Metum störf kvenna til launa! Tatjana Latinovic og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifa 24. október 2021 11:31 Í haust birtust nýjar tölur frá Hagstofu Íslands þar sem fram kemur að launamunur kynjanna heldur áfram að minnka hér á Íslandi. Munurinn á heildarlaunum kvenna og karla er nú 22,8% og hefur minnkað töluvert frá árinu á undan þegar samsvarandi munur var 24,9%. Það er að sjálfsögðu ánægjulegt að við á Íslandi séum smám saman að uppræta kynbundið kjaramisrétti. En þetta er einnig skelfileg staðreynd, að við búum í samfélagi þar sem helmingur þjóðarinnar býr enn við landlægt og rótgróið misrétti. Kynbundin skipting vinnumarkaðar skýrir að miklu leyti launamun sem enn er til staðar og okkur mun ekki takast að uppræta hann fyrr en sátt næst um mikilvægi svokallaða „kvennastarfa“. Við búum enn í samfélagi þar sem störf kvenna eru minna metin en störf karla, þar sem framlag kvenna til samfélagsins er enn talið minna virði en framlag karla. Heimsfaraldur COVID-19 hefur dregið fram mikilvægi umönnunar, fræðslu og þjónustu, starfsgreina þar sem konur eru í miklum meirihluta. Þegar litið er á dreifingu launa eftir starfsgreinum kemur í ljós að þessi störf eru minna metin til launa en önnur, svo framleiðsla eða byggingarstarfsemi. Við sem samfélag þurfum að meta heildstætt virði ólíkra starfa og greiða sambærileg laun fyrir jafnverðmæt störf. Kvenréttindafélag Íslands styður heilshugar við áætlanir til að leiðrétta skakkt verðmætamat samfélagsins sem lagðar voru fram í haust í skýrslu forsætisráðherra. Til þess að leiðrétta þessa skekkju þurfum við ekki aðeins verkfæri og verkferla, heldur samstilltan vilja og kraft. Konur hafa gengið úr vinnu sex sinnum síðustu hálfa öldina til að mótmæla landlægu kjaramisrétti kynjanna hér á landi, á kvennafrídegi 1975, 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Kvenréttindafélag Íslands minnir á kröfur kvenna sem lesnar voru upp á baráttufundi á Arnarhóli þann 24. október 2018: Jafnréttismál eru hagsmunir okkar allra, ekki bara kvenna. Breytum menningunni og hugarfarinu, saman! Stöndum saman og höfum hátt! Breytum ekki konum, breytum samfélaginu! Kjarajafnrétti STRAX! Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands, og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í haust birtust nýjar tölur frá Hagstofu Íslands þar sem fram kemur að launamunur kynjanna heldur áfram að minnka hér á Íslandi. Munurinn á heildarlaunum kvenna og karla er nú 22,8% og hefur minnkað töluvert frá árinu á undan þegar samsvarandi munur var 24,9%. Það er að sjálfsögðu ánægjulegt að við á Íslandi séum smám saman að uppræta kynbundið kjaramisrétti. En þetta er einnig skelfileg staðreynd, að við búum í samfélagi þar sem helmingur þjóðarinnar býr enn við landlægt og rótgróið misrétti. Kynbundin skipting vinnumarkaðar skýrir að miklu leyti launamun sem enn er til staðar og okkur mun ekki takast að uppræta hann fyrr en sátt næst um mikilvægi svokallaða „kvennastarfa“. Við búum enn í samfélagi þar sem störf kvenna eru minna metin en störf karla, þar sem framlag kvenna til samfélagsins er enn talið minna virði en framlag karla. Heimsfaraldur COVID-19 hefur dregið fram mikilvægi umönnunar, fræðslu og þjónustu, starfsgreina þar sem konur eru í miklum meirihluta. Þegar litið er á dreifingu launa eftir starfsgreinum kemur í ljós að þessi störf eru minna metin til launa en önnur, svo framleiðsla eða byggingarstarfsemi. Við sem samfélag þurfum að meta heildstætt virði ólíkra starfa og greiða sambærileg laun fyrir jafnverðmæt störf. Kvenréttindafélag Íslands styður heilshugar við áætlanir til að leiðrétta skakkt verðmætamat samfélagsins sem lagðar voru fram í haust í skýrslu forsætisráðherra. Til þess að leiðrétta þessa skekkju þurfum við ekki aðeins verkfæri og verkferla, heldur samstilltan vilja og kraft. Konur hafa gengið úr vinnu sex sinnum síðustu hálfa öldina til að mótmæla landlægu kjaramisrétti kynjanna hér á landi, á kvennafrídegi 1975, 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Kvenréttindafélag Íslands minnir á kröfur kvenna sem lesnar voru upp á baráttufundi á Arnarhóli þann 24. október 2018: Jafnréttismál eru hagsmunir okkar allra, ekki bara kvenna. Breytum menningunni og hugarfarinu, saman! Stöndum saman og höfum hátt! Breytum ekki konum, breytum samfélaginu! Kjarajafnrétti STRAX! Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands, og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun