindarammann „Dagurinn í dag var svolítið öðruvísi því ég var bara í myndveri og þurfti að pósa mikið. Þetta voru pósur sem ég hafði aldrei gert áður og þetta var langt fyrir utan þægindarammann minn. Ég elskaði það samt því þetta var svo gaman. Ég fór samt inn í þægindarammann minn á eftir og lyfti vel,“ sagði Sara og hún segir Jennu vera nýju vinkonu sína. „Það var bresk lyftingakona með mér í myndatökunni, Jenna, og það var ótrúlegt hvað hún var hrifin af hönnuninni minni,“ sagði Sara. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ZmSOsP0_vk0">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Sjá meira
Sara hefur nefnilega í nægu að snúast þessa dagana því auk æfinganna þá er hún að frumsýna íþróttavörur sem hún sjálf hannaði með hjálp frá fólkinu hjá WIT Fitness. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) Sara nýtti tímann sinn vel þegar hún fór til London í síðasta mánuði en meginverkefni ferðarinnar var að taka myndir fyrir íþróttavörulínuna sem Sara er að hanna. Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, fór yfir daginn sem Sara fór til London. Hún byrjaði þá daginn á því að taka æfingu, fór síðan í flugið, það tóku við lýjandi fyrirsætustörf um leið og hún lenti í London. Sara náði síðan að taka eina æfingu áður en hún fór að sofa og var síðan vöknuð eldsnemma um morguninn daginn eftir til að taka eina æfingu í viðbót. Snorri Barón þarf ekki að berjast fyrir því að koma æfingum Söru inn í dagskrána. „Nei ég þarf ekki að berjast fyrir því þar sem allir gera sér grein fyrir því að hún er íþróttamaður. Ég þarf stundum að minna fólk á því að hún skellir sér ekki bara á tíu mínútna æfingu. Hún þarf sínar tvær æfingar á dag og þær geta tekið meira en tvo klukkutíma hvor,“ sagði Snorri Barón sem segir þetta verða gríðarlega mikilvægan tíma fyrir Söru af því að hún er byggja upp styrkinn sinn að nýju eftir meiðslin. Daniel Williams, stofnandi og framkvæmdastjóri WIT Fitness, fór líka yfir söguna á bak við það hvernig þeir náðu að „stela“ Söru frá Nike. Frábær íþróttamaður og stórkostlegur persónuleiki „Ég kom hreint út og sagði við Snorra að Sara væri sú sem við vildum semja við. Ég lagði höfuðáherslu á það að semja við hana því hún er frábær íþróttamaður og stórkostlegur persónuleiki. Mér fannst hún passa svo vel við hugsjónir WIT. Fólk sagði við mig að þetta væri ekki möguleiki en en ég var staðráðinn í því að semja við hana og það tókst,“ sagði Daniel Williams. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég vissi auðvitað hver Sara er og var búin að fylgjast með henni í nokkurn tíma. Mér finnst hún vera frábær íþróttakona. Ég veit að margir eru öfundsjúkir út í mig fyrir að fá að vera með Söru í dag,“ sagði lyftingakonan Jenny Tong sem er sendiherra hjá WIT og var með í myndatökunni. Hrósaði hönnun Söru Jenny Tong hrósaði líka hönnun Söru og sagði að hún væri búinn að skapa sér mjög sérstakan stíl í hönnuninni á íþróttatoppi sínum. Hún er líka mjög hrifin af litunum sem Sara valdi. Sara var hún sjálf eins og vanalega og lífgaði upp á andrúmsloftið hvert sem hún fór með lífsgleði sinni, orku og hreinskilni. Sara svaraði líka nokkrum spurningum um sinn uppáhaldsmat, tónlist og fleira. Sara gerði líka upp þennan langa og viðburðaríka dag upp á hótelherbergi sínu. „Dagur tvö er að baki og þetta var langur dagur. Ég byrjaði á æfingu klukkan hálf sjö og fór síðan beint í myndatöku og svo í aðra myndatöku. Ég vil ekki segja að ég sé fyrirsæta en ég er íþróttakona sem sinnir fyrirsætustörfum fyrir styrktaraðila,“ sagði Sara. Langt fyrir utan þægindarammann „Dagurinn í dag var svolítið öðruvísi því ég var bara í myndveri og þurfti að pósa mikið. Þetta voru pósur sem ég hafði aldrei gert áður og þetta var langt fyrir utan þægindarammann minn. Ég elskaði það samt því þetta var svo gaman. Ég fór samt inn í þægindarammann minn á eftir og lyfti vel,“ sagði Sara og hún segir Jennu vera nýju vinkonu sína. „Það var bresk lyftingakona með mér í myndatökunni, Jenna, og það var ótrúlegt hvað hún var hrifin af hönnuninni minni,“ sagði Sara. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ZmSOsP0_vk0">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Sjá meira