Aron Kristjánsson: Við vorum með gott forskot mest allan leikinn Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 24. október 2021 20:12 Aron Kristjánsson. VÍSIR/BÁRA Haukar unnu góðan sjö marka sigur á Gróttu í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Haukar höfðu góða forystu bróðurpart leiksins og var Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka að vonum sáttur með sigurinn. „Mér fannst við byrja leikinn af miklum krafti og ná góðu forskoti í byrjun. Mér fannst við aðeins gefa eftir í seinni hluta fyrri hálfleiks þar sem við leyfðum þeim að sækja aðeins of mikið inn á okkur, miðað við hvernig við vorum búnir að vera að spila. 7 á 6 hjálpar þeim svolítið með það og við gerðum nokkra tæknifeila sem að kostuðu okkur hraðaupphlaup í bakið. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með góða stjórn á þessu. Við vorum með gott forskot mest allan leikinn og klárum þetta vel með sjö mörkum.“ Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komu sér mest í 6 marka forystu. Á 25. mínútu, í stöðunni 8-13 missa Haukar boltann þegar þeir voru í sókn. Við tók kafli þar sem spennustigið hjá þeim virtist hækka og misstu Haukar forskotið frá sér með klaufalegum mistökum og agaleysi. Hálfleikstölur voru því 14-16. „Við þurfum aðeins að róa okkur og halda okkur við þetta concept sem við erum með. Eins og við vorum búnir að vera að spila. Við lendum í því að taka aðeins of miklar áhættur í sendingum og förum aðeins að hika, gerum nokkra tæknifeila sem kosta okkur hraðaupphlaup. Svo finnst mér varnarlega að við fáum á okkur mörk sem mér finnst blanda af að eitthvað mátti markmaðurinn taka, eitthvað mátti vörnin gera betur. Þannig að þetta var svona samansafn af einhverjum atriðum sem gerði það af verkum að þeir komu inn. En það hentaði okkur vel, það var ágætis tempó í þessum leik. Síðan náðum við að klára þetta með 7 mörkum sem er bara gott. Grótta er mjög erfitt lið sem er búið að spila jafna leiki, næstum því alla leiki í vetur þannig að það er gott að klára þá svona örugglega.“ Næsti leikur er við HK og vill Aron bæta einbeitingu liðsins. „Það er þessi einbeiting, að við náum að halda henni út leikinn. Við gerðum það rosalega vel í Kýpur, við náðum að halda varnarleiknum alveg þrátt fyrir að liðin voru að spila langar sóknir. Í dag, Grótta fær höndina upp á sig mjög oft í leiknum en í fyrri hálfleik endaði það of oft með marki. Það er eitthvað sem við þurfum að gera betur að ná að klára þetta alveg, eftir góðan varnarleik að klára það í unnum bolta.“ Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Haukar 25-32 | Haukar sigruðu á Seltjarnarnesi Haukar unnu góðan sigur á Gróttu er liðin mættust í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Lokatölur 25-32. 24. október 2021 21:30 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
„Mér fannst við byrja leikinn af miklum krafti og ná góðu forskoti í byrjun. Mér fannst við aðeins gefa eftir í seinni hluta fyrri hálfleiks þar sem við leyfðum þeim að sækja aðeins of mikið inn á okkur, miðað við hvernig við vorum búnir að vera að spila. 7 á 6 hjálpar þeim svolítið með það og við gerðum nokkra tæknifeila sem að kostuðu okkur hraðaupphlaup í bakið. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með góða stjórn á þessu. Við vorum með gott forskot mest allan leikinn og klárum þetta vel með sjö mörkum.“ Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komu sér mest í 6 marka forystu. Á 25. mínútu, í stöðunni 8-13 missa Haukar boltann þegar þeir voru í sókn. Við tók kafli þar sem spennustigið hjá þeim virtist hækka og misstu Haukar forskotið frá sér með klaufalegum mistökum og agaleysi. Hálfleikstölur voru því 14-16. „Við þurfum aðeins að róa okkur og halda okkur við þetta concept sem við erum með. Eins og við vorum búnir að vera að spila. Við lendum í því að taka aðeins of miklar áhættur í sendingum og förum aðeins að hika, gerum nokkra tæknifeila sem kosta okkur hraðaupphlaup. Svo finnst mér varnarlega að við fáum á okkur mörk sem mér finnst blanda af að eitthvað mátti markmaðurinn taka, eitthvað mátti vörnin gera betur. Þannig að þetta var svona samansafn af einhverjum atriðum sem gerði það af verkum að þeir komu inn. En það hentaði okkur vel, það var ágætis tempó í þessum leik. Síðan náðum við að klára þetta með 7 mörkum sem er bara gott. Grótta er mjög erfitt lið sem er búið að spila jafna leiki, næstum því alla leiki í vetur þannig að það er gott að klára þá svona örugglega.“ Næsti leikur er við HK og vill Aron bæta einbeitingu liðsins. „Það er þessi einbeiting, að við náum að halda henni út leikinn. Við gerðum það rosalega vel í Kýpur, við náðum að halda varnarleiknum alveg þrátt fyrir að liðin voru að spila langar sóknir. Í dag, Grótta fær höndina upp á sig mjög oft í leiknum en í fyrri hálfleik endaði það of oft með marki. Það er eitthvað sem við þurfum að gera betur að ná að klára þetta alveg, eftir góðan varnarleik að klára það í unnum bolta.“
Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Haukar 25-32 | Haukar sigruðu á Seltjarnarnesi Haukar unnu góðan sigur á Gróttu er liðin mættust í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Lokatölur 25-32. 24. október 2021 21:30 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Leik lokið: Grótta - Haukar 25-32 | Haukar sigruðu á Seltjarnarnesi Haukar unnu góðan sigur á Gróttu er liðin mættust í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Lokatölur 25-32. 24. október 2021 21:30