Hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og krefst skýringa Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. október 2021 11:36 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/einar Þingmaður Vinstri grænna hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og fer fram á að stjórnendur þeirra verði spurðir út málið. Hún segist sammála þingmanni Sjálfstæðisflokksins um nauðsyn þess að ný fjarskiptalög verði samþykkt. Síminn gekk frá sölu á fjarskiptanetfyrirtækinu Mílu aðfaranótt laugardags til franskra sjóðstýringarfyrirtækisins Ardian. Virði viðskiptanna er um 78 milljarðar króna en sjóðstýringarfyrirtækið tekur yfir fjárhagsskuldbindingar Mílu. Samkvæmt kaupsamningi fær Síminn greitt um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða í formi skuldabréfs. Segir eignarhaldið ekki skipta höfuðmáli Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að eignarhaldið skipti ekki höfuðmáli. „Heldur að hagsmunirnir sem eru í húfi séu tryggðir. Og þeir eru best tryggðir með öryggisventlum, að við séum með trygga lagasetningu og tryggt eftirlit. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Hún segir að heppilegt hefði verið ef ný fjarskiptalög hefðu gengið í gegn á síðasta kjörtímabili. „Og það hlýtur að vera algjört forgangsmál á nýju kjörtímabili.“ „Auðvitað er það svo að alveg sama hver heldur á eignarhaldinu, að íslensk lög gilda um búnað og rekstur fjarskipta en hins vegar stóð til og stendur til í nýjum fjarskiptalögum að skerpa á þessum heimildum meðal annars varðandi búnað og staðsetningu, upplýsingagjöf og annað sem skiptir gríðarlegu máli í þessu umhverfi,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir í Sprengisandi í morgun. Vill skýringar Sjóðstýringarfyrirtækið hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum en eignarhlutur þeirra getur orðið allt að tuttugu prósent. Bjarkey Olsen, þingmaður Vinsti grænna beinir spurningum til stjórnenda lífeyrissjóða. „Ég ætla nú líka að leyfa mér að segja það og taka undir með Ragnari Þór sem að sagði í gær að hann hefði viljað að lífeyrissjóðirnir stigu fastar inn, sem eru meirihlutaeigendur í Símanum. Maður veltir því fyrir sér eru þeir að [gæta] hagsmuna okkar sjóðsfélaga sinna eða hvað? Auðvitað ber þeim að hámarka arð og allt það en mér finnst þetta dálítið einkennilegt að ætla svo að kaupa á dýrara verði jafnvel einhvern smá hlut. Ég hefði viljað að stjórnir lífeyrissjóða væru spurðar um það hvers vegna þessi leið var valin.“ Skiptir máli að vita hverjir séu eigendur „Mikilvægt er að þetta verður áfram íslensku lögaðili og um það gilda þá íslensk lög þegar allur búnaður og annað er á íslandi. Við erum komin með góða löggjöf um raunverulega eigendur og mér finnst það skipta gríðarlega miklu máli að það sé alltaf vitað hverjir eru eigendur,“ sagði Bjarkey Olsen í Sprengisandi í morgun. Bylgjan Sprengisandur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir Salan á Mílu, stjórnarmyndunarviðræður og framkvæmd kosninga á Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 24. október 2021 09:46 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Síminn gekk frá sölu á fjarskiptanetfyrirtækinu Mílu aðfaranótt laugardags til franskra sjóðstýringarfyrirtækisins Ardian. Virði viðskiptanna er um 78 milljarðar króna en sjóðstýringarfyrirtækið tekur yfir fjárhagsskuldbindingar Mílu. Samkvæmt kaupsamningi fær Síminn greitt um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða í formi skuldabréfs. Segir eignarhaldið ekki skipta höfuðmáli Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að eignarhaldið skipti ekki höfuðmáli. „Heldur að hagsmunirnir sem eru í húfi séu tryggðir. Og þeir eru best tryggðir með öryggisventlum, að við séum með trygga lagasetningu og tryggt eftirlit. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Hún segir að heppilegt hefði verið ef ný fjarskiptalög hefðu gengið í gegn á síðasta kjörtímabili. „Og það hlýtur að vera algjört forgangsmál á nýju kjörtímabili.“ „Auðvitað er það svo að alveg sama hver heldur á eignarhaldinu, að íslensk lög gilda um búnað og rekstur fjarskipta en hins vegar stóð til og stendur til í nýjum fjarskiptalögum að skerpa á þessum heimildum meðal annars varðandi búnað og staðsetningu, upplýsingagjöf og annað sem skiptir gríðarlegu máli í þessu umhverfi,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir í Sprengisandi í morgun. Vill skýringar Sjóðstýringarfyrirtækið hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum en eignarhlutur þeirra getur orðið allt að tuttugu prósent. Bjarkey Olsen, þingmaður Vinsti grænna beinir spurningum til stjórnenda lífeyrissjóða. „Ég ætla nú líka að leyfa mér að segja það og taka undir með Ragnari Þór sem að sagði í gær að hann hefði viljað að lífeyrissjóðirnir stigu fastar inn, sem eru meirihlutaeigendur í Símanum. Maður veltir því fyrir sér eru þeir að [gæta] hagsmuna okkar sjóðsfélaga sinna eða hvað? Auðvitað ber þeim að hámarka arð og allt það en mér finnst þetta dálítið einkennilegt að ætla svo að kaupa á dýrara verði jafnvel einhvern smá hlut. Ég hefði viljað að stjórnir lífeyrissjóða væru spurðar um það hvers vegna þessi leið var valin.“ Skiptir máli að vita hverjir séu eigendur „Mikilvægt er að þetta verður áfram íslensku lögaðili og um það gilda þá íslensk lög þegar allur búnaður og annað er á íslandi. Við erum komin með góða löggjöf um raunverulega eigendur og mér finnst það skipta gríðarlega miklu máli að það sé alltaf vitað hverjir eru eigendur,“ sagði Bjarkey Olsen í Sprengisandi í morgun.
Bylgjan Sprengisandur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir Salan á Mílu, stjórnarmyndunarviðræður og framkvæmd kosninga á Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 24. október 2021 09:46 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Salan á Mílu, stjórnarmyndunarviðræður og framkvæmd kosninga á Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 24. október 2021 09:46