Segir lækna hafa hlegið að sér og sagt að hún væri of ung til að greinast með krabbamein Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. október 2021 20:04 Sóley Björg Ingibergsdóttir. vísir Sóley Björg Ingibergsdóttir greindist með krabbamein aðeins 27 ára. Hún segir að læknar hafi hlegið að henni og sagt að hún væri allt of ung til að greinast með krabbamein þegar hún leitaði til þeirra vegna gruns um sjúkdóminn. Hún vill að auðveldara verði fyrir ungt fólk að leita til læknis. Í tilefni af bleikum október standa Brakkasamtökin að ljósmyndasýningunni: Of ung fyrir krabbamein? Sýningin fjallar um krabbameinsferli Sóleyjar sem greindist með með brakka tvö stökkbreytinguna 25 ára. Í mars á þessu ári, þegar Sóley var aðeins 27 ára gömul, greinist hún með krabbamein í brjósti og í eitlum. „Ég hef lent í því að fara á vaktina og það hefur verið hlegið að manni og sagt: „Þú ert allt of ung og þetta er ábyggilega bara blæðingar, einhverjar tíðarblæðingar og hnútar í brjóstinu, þú þarft ekki að pæla í þessu,“ segir Sóley Björg Ingibergsdóttir, atvinnuflugmaður og flugkennari. Fjögurra mánaða bið Sóley fann hnút í brjóstinu í októbermánuði og hringdi um leið og pantaði tíma hjá Domus Medica en fékk ekki tíma fyrr en fjórum mánuðum síðar. „En um leið og ég fékk tímann og hitti lækninn þá fór boltinn að rúlla og ég fékk myndatöku viku seinna en samt frá október til febrúar er svakalega langur tími.“ Sóley hefur rætt opinskátt um baráttu sína við krabbamein á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Sóley Björg Ingibergsdóttir (@soleybjorg) Ljósmyndarinn Þórdís Erla fylgdi Sóleyju eftir í nokkra mánuði. Sóley hefur lokið lyfjameðferð, geislameðferð og farið í tvöfalt brjóstnám. „Svona fyrir mig að skoða þessar myndir núna er mjög átakanlegt af því að ég man ekkert eftir því að hafa verið svona svakalega veik. Ég var bara í mínum stígvélum og það var bara áfram gakk.“ Krabbamein spyrji ekki um aldur „Markmið sýningarinnar er að vekja athygli á því að krabbamein spyr ekki um kennitölu eð aldur og við getum öll lent í þessu.“ Hún skilar þökkum til allra þeirra sem studdu hana í þessu erfiða verkefni. „Ferlið þarf að vera þægilegra og það þarf að vera betra fyrir ungt fólk að geta hringt í lækni, fengið tíma af því að þetta er bara mjög alvarlegt mál.“ Ljósmyndasýningin stendur til 21. nóvember í Gallery Ramskram, Njálsgötu 49. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Sjá meira
Í tilefni af bleikum október standa Brakkasamtökin að ljósmyndasýningunni: Of ung fyrir krabbamein? Sýningin fjallar um krabbameinsferli Sóleyjar sem greindist með með brakka tvö stökkbreytinguna 25 ára. Í mars á þessu ári, þegar Sóley var aðeins 27 ára gömul, greinist hún með krabbamein í brjósti og í eitlum. „Ég hef lent í því að fara á vaktina og það hefur verið hlegið að manni og sagt: „Þú ert allt of ung og þetta er ábyggilega bara blæðingar, einhverjar tíðarblæðingar og hnútar í brjóstinu, þú þarft ekki að pæla í þessu,“ segir Sóley Björg Ingibergsdóttir, atvinnuflugmaður og flugkennari. Fjögurra mánaða bið Sóley fann hnút í brjóstinu í októbermánuði og hringdi um leið og pantaði tíma hjá Domus Medica en fékk ekki tíma fyrr en fjórum mánuðum síðar. „En um leið og ég fékk tímann og hitti lækninn þá fór boltinn að rúlla og ég fékk myndatöku viku seinna en samt frá október til febrúar er svakalega langur tími.“ Sóley hefur rætt opinskátt um baráttu sína við krabbamein á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Sóley Björg Ingibergsdóttir (@soleybjorg) Ljósmyndarinn Þórdís Erla fylgdi Sóleyju eftir í nokkra mánuði. Sóley hefur lokið lyfjameðferð, geislameðferð og farið í tvöfalt brjóstnám. „Svona fyrir mig að skoða þessar myndir núna er mjög átakanlegt af því að ég man ekkert eftir því að hafa verið svona svakalega veik. Ég var bara í mínum stígvélum og það var bara áfram gakk.“ Krabbamein spyrji ekki um aldur „Markmið sýningarinnar er að vekja athygli á því að krabbamein spyr ekki um kennitölu eð aldur og við getum öll lent í þessu.“ Hún skilar þökkum til allra þeirra sem studdu hana í þessu erfiða verkefni. „Ferlið þarf að vera þægilegra og það þarf að vera betra fyrir ungt fólk að geta hringt í lækni, fengið tíma af því að þetta er bara mjög alvarlegt mál.“ Ljósmyndasýningin stendur til 21. nóvember í Gallery Ramskram, Njálsgötu 49.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent