Hvarf í fjögur ár en birtist óvænt í dag Snorri Másson skrifar 25. október 2021 21:30 Narfi er á níunda ári en hefur verið á flakki síðustu fjögur. Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til, og kötturinn er kominn til eiganda síns í miðbæinn eftir allan þennan tíma. Vísir Kötturinn Narfi er fundinn. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að fjögur ár eru síðan hann lét sig hverfa út um glugga í Hlíðunum. Eigandinn er í skýjunum, þótt kötturinn hafi óneitanlega elst um nokkur ár. Narfi hafði verið týndur í fjögur ár en í dag gerðist hið ótrúlega að eigandi hans hafði upp á honum eftir alla leitina. Hann var reyndar farinn að heita Keli í Kattholti en allt var það byggt á misskilningi. Keli, Narfi eða hvað það nú er, eins og danskur málsháttur kveður réttilega á um ber elskað barn ævinlega mörg nöfn. Þótt raunverulegt nafn kattarins sé sannarlega Narfi er ekki óeðlilegt að einhver hafi á einhverjum tímapunkti gefið honum nafnið Keli á týnda tímabilinu. „Það hefur örugglega bara verið af því að hann er svo svakalega kelinn. Hann er alger elska þessi köttur,“ segir Tómas Hafsteinsson sjómaður, eigandi Narfa. Narfi er upphaflega frá Selfossi og var gefinn til Tómasar þar sem hann bjó í Neskaupstað fyrir tæpum níu árum. Kettlingurinn óx úr grasi fyrir austan en þar kom að Tómas fluttist til Reykjavíkur vegna vinnu og Narfi með. „Hann gat ekki farið með okkur á þáverandi heimili og þá fer hann í pössun hér í Hlíðunum og lét sig hverfa út um gluggann tveimur dögum síðar. Svo erum við búin að leita að honum í hverfinu og svo hef ég verið á sjó þannig að maður getur ekki alltaf verið. Hann er víst búinn að eiga einhver fjögur heimili í millitíðinni kallinn,“ segir Tómas. Narfi er víðförull miðað við kött.Stöð 2 Tómas gaf aldrei upp vonina á að finna Narfa aftur og leit alltaf inn á vef Kattholts þegar hann átti stund milli stríða. Í morgun rak hann upp stór augu þegar kötturinn birtist allt í einu svo ekki varð um villst. Hann rauk uppeftir og í fangi hans varð Keli aftur að gamla góða Narfa. „Ég er bara í skýjunum. Litli kallinn er kominn heim,“ segir Tómas. Hvernig er að sjá köttinn sinn aftur eftir allan þennan tíma? „Maður náttúrulega kannaðist við hann strax, en hann er náttúrulega orðinn svolítið gamall, það er bara eina. Orðinn átta eða níu ára gamall,“ segir Tómas. Aðeins stærri kannski? „Það er kannski kominn smá poki á hann,“ segir eigandinn. Dýr Reykjavík Kettir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Narfi hafði verið týndur í fjögur ár en í dag gerðist hið ótrúlega að eigandi hans hafði upp á honum eftir alla leitina. Hann var reyndar farinn að heita Keli í Kattholti en allt var það byggt á misskilningi. Keli, Narfi eða hvað það nú er, eins og danskur málsháttur kveður réttilega á um ber elskað barn ævinlega mörg nöfn. Þótt raunverulegt nafn kattarins sé sannarlega Narfi er ekki óeðlilegt að einhver hafi á einhverjum tímapunkti gefið honum nafnið Keli á týnda tímabilinu. „Það hefur örugglega bara verið af því að hann er svo svakalega kelinn. Hann er alger elska þessi köttur,“ segir Tómas Hafsteinsson sjómaður, eigandi Narfa. Narfi er upphaflega frá Selfossi og var gefinn til Tómasar þar sem hann bjó í Neskaupstað fyrir tæpum níu árum. Kettlingurinn óx úr grasi fyrir austan en þar kom að Tómas fluttist til Reykjavíkur vegna vinnu og Narfi með. „Hann gat ekki farið með okkur á þáverandi heimili og þá fer hann í pössun hér í Hlíðunum og lét sig hverfa út um gluggann tveimur dögum síðar. Svo erum við búin að leita að honum í hverfinu og svo hef ég verið á sjó þannig að maður getur ekki alltaf verið. Hann er víst búinn að eiga einhver fjögur heimili í millitíðinni kallinn,“ segir Tómas. Narfi er víðförull miðað við kött.Stöð 2 Tómas gaf aldrei upp vonina á að finna Narfa aftur og leit alltaf inn á vef Kattholts þegar hann átti stund milli stríða. Í morgun rak hann upp stór augu þegar kötturinn birtist allt í einu svo ekki varð um villst. Hann rauk uppeftir og í fangi hans varð Keli aftur að gamla góða Narfa. „Ég er bara í skýjunum. Litli kallinn er kominn heim,“ segir Tómas. Hvernig er að sjá köttinn sinn aftur eftir allan þennan tíma? „Maður náttúrulega kannaðist við hann strax, en hann er náttúrulega orðinn svolítið gamall, það er bara eina. Orðinn átta eða níu ára gamall,“ segir Tómas. Aðeins stærri kannski? „Það er kannski kominn smá poki á hann,“ segir eigandinn.
Dýr Reykjavík Kettir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira