Zlatan sá fjórði á fimmtugsaldri til að skora í Serie A Arnar Geir Halldórsson skrifar 23. október 2021 22:05 Flest er nú fertugum fært. vísir/Getty Sænska goðsögnin Zlatan Ibrahimovic er hvergi af baki dottinn þrátt fyrir að vera kominn á fimmtugsaldurinn. Þessi magnaði markaskorari skaut AC Milan á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar hann skoraði fjórða mark liðsins í 2-4 sigri á Bologna. Zlatan varð reyndar einnig fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiknum. Þann 3.október síðastliðinn fagnaði kappinn fertugsafmæli sínu og var þetta fyrsta mark hans síðan en hann hefur skorað alls tvö mörk á leiktíðinni til þessa en þetta var aðeins þriðji leikur kappans á tímabilinu. Með þessu varð Zlatan fjórði leikmaðurinn til að skora mark í ítölsku úrvalsdeildinni eftir fertugt. Honum vantar þó enn eitt ár til að eigna sér metið sem elsti markaskorari í sögu deildarinnar því Alessandro Costacurta, fyrrum liðsfélagi Zlatan hjá AC Milan, var nýorðinn 41 árs þegar hann skoraði sitt síðasta mark fyrir AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni. - @Ibra_official is the 4th player to score a Serie A goal after his 40th birthday, after Alessandro Costacurta at age 41 for Milan in 2007, Silvio Piola at age 40 for Novara in 1954 and Pietro Vierchowod at age 40 for Piacenza in 1999. #SerieA #Zlatan— Gracenote Live (@GracenoteLive) October 23, 2021 Zlatan fæddist í Malmö í Svíþjóð árið 1981 og hefur átt algjörlega stórkostlegan feril sem knattspyrnumaður. Síðan hann gekk aftur í raðir AC Milan árið 2019 hefur hann skorað 30 mörk í 51 leik og alls ekki útilokað að hann muni halda áfram að raða inn mörkum í ítalska boltanum í einhver tímabil í viðbót. 40 - Zlatan Ibrahimovic (40 years, 20 days) is the second player to have delivered an assist in Serie A at 40 years of age since 2004/05, the first was Francesco Totti (40 years, 145 days v Torino in 2017). Generous.#BolognaMilan— OptaPaolo (@OptaPaolo) October 23, 2021 Ítalski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Þessi magnaði markaskorari skaut AC Milan á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar hann skoraði fjórða mark liðsins í 2-4 sigri á Bologna. Zlatan varð reyndar einnig fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiknum. Þann 3.október síðastliðinn fagnaði kappinn fertugsafmæli sínu og var þetta fyrsta mark hans síðan en hann hefur skorað alls tvö mörk á leiktíðinni til þessa en þetta var aðeins þriðji leikur kappans á tímabilinu. Með þessu varð Zlatan fjórði leikmaðurinn til að skora mark í ítölsku úrvalsdeildinni eftir fertugt. Honum vantar þó enn eitt ár til að eigna sér metið sem elsti markaskorari í sögu deildarinnar því Alessandro Costacurta, fyrrum liðsfélagi Zlatan hjá AC Milan, var nýorðinn 41 árs þegar hann skoraði sitt síðasta mark fyrir AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni. - @Ibra_official is the 4th player to score a Serie A goal after his 40th birthday, after Alessandro Costacurta at age 41 for Milan in 2007, Silvio Piola at age 40 for Novara in 1954 and Pietro Vierchowod at age 40 for Piacenza in 1999. #SerieA #Zlatan— Gracenote Live (@GracenoteLive) October 23, 2021 Zlatan fæddist í Malmö í Svíþjóð árið 1981 og hefur átt algjörlega stórkostlegan feril sem knattspyrnumaður. Síðan hann gekk aftur í raðir AC Milan árið 2019 hefur hann skorað 30 mörk í 51 leik og alls ekki útilokað að hann muni halda áfram að raða inn mörkum í ítalska boltanum í einhver tímabil í viðbót. 40 - Zlatan Ibrahimovic (40 years, 20 days) is the second player to have delivered an assist in Serie A at 40 years of age since 2004/05, the first was Francesco Totti (40 years, 145 days v Torino in 2017). Generous.#BolognaMilan— OptaPaolo (@OptaPaolo) October 23, 2021
Ítalski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira