Íslenskt forystufé fari á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu Kristján Már Unnarsson skrifar 25. október 2021 21:21 Daníel Hansen, forstöðumaður Fræðaseturs um forystufé. Einar Árnason Ráðamenn forystufjársetursins í Þistilfirði vinna að því að íslenskir forystusauðir verði skilgreindir sem dýrategund í útrýmingarhættu og fari jafnvel á heimsminjaskrá sem menningarminjar. Þeir segja íslenska forystuféð einstakt í heiminum. Í fréttum Stöðvar 2 var kirkjujörðin Svalbarð heimsótt. Í Þistilfirði telja menn forystufé svo merkilegt að því er helgað sérstakt safn sem þar tók til starfa fyrir sjö árum. Fræðasetrið er að Svalbarði í Þistilfirði.Tryggvi Páll Tryggvason „Þetta er sérfjárstofn. Þær eru öðruvísi en aðrar kindur, genetískt. Það eru önnur gen,“ segir Daníel Hansen, forstöðumaður Fræðaseturs um forystufé, og segir að fjárskipti vegna mæðuveiki og riðu hafi valdið því stofninn nánast dó út í öllum landshlutum nema hér. „Eins og er í dag þá eru allar forystukindur landsins upprunnar hér í Norður-Þingeyjarsýslu og þær eru fjórtánhundruð talsins á heimsvísu. Það er eitt af þeim verkefnum sem við erum að vinna að núna; að koma þeim á lista yfir dýr í útrýmingarhættu hjá UNESCO.“ Forystukindur hafa núna tekið yfir sviðið í gamla félagsheimilinu að Svalbarði.Einar Árnason Daníel segir það einnig rætt hvort koma eigi forystufénu á heimsminjaskrá. „Fyrir utan það að við erum að varðveita hér menningararf þjóðarinnar. Og sennilega mjög merkileg gegn sem eru í þessum skepnum, sem hvergi finnast í öðrum sauðfjárkynjum í heiminum.“ Við vorum í fylgd um Þistilfjörð með Steingrími J. Sigfússyni sem núna hefur látið af forystustörfum í þjóðmálum. Daníel bendir á hvar sjá má forystukind sem Steingrímur átti í æsku.Einar Árnason -Núna er hann að hætta á þingi. Vantar ekki einn forystusauð í viðbót á safnið? „Jú, mig vantar á safnið, sko. Það vantar.. - ráðinn í vinnu næsta vor. Annars á hann nú hérna grip. Er það ekki rétt hjá mér?“ „Jú, jú. Markið mitt er á henni, allavega,“ svarar Steingrímur. Fjallað var um Þistilfjörð í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um eiginlega ullar af forystufé í þessari frétt Stöðvar 2 í fyrra: Stöð 2 heimsótti einnig Svalbarð og Þistilfjörð fyrir áratug þegar verið var að leggja drög að stofnun fræðasetursins: Um land allt Svalbarðshreppur Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Dýr Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Forystusauðir á stall í Þistilfirði Sveitungar Steingríms J. Sigfússonar í Þisilfirði undirbúa nú sérstakt fræðasetur um forystusauði. Þeir segja að þaðan séu ættaðir allir þeir sauðir á landinu sem gæddir séu forystuhæfileikum. 22. mars 2011 19:14 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var kirkjujörðin Svalbarð heimsótt. Í Þistilfirði telja menn forystufé svo merkilegt að því er helgað sérstakt safn sem þar tók til starfa fyrir sjö árum. Fræðasetrið er að Svalbarði í Þistilfirði.Tryggvi Páll Tryggvason „Þetta er sérfjárstofn. Þær eru öðruvísi en aðrar kindur, genetískt. Það eru önnur gen,“ segir Daníel Hansen, forstöðumaður Fræðaseturs um forystufé, og segir að fjárskipti vegna mæðuveiki og riðu hafi valdið því stofninn nánast dó út í öllum landshlutum nema hér. „Eins og er í dag þá eru allar forystukindur landsins upprunnar hér í Norður-Þingeyjarsýslu og þær eru fjórtánhundruð talsins á heimsvísu. Það er eitt af þeim verkefnum sem við erum að vinna að núna; að koma þeim á lista yfir dýr í útrýmingarhættu hjá UNESCO.“ Forystukindur hafa núna tekið yfir sviðið í gamla félagsheimilinu að Svalbarði.Einar Árnason Daníel segir það einnig rætt hvort koma eigi forystufénu á heimsminjaskrá. „Fyrir utan það að við erum að varðveita hér menningararf þjóðarinnar. Og sennilega mjög merkileg gegn sem eru í þessum skepnum, sem hvergi finnast í öðrum sauðfjárkynjum í heiminum.“ Við vorum í fylgd um Þistilfjörð með Steingrími J. Sigfússyni sem núna hefur látið af forystustörfum í þjóðmálum. Daníel bendir á hvar sjá má forystukind sem Steingrímur átti í æsku.Einar Árnason -Núna er hann að hætta á þingi. Vantar ekki einn forystusauð í viðbót á safnið? „Jú, mig vantar á safnið, sko. Það vantar.. - ráðinn í vinnu næsta vor. Annars á hann nú hérna grip. Er það ekki rétt hjá mér?“ „Jú, jú. Markið mitt er á henni, allavega,“ svarar Steingrímur. Fjallað var um Þistilfjörð í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um eiginlega ullar af forystufé í þessari frétt Stöðvar 2 í fyrra: Stöð 2 heimsótti einnig Svalbarð og Þistilfjörð fyrir áratug þegar verið var að leggja drög að stofnun fræðasetursins:
Um land allt Svalbarðshreppur Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Dýr Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Forystusauðir á stall í Þistilfirði Sveitungar Steingríms J. Sigfússonar í Þisilfirði undirbúa nú sérstakt fræðasetur um forystusauði. Þeir segja að þaðan séu ættaðir allir þeir sauðir á landinu sem gæddir séu forystuhæfileikum. 22. mars 2011 19:14 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Forystusauðir á stall í Þistilfirði Sveitungar Steingríms J. Sigfússonar í Þisilfirði undirbúa nú sérstakt fræðasetur um forystusauði. Þeir segja að þaðan séu ættaðir allir þeir sauðir á landinu sem gæddir séu forystuhæfileikum. 22. mars 2011 19:14