Tvö mörk í síðari hálfleik dugðu til að tryggja Arsenal áfram í enska deildarbikarnum. Lærisveinar Mikel Arteta unnu 2-0 sigur á Leeds United á Emirates-vellinum í Lundúnum í kvöld.
Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Calum Chambers heimamönnum yfir eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Chambers hafði vart verið inn á vellinum lengur en nokkrar sekúndur er hann skoraði fyrra mark leiksins.
55' Calum Chambers subs on
— B/R Football (@brfootball) October 26, 2021
55' Calum Chambers gives Arsenal the lead pic.twitter.com/vww9RVXJi9
Edward Nketiah tvöfaldaði forystu heimamanna á 69. mínútu og þar við sat. Lokatölur 2-0 og Arsenal komið áfram.