Íslensk sundmenning til umfjöllunar hjá Vogue Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2021 16:31 Íslensk sundmenning hefur greinilega vakið upp spurningar hjá blaðamanni Vogue, sem tók nokkrar íslenskar konur á tal um Íslendinga og almenningssund. Vogue/Skjáskot Sundmenning Íslendinga er ekki lengur bara eitthvað sem landsmenn njóta heldur er hún til umfjöllunar hjá Vogue, helsta tískutímariti heims. Umfjöllun um þessa einstöku menningu og dægrastyggingu birtist á netmiðli tímaritsins fyrir helgi, þar sem meðal annars er rætt um málið við Elizu Reid, forsetafrú. „Þessi baðmenning er engri annarri lík. Til staðar eru fullt af óskrifuðum siðareglum og eiginlegum reglum um hreinlæti og kurteisissiðir, sem eru skemmtilega strangir þegar kemur að því að fara skuli úr skóm, hvar skuli hætta að nota snjalltæki og að maður þurfi að fara í sápusturtu nakinn áður en farið er ofan í laugina.“ Eliza Reid, forsetafrú, er ein íslenskra kvenna til viðtals í greininni.Vísir/Vilhelm Þetta segir í greininni sem birt var á Vogue síðasta miðvikudag. Höfundur greinarinnar rekur þar að hún eigi reglulega leið um landið, sem stæri sig af hundruðum baðstaða þrátt fyrir aðeins 360 þúsund manna þjóð. Hún hafi sjálf fengið að njóta góðs af reglulegum sundferðum hér á landi. Í fyrsta sinn í heilt ár hafi verkur sem hún hafði í hnakka hætt að angra hana. Íslensk sundmenning er að mati blaðamanns Vogue einstök.Vísir/Vilhelm „Þegar þú ert í vatninu geturðu ekki verið í símanum. Þú ert hér og nú, annað hvort einn með sjálfum þér, með fólkinu sem þú ferðast með eða með ókunnugu fólki sem situr í heita pottinum með þér,“ er haft eftir Elizu Reid forsetafrú í greininni. „Einhvern vegin hverfur allt veraldlegt, sem skilur fólk að, ofan í vatninu. Þú sérð ekki muninn á milli pípara og stjórnmálamanns,“ segir Eliza og bendir á að sundlaugarnar, sérstaklega í Reykjavík, séu táknmynd framþróunar í samfélaginu. „Margar sundlaugar, sérstaklega í Reykjavík, bjóða núna upp á kynhlutlausa klefa. Trans fólk getur valið á milli búningsklefa og farið þangað sem það vill. Konur mega líka fara ofan í sundlaugar berar að ofan. Það er kannski ekki algengt en það má og sýnir á hvaða stað jafnrétti er hér á landi.“ Sundlaugar eru ófáar hér á landi.Vísir/Vilhelm Haft er eftir Liv Bergþórsdóttur, framkvæmdastjóra BioEffect, að sundlaugar séu táknmynd íslensks samfélags. „Hreinlæti skiptir sundgesti miklu máli, sem þýðir að þú þarft að þvo þér vel áður en þú ferð ofan í laugina,“ segir Liv. „Í sumum menningarheimum er nekt einkamál en hérna á Íslandi böðum við okkur saman, alnakin, í sturtuklefunum.“ „Þetta sýnir okkur án einhverrar glansmyndar. Við erum alls konar í laginu, af allskonar stærðum og litum með ör, húðflúr, fyllingar - svona er heiðarlegur raunveruleikinn.“ Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér. Sundlaugar Menning Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
„Þessi baðmenning er engri annarri lík. Til staðar eru fullt af óskrifuðum siðareglum og eiginlegum reglum um hreinlæti og kurteisissiðir, sem eru skemmtilega strangir þegar kemur að því að fara skuli úr skóm, hvar skuli hætta að nota snjalltæki og að maður þurfi að fara í sápusturtu nakinn áður en farið er ofan í laugina.“ Eliza Reid, forsetafrú, er ein íslenskra kvenna til viðtals í greininni.Vísir/Vilhelm Þetta segir í greininni sem birt var á Vogue síðasta miðvikudag. Höfundur greinarinnar rekur þar að hún eigi reglulega leið um landið, sem stæri sig af hundruðum baðstaða þrátt fyrir aðeins 360 þúsund manna þjóð. Hún hafi sjálf fengið að njóta góðs af reglulegum sundferðum hér á landi. Í fyrsta sinn í heilt ár hafi verkur sem hún hafði í hnakka hætt að angra hana. Íslensk sundmenning er að mati blaðamanns Vogue einstök.Vísir/Vilhelm „Þegar þú ert í vatninu geturðu ekki verið í símanum. Þú ert hér og nú, annað hvort einn með sjálfum þér, með fólkinu sem þú ferðast með eða með ókunnugu fólki sem situr í heita pottinum með þér,“ er haft eftir Elizu Reid forsetafrú í greininni. „Einhvern vegin hverfur allt veraldlegt, sem skilur fólk að, ofan í vatninu. Þú sérð ekki muninn á milli pípara og stjórnmálamanns,“ segir Eliza og bendir á að sundlaugarnar, sérstaklega í Reykjavík, séu táknmynd framþróunar í samfélaginu. „Margar sundlaugar, sérstaklega í Reykjavík, bjóða núna upp á kynhlutlausa klefa. Trans fólk getur valið á milli búningsklefa og farið þangað sem það vill. Konur mega líka fara ofan í sundlaugar berar að ofan. Það er kannski ekki algengt en það má og sýnir á hvaða stað jafnrétti er hér á landi.“ Sundlaugar eru ófáar hér á landi.Vísir/Vilhelm Haft er eftir Liv Bergþórsdóttur, framkvæmdastjóra BioEffect, að sundlaugar séu táknmynd íslensks samfélags. „Hreinlæti skiptir sundgesti miklu máli, sem þýðir að þú þarft að þvo þér vel áður en þú ferð ofan í laugina,“ segir Liv. „Í sumum menningarheimum er nekt einkamál en hérna á Íslandi böðum við okkur saman, alnakin, í sturtuklefunum.“ „Þetta sýnir okkur án einhverrar glansmyndar. Við erum alls konar í laginu, af allskonar stærðum og litum með ör, húðflúr, fyllingar - svona er heiðarlegur raunveruleikinn.“ Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér.
Sundlaugar Menning Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp