Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. október 2021 16:17 Byrjað var að bólusetja börn gegn Covid-19 í Laugardalshöll síðastliðinn ágúst. Vísir/Vilhelm Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. Hingað til hafa 64 prósent barna á aldrinum tólf til fimmtán ára verið fullbólusett en bólusetning þeirra hófst síðastliðinn ágúst. Að því er kemur fram á covid.is hafa í heildina 11.973 börn verið fullbólusett og er bólusetning hafin hjá 1.216 til viðbótar. Yfirvöld binda vonir við að bráðlega verði hægt að bjóða börnum á aldrinum sex til ellefu ára bólusetningu með bóluefni Pfizer. Rannsókn á notkun bóluefnisins á þann aldurshóp er nú lokið og er reiknað með að leyfi fyrir notkun bóluefnis hjá þessum hóp verði veitt fyrir áramót. Heilbrigðisráðuneytið segir mikilvægt að fólk þiggi bólusetningu til að verja samfélagið gegn útbreiddu smiti og auknu álagi á heilbrigðiskerfið þar sem smitum hér á landi hefur fjölgað nokkuð undanfarið. Litið er meðal annars til annarra landa í Evrópu þar sem fjölgun smita er enn hraðari og sjúkrahúsainnlögnum fjölgar ört. Um 76% landsmanna eru nú fullbólusett en til að fyrirbyggja hraðari útbreiðslu og mikil veikindi þarf að gera betur að mati ráðuneytisins. Um 34.400 einstaklingar 12 ára og eldri eru óbólusettir en í heildina eru 89 prósent 12 ára og eldri fullbólusettir. Einnig er mælt með að fólk sem að hefur fengið boð í örvunarbólusetningu mæti í hana en sóttvarnalæknir mælir með örvunarbólusetningu fyrir alla 60 ára og eldri, heilbrigðisstarfsfólk, íbúa á hjúkrunarheimilum og tiltekna viðkvæma hópa. Heilsugæslan annast örvunarbólusetningar og munu allir sem eru 60 ára og eldri fá boð um slíkt. Nú þegar hafa um 59 prósent heilbrigðisstarfsfólks fengið örvunarskammt, um 68 prósent íbúa á hjúkrunarheimilum og um 57 prósent annarra sem eru 60 ára og eldri. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja bóluefni Pfizer virka vel á börn FDA, matvæla- og lyfjaeftirlit, Bandaríkjanna segja að bóluefni Pfizer gegn Covid-19 virðist virka vel í að koma í veg fyrir einkenni hjá börnum á grunnskólaaldri. 23. október 2021 14:37 Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Hingað til hafa 64 prósent barna á aldrinum tólf til fimmtán ára verið fullbólusett en bólusetning þeirra hófst síðastliðinn ágúst. Að því er kemur fram á covid.is hafa í heildina 11.973 börn verið fullbólusett og er bólusetning hafin hjá 1.216 til viðbótar. Yfirvöld binda vonir við að bráðlega verði hægt að bjóða börnum á aldrinum sex til ellefu ára bólusetningu með bóluefni Pfizer. Rannsókn á notkun bóluefnisins á þann aldurshóp er nú lokið og er reiknað með að leyfi fyrir notkun bóluefnis hjá þessum hóp verði veitt fyrir áramót. Heilbrigðisráðuneytið segir mikilvægt að fólk þiggi bólusetningu til að verja samfélagið gegn útbreiddu smiti og auknu álagi á heilbrigðiskerfið þar sem smitum hér á landi hefur fjölgað nokkuð undanfarið. Litið er meðal annars til annarra landa í Evrópu þar sem fjölgun smita er enn hraðari og sjúkrahúsainnlögnum fjölgar ört. Um 76% landsmanna eru nú fullbólusett en til að fyrirbyggja hraðari útbreiðslu og mikil veikindi þarf að gera betur að mati ráðuneytisins. Um 34.400 einstaklingar 12 ára og eldri eru óbólusettir en í heildina eru 89 prósent 12 ára og eldri fullbólusettir. Einnig er mælt með að fólk sem að hefur fengið boð í örvunarbólusetningu mæti í hana en sóttvarnalæknir mælir með örvunarbólusetningu fyrir alla 60 ára og eldri, heilbrigðisstarfsfólk, íbúa á hjúkrunarheimilum og tiltekna viðkvæma hópa. Heilsugæslan annast örvunarbólusetningar og munu allir sem eru 60 ára og eldri fá boð um slíkt. Nú þegar hafa um 59 prósent heilbrigðisstarfsfólks fengið örvunarskammt, um 68 prósent íbúa á hjúkrunarheimilum og um 57 prósent annarra sem eru 60 ára og eldri.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja bóluefni Pfizer virka vel á börn FDA, matvæla- og lyfjaeftirlit, Bandaríkjanna segja að bóluefni Pfizer gegn Covid-19 virðist virka vel í að koma í veg fyrir einkenni hjá börnum á grunnskólaaldri. 23. október 2021 14:37 Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Segja bóluefni Pfizer virka vel á börn FDA, matvæla- og lyfjaeftirlit, Bandaríkjanna segja að bóluefni Pfizer gegn Covid-19 virðist virka vel í að koma í veg fyrir einkenni hjá börnum á grunnskólaaldri. 23. október 2021 14:37
Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47