Segir lækna hafa hlegið að sér og sagt að hún væri of ung til að greinast með krabbamein Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. október 2021 20:04 Sóley Björg Ingibergsdóttir. vísir Sóley Björg Ingibergsdóttir greindist með krabbamein aðeins 27 ára. Hún segir að læknar hafi hlegið að henni og sagt að hún væri allt of ung til að greinast með krabbamein þegar hún leitaði til þeirra vegna gruns um sjúkdóminn. Hún vill að auðveldara verði fyrir ungt fólk að leita til læknis. Í tilefni af bleikum október standa Brakkasamtökin að ljósmyndasýningunni: Of ung fyrir krabbamein? Sýningin fjallar um krabbameinsferli Sóleyjar sem greindist með með brakka tvö stökkbreytinguna 25 ára. Í mars á þessu ári, þegar Sóley var aðeins 27 ára gömul, greinist hún með krabbamein í brjósti og í eitlum. „Ég hef lent í því að fara á vaktina og það hefur verið hlegið að manni og sagt: „Þú ert allt of ung og þetta er ábyggilega bara blæðingar, einhverjar tíðarblæðingar og hnútar í brjóstinu, þú þarft ekki að pæla í þessu,“ segir Sóley Björg Ingibergsdóttir, atvinnuflugmaður og flugkennari. Fjögurra mánaða bið Sóley fann hnút í brjóstinu í októbermánuði og hringdi um leið og pantaði tíma hjá Domus Medica en fékk ekki tíma fyrr en fjórum mánuðum síðar. „En um leið og ég fékk tímann og hitti lækninn þá fór boltinn að rúlla og ég fékk myndatöku viku seinna en samt frá október til febrúar er svakalega langur tími.“ Sóley hefur rætt opinskátt um baráttu sína við krabbamein á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Sóley Björg Ingibergsdóttir (@soleybjorg) Ljósmyndarinn Þórdís Erla fylgdi Sóleyju eftir í nokkra mánuði. Sóley hefur lokið lyfjameðferð, geislameðferð og farið í tvöfalt brjóstnám. „Svona fyrir mig að skoða þessar myndir núna er mjög átakanlegt af því að ég man ekkert eftir því að hafa verið svona svakalega veik. Ég var bara í mínum stígvélum og það var bara áfram gakk.“ Krabbamein spyrji ekki um aldur „Markmið sýningarinnar er að vekja athygli á því að krabbamein spyr ekki um kennitölu eð aldur og við getum öll lent í þessu.“ Hún skilar þökkum til allra þeirra sem studdu hana í þessu erfiða verkefni. „Ferlið þarf að vera þægilegra og það þarf að vera betra fyrir ungt fólk að geta hringt í lækni, fengið tíma af því að þetta er bara mjög alvarlegt mál.“ Ljósmyndasýningin stendur til 21. nóvember í Gallery Ramskram, Njálsgötu 49. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Í tilefni af bleikum október standa Brakkasamtökin að ljósmyndasýningunni: Of ung fyrir krabbamein? Sýningin fjallar um krabbameinsferli Sóleyjar sem greindist með með brakka tvö stökkbreytinguna 25 ára. Í mars á þessu ári, þegar Sóley var aðeins 27 ára gömul, greinist hún með krabbamein í brjósti og í eitlum. „Ég hef lent í því að fara á vaktina og það hefur verið hlegið að manni og sagt: „Þú ert allt of ung og þetta er ábyggilega bara blæðingar, einhverjar tíðarblæðingar og hnútar í brjóstinu, þú þarft ekki að pæla í þessu,“ segir Sóley Björg Ingibergsdóttir, atvinnuflugmaður og flugkennari. Fjögurra mánaða bið Sóley fann hnút í brjóstinu í októbermánuði og hringdi um leið og pantaði tíma hjá Domus Medica en fékk ekki tíma fyrr en fjórum mánuðum síðar. „En um leið og ég fékk tímann og hitti lækninn þá fór boltinn að rúlla og ég fékk myndatöku viku seinna en samt frá október til febrúar er svakalega langur tími.“ Sóley hefur rætt opinskátt um baráttu sína við krabbamein á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Sóley Björg Ingibergsdóttir (@soleybjorg) Ljósmyndarinn Þórdís Erla fylgdi Sóleyju eftir í nokkra mánuði. Sóley hefur lokið lyfjameðferð, geislameðferð og farið í tvöfalt brjóstnám. „Svona fyrir mig að skoða þessar myndir núna er mjög átakanlegt af því að ég man ekkert eftir því að hafa verið svona svakalega veik. Ég var bara í mínum stígvélum og það var bara áfram gakk.“ Krabbamein spyrji ekki um aldur „Markmið sýningarinnar er að vekja athygli á því að krabbamein spyr ekki um kennitölu eð aldur og við getum öll lent í þessu.“ Hún skilar þökkum til allra þeirra sem studdu hana í þessu erfiða verkefni. „Ferlið þarf að vera þægilegra og það þarf að vera betra fyrir ungt fólk að geta hringt í lækni, fengið tíma af því að þetta er bara mjög alvarlegt mál.“ Ljósmyndasýningin stendur til 21. nóvember í Gallery Ramskram, Njálsgötu 49.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira