Hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og krefst skýringa Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. október 2021 11:36 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/einar Þingmaður Vinstri grænna hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og fer fram á að stjórnendur þeirra verði spurðir út málið. Hún segist sammála þingmanni Sjálfstæðisflokksins um nauðsyn þess að ný fjarskiptalög verði samþykkt. Síminn gekk frá sölu á fjarskiptanetfyrirtækinu Mílu aðfaranótt laugardags til franskra sjóðstýringarfyrirtækisins Ardian. Virði viðskiptanna er um 78 milljarðar króna en sjóðstýringarfyrirtækið tekur yfir fjárhagsskuldbindingar Mílu. Samkvæmt kaupsamningi fær Síminn greitt um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða í formi skuldabréfs. Segir eignarhaldið ekki skipta höfuðmáli Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að eignarhaldið skipti ekki höfuðmáli. „Heldur að hagsmunirnir sem eru í húfi séu tryggðir. Og þeir eru best tryggðir með öryggisventlum, að við séum með trygga lagasetningu og tryggt eftirlit. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Hún segir að heppilegt hefði verið ef ný fjarskiptalög hefðu gengið í gegn á síðasta kjörtímabili. „Og það hlýtur að vera algjört forgangsmál á nýju kjörtímabili.“ „Auðvitað er það svo að alveg sama hver heldur á eignarhaldinu, að íslensk lög gilda um búnað og rekstur fjarskipta en hins vegar stóð til og stendur til í nýjum fjarskiptalögum að skerpa á þessum heimildum meðal annars varðandi búnað og staðsetningu, upplýsingagjöf og annað sem skiptir gríðarlegu máli í þessu umhverfi,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir í Sprengisandi í morgun. Vill skýringar Sjóðstýringarfyrirtækið hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum en eignarhlutur þeirra getur orðið allt að tuttugu prósent. Bjarkey Olsen, þingmaður Vinsti grænna beinir spurningum til stjórnenda lífeyrissjóða. „Ég ætla nú líka að leyfa mér að segja það og taka undir með Ragnari Þór sem að sagði í gær að hann hefði viljað að lífeyrissjóðirnir stigu fastar inn, sem eru meirihlutaeigendur í Símanum. Maður veltir því fyrir sér eru þeir að [gæta] hagsmuna okkar sjóðsfélaga sinna eða hvað? Auðvitað ber þeim að hámarka arð og allt það en mér finnst þetta dálítið einkennilegt að ætla svo að kaupa á dýrara verði jafnvel einhvern smá hlut. Ég hefði viljað að stjórnir lífeyrissjóða væru spurðar um það hvers vegna þessi leið var valin.“ Skiptir máli að vita hverjir séu eigendur „Mikilvægt er að þetta verður áfram íslensku lögaðili og um það gilda þá íslensk lög þegar allur búnaður og annað er á íslandi. Við erum komin með góða löggjöf um raunverulega eigendur og mér finnst það skipta gríðarlega miklu máli að það sé alltaf vitað hverjir eru eigendur,“ sagði Bjarkey Olsen í Sprengisandi í morgun. Bylgjan Sprengisandur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir Salan á Mílu, stjórnarmyndunarviðræður og framkvæmd kosninga á Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 24. október 2021 09:46 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Síminn gekk frá sölu á fjarskiptanetfyrirtækinu Mílu aðfaranótt laugardags til franskra sjóðstýringarfyrirtækisins Ardian. Virði viðskiptanna er um 78 milljarðar króna en sjóðstýringarfyrirtækið tekur yfir fjárhagsskuldbindingar Mílu. Samkvæmt kaupsamningi fær Síminn greitt um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða í formi skuldabréfs. Segir eignarhaldið ekki skipta höfuðmáli Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að eignarhaldið skipti ekki höfuðmáli. „Heldur að hagsmunirnir sem eru í húfi séu tryggðir. Og þeir eru best tryggðir með öryggisventlum, að við séum með trygga lagasetningu og tryggt eftirlit. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Hún segir að heppilegt hefði verið ef ný fjarskiptalög hefðu gengið í gegn á síðasta kjörtímabili. „Og það hlýtur að vera algjört forgangsmál á nýju kjörtímabili.“ „Auðvitað er það svo að alveg sama hver heldur á eignarhaldinu, að íslensk lög gilda um búnað og rekstur fjarskipta en hins vegar stóð til og stendur til í nýjum fjarskiptalögum að skerpa á þessum heimildum meðal annars varðandi búnað og staðsetningu, upplýsingagjöf og annað sem skiptir gríðarlegu máli í þessu umhverfi,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir í Sprengisandi í morgun. Vill skýringar Sjóðstýringarfyrirtækið hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum en eignarhlutur þeirra getur orðið allt að tuttugu prósent. Bjarkey Olsen, þingmaður Vinsti grænna beinir spurningum til stjórnenda lífeyrissjóða. „Ég ætla nú líka að leyfa mér að segja það og taka undir með Ragnari Þór sem að sagði í gær að hann hefði viljað að lífeyrissjóðirnir stigu fastar inn, sem eru meirihlutaeigendur í Símanum. Maður veltir því fyrir sér eru þeir að [gæta] hagsmuna okkar sjóðsfélaga sinna eða hvað? Auðvitað ber þeim að hámarka arð og allt það en mér finnst þetta dálítið einkennilegt að ætla svo að kaupa á dýrara verði jafnvel einhvern smá hlut. Ég hefði viljað að stjórnir lífeyrissjóða væru spurðar um það hvers vegna þessi leið var valin.“ Skiptir máli að vita hverjir séu eigendur „Mikilvægt er að þetta verður áfram íslensku lögaðili og um það gilda þá íslensk lög þegar allur búnaður og annað er á íslandi. Við erum komin með góða löggjöf um raunverulega eigendur og mér finnst það skipta gríðarlega miklu máli að það sé alltaf vitað hverjir eru eigendur,“ sagði Bjarkey Olsen í Sprengisandi í morgun.
Bylgjan Sprengisandur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir Salan á Mílu, stjórnarmyndunarviðræður og framkvæmd kosninga á Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 24. október 2021 09:46 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Salan á Mílu, stjórnarmyndunarviðræður og framkvæmd kosninga á Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 24. október 2021 09:46
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent