Þrjú ár fyrir nauðgun: Sagðist mjög kinkí í rúminu en fór fram með ofbeldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2021 16:25 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Karlmaðurinn sagðist ekki telja sig þurfa að spyrja bólfélaga sína um það hvort þeir vildu stunda harkalegt kynlíf. Vísir/Hanna Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Landsrétti fyrir að nauðga vinkonu sinni haustið 2018. Landsréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra sem áður hafði verið dæmdur í tveggja ára fangelsi. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Þar kemur fram að ákærði og brotaþoli höfðu þekkst í nokkurn tíma, átt í samskiptum á Snapchat og ákveðið að hittast heima hjá konunni. Þau hafi byrjað kynlíf sem hafi orðið harkalegt af hálfu karlmannsins. Þannig hafi hann bitið konuna, rassskellt og lagt henur á háls hennar. Karlmaðurinn kvað þetta hafa verið gert með samþykki konunnar en hún sagðist hafa beðið hann um að hætta þegar hann varð harkalegur við hana. Hún leitaði á bráðamóttöku að kvöldi næsta dags þar sem gerð var á henni skoðun. Hlaut konan marbletti ofanvert á báðum brjóstum, innanvert á læri, sprungu á snípshúfu, sár á skapabörmum og roða og eymsi við leggangaop. Sagðist vanur hörku í kynlífi með kærustu sinni Í aðdraganda þess að þau hittust hafði karlmaðurinn sagt konunni að hann væri „mjög kinkí í rúminu“ og hún lýst yfir áhuga á að sofa hjá karlmanninum væri hún ekki á föstu. Svo hafi slitnað upp úr sambandinu og þau í framhaldinu ákveðið að hittast. Hann var þó í sambandi og er enn samkvæmt því sem fram kom í dómi Landsréttar. Fólkinu bar saman um að hann hefði verið harkalegur. Hann hefði haft samfarir við konuna þó hún væri þurr í leggöngum, þrýst að hálsi hennar, bitið í brjóst og slegið á rasskinnar. Hann sagði áverkana vel geta hafa verið eftir hann enda væri hann vanur hörku í kynlífi með fyrrverandi kærustu sinni. Áverkar sæjust á þeim báðum eftir á. Tveggja ára dómur í héraði Var það niðurstaða héraðsdóms að samkvæmt þessu væri sannað að karlmaðurinn hefði framkvæmt það sem honum var gefið að sök í ákæru að því undanskildu að ekki væri unnt að slá því föstu gegn neitun hans að hann hefði bitið hana í snípinn. Því til stuðnings var jafnframt vísað til vitnisburðar læknis og þess að konan hafi ekki séð nákvæmlega hvað það var sem karlmaðurinn gerði þó hún hafi fundið að hann meiddi hana. Þá voru í héraðsdómi færð fyrir því rök að karlmaðurinn hefði ekki getað litið svo á að konan hefði veitt samþykki sitt fyrir því að þola slíka hörku. Heldur ekki að honum hafi verið heimilt að halda áfram kynferðislegum athöfnum eftir að hún hafi beðið hann um að hætta þeim. Var karlmaðurinn sakfelldur fyrir nauðgun og dæmdur í tveggja ára fangelsi. Taldi sig ekki þurfa að spyrja konuna um harkalegt kynlíf Konan gerði enga athugasemd við framburð sinn fyrir héraði þegar málið var tekið til meðferðar í Landsrétti. Karlmaðurinn gerði þá einu athugasemd að kærasta sem hann hafði sagt sína fyrrverandi fyrir héraði hafi í raun verið kærasta hans á þeim tíma og væri enn. Aðspurður í Landsrétti hvort honum hefði ekki fundist ástæða til að spyrja konuna hvort hún væri fyrir harkalegt kynlíf svaraði hann neitandi. Konan sagði fyrir Landsrétti að þótt hún hefði upphaflega verið samþykk kynlífi með manninum hafi henni fljótlega ekki litist á það sem var að gerast. Þegar karlmaðurinn hafi þröngvað sér inn í hana og haldið hendi að hálsi hennar hafi hún í fyrstu hugsað „að þetta myndi verða allt í lagi“. Þegar henni hafi fundist hún vera að kafna vegna kverkataks hafi hún hugsað „er hann að nauðga mér“. Þetta hafi verið „algerlega í byrjun“. Óttaðist um líf sitt Þegar karlmaðurinn hafi sleppt takinu á hálsinum hafi hún strax sagt honum að hætta og að þetta væri vont. Hann hafi þá orðið ákafari. Hún hafi upplifað háttsemi hans sem nauðgun þegar hann hafi ekki hlustað á hana og ekki hætt þegar hún hafi beðið hann um það. Þá kvaðst hún ekki hafa haft vit á því að standa upp og koma sér undan honum. Hún hafi óttast um líf sitt, verið hrædd við karlmanninn sem hafi stýrt því sem fram fór með valdi og ekki orðið við ítrekuðum beiðnum hennar um að hætta. Henni hafi fundist eins og hún gæti ekki gert neitt. Þá kvaðst hún hafa verið lengi að meðtaka það sem gerðist. Hún hafi upplifað þetta á þann veg að karlmaðurinn hafi brotið gegn henni en ekki viljað trúa því að hann, sem verið hafi vinur hennar, hafi ætlað að nauðga henni og meiða hana. Þegar þrír til fjórir mánuðir voru liðnir frá atvikinu hafi hún verið tilbúin að viðurkenna fyrir sjálfri sér að hann hefði nauðgað henni. Það hafi gerst þegar hún sá hann í fyrsta skipti aftur en hún hafi þá fundið fyrir lamandi tilfinningu og hræðslu gagnvart honum Í vottorði sálfræðings kom fram að atvikið hefði haft mikil áhrif á líðan og getu konunnar til að sinna daglegum störfum, til dæmis skóla og vinnu. Samþykki ekki hið sama ef ofbeldi sé beitt Landsréttur vísaði til lagagreinar 194. í almennum hegningarlögum í niðurstöðukafla sínum. Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans er sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en eitt ár og allt að 16 árum. Samkvæmt ákvæðinu teljist samþykki liggja fyrir sé það er tjáð af frjálsum vilja. Þá teljist samþykki ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Í almennum athugasemdum með frumvarpi að lögunum sem samþykkt voru 2018 segi að nauðsynlegt sé að skilgreina nauðgun út frá skorti á samþykki til þess að unnt sé að veita kynfrelsi fullnægjandi réttarvernd. Samþykkið þurfi að tjá með orðum eða annarri ótvíræðri tjáningu. Það þýði að gefa þurfi samþykki til kynna eða að virk þátttaka í tiltekinni athöfn verði túlkuð sem samþykki af hálfu annars eða annarra þátttakenda. Geti hvenær sem er skipt um skoðun Þá segir í athugasemdunum að samþykki fyrir þátttöku í samræði eða öðrum kynferðismökum afmarkist við það tiltekna tilvik og við þær kynferðislegu athafnir sem samþykkið nær til. Af kynfrelsi leiði að eðlilegt sé að þátttakandi í kynferðislegri athöfn geti hvenær sem er skipt um skoðun um þátttöku sína. Slík skoðanaskipti verði að tjá með orðum eða annarri tjáningu þannig að annar eða aðrir þátttakendur verði þess áskynja. Því sé ekki unnt að líta svo á að konan hafi veitt karlmanninum samþykki til hvers kyns kynferðisathafna þó hún hafi samþykkt að hafa samfarir við hann. Gróft ofbeldi hafi falist í hegðun mannsins og ekkert komið fram sem gefi ástæðu til að ætla að konan hafi samþykkt það með einum eða öðrum hætti. Karlmaðurinn hafi í raun gengist við því að konan hafi ítrekað gefið til kynna að hún væri ekki samþykkt því með hvaða hætti hann gekk fram gagnvart henni í kynferðismökum þeirra. Enda þótt karlmaðurinn hafi hverju sinni látið af háttsemi sinni hafi ofbeldið haldið áfram í annarri mynd, allt þar til kynmökum lauk. „Braut ákærði þannig með augljósum hætti gegn sjálfsákvörðunarrétti og kynfrelsi brotaþola meðan á kynferðismökum þeirra stóð.“ Var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi og til að greiða konunni tvær milljónir króna í bætur. Dómur Landsréttar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Þar kemur fram að ákærði og brotaþoli höfðu þekkst í nokkurn tíma, átt í samskiptum á Snapchat og ákveðið að hittast heima hjá konunni. Þau hafi byrjað kynlíf sem hafi orðið harkalegt af hálfu karlmannsins. Þannig hafi hann bitið konuna, rassskellt og lagt henur á háls hennar. Karlmaðurinn kvað þetta hafa verið gert með samþykki konunnar en hún sagðist hafa beðið hann um að hætta þegar hann varð harkalegur við hana. Hún leitaði á bráðamóttöku að kvöldi næsta dags þar sem gerð var á henni skoðun. Hlaut konan marbletti ofanvert á báðum brjóstum, innanvert á læri, sprungu á snípshúfu, sár á skapabörmum og roða og eymsi við leggangaop. Sagðist vanur hörku í kynlífi með kærustu sinni Í aðdraganda þess að þau hittust hafði karlmaðurinn sagt konunni að hann væri „mjög kinkí í rúminu“ og hún lýst yfir áhuga á að sofa hjá karlmanninum væri hún ekki á föstu. Svo hafi slitnað upp úr sambandinu og þau í framhaldinu ákveðið að hittast. Hann var þó í sambandi og er enn samkvæmt því sem fram kom í dómi Landsréttar. Fólkinu bar saman um að hann hefði verið harkalegur. Hann hefði haft samfarir við konuna þó hún væri þurr í leggöngum, þrýst að hálsi hennar, bitið í brjóst og slegið á rasskinnar. Hann sagði áverkana vel geta hafa verið eftir hann enda væri hann vanur hörku í kynlífi með fyrrverandi kærustu sinni. Áverkar sæjust á þeim báðum eftir á. Tveggja ára dómur í héraði Var það niðurstaða héraðsdóms að samkvæmt þessu væri sannað að karlmaðurinn hefði framkvæmt það sem honum var gefið að sök í ákæru að því undanskildu að ekki væri unnt að slá því föstu gegn neitun hans að hann hefði bitið hana í snípinn. Því til stuðnings var jafnframt vísað til vitnisburðar læknis og þess að konan hafi ekki séð nákvæmlega hvað það var sem karlmaðurinn gerði þó hún hafi fundið að hann meiddi hana. Þá voru í héraðsdómi færð fyrir því rök að karlmaðurinn hefði ekki getað litið svo á að konan hefði veitt samþykki sitt fyrir því að þola slíka hörku. Heldur ekki að honum hafi verið heimilt að halda áfram kynferðislegum athöfnum eftir að hún hafi beðið hann um að hætta þeim. Var karlmaðurinn sakfelldur fyrir nauðgun og dæmdur í tveggja ára fangelsi. Taldi sig ekki þurfa að spyrja konuna um harkalegt kynlíf Konan gerði enga athugasemd við framburð sinn fyrir héraði þegar málið var tekið til meðferðar í Landsrétti. Karlmaðurinn gerði þá einu athugasemd að kærasta sem hann hafði sagt sína fyrrverandi fyrir héraði hafi í raun verið kærasta hans á þeim tíma og væri enn. Aðspurður í Landsrétti hvort honum hefði ekki fundist ástæða til að spyrja konuna hvort hún væri fyrir harkalegt kynlíf svaraði hann neitandi. Konan sagði fyrir Landsrétti að þótt hún hefði upphaflega verið samþykk kynlífi með manninum hafi henni fljótlega ekki litist á það sem var að gerast. Þegar karlmaðurinn hafi þröngvað sér inn í hana og haldið hendi að hálsi hennar hafi hún í fyrstu hugsað „að þetta myndi verða allt í lagi“. Þegar henni hafi fundist hún vera að kafna vegna kverkataks hafi hún hugsað „er hann að nauðga mér“. Þetta hafi verið „algerlega í byrjun“. Óttaðist um líf sitt Þegar karlmaðurinn hafi sleppt takinu á hálsinum hafi hún strax sagt honum að hætta og að þetta væri vont. Hann hafi þá orðið ákafari. Hún hafi upplifað háttsemi hans sem nauðgun þegar hann hafi ekki hlustað á hana og ekki hætt þegar hún hafi beðið hann um það. Þá kvaðst hún ekki hafa haft vit á því að standa upp og koma sér undan honum. Hún hafi óttast um líf sitt, verið hrædd við karlmanninn sem hafi stýrt því sem fram fór með valdi og ekki orðið við ítrekuðum beiðnum hennar um að hætta. Henni hafi fundist eins og hún gæti ekki gert neitt. Þá kvaðst hún hafa verið lengi að meðtaka það sem gerðist. Hún hafi upplifað þetta á þann veg að karlmaðurinn hafi brotið gegn henni en ekki viljað trúa því að hann, sem verið hafi vinur hennar, hafi ætlað að nauðga henni og meiða hana. Þegar þrír til fjórir mánuðir voru liðnir frá atvikinu hafi hún verið tilbúin að viðurkenna fyrir sjálfri sér að hann hefði nauðgað henni. Það hafi gerst þegar hún sá hann í fyrsta skipti aftur en hún hafi þá fundið fyrir lamandi tilfinningu og hræðslu gagnvart honum Í vottorði sálfræðings kom fram að atvikið hefði haft mikil áhrif á líðan og getu konunnar til að sinna daglegum störfum, til dæmis skóla og vinnu. Samþykki ekki hið sama ef ofbeldi sé beitt Landsréttur vísaði til lagagreinar 194. í almennum hegningarlögum í niðurstöðukafla sínum. Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans er sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en eitt ár og allt að 16 árum. Samkvæmt ákvæðinu teljist samþykki liggja fyrir sé það er tjáð af frjálsum vilja. Þá teljist samþykki ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Í almennum athugasemdum með frumvarpi að lögunum sem samþykkt voru 2018 segi að nauðsynlegt sé að skilgreina nauðgun út frá skorti á samþykki til þess að unnt sé að veita kynfrelsi fullnægjandi réttarvernd. Samþykkið þurfi að tjá með orðum eða annarri ótvíræðri tjáningu. Það þýði að gefa þurfi samþykki til kynna eða að virk þátttaka í tiltekinni athöfn verði túlkuð sem samþykki af hálfu annars eða annarra þátttakenda. Geti hvenær sem er skipt um skoðun Þá segir í athugasemdunum að samþykki fyrir þátttöku í samræði eða öðrum kynferðismökum afmarkist við það tiltekna tilvik og við þær kynferðislegu athafnir sem samþykkið nær til. Af kynfrelsi leiði að eðlilegt sé að þátttakandi í kynferðislegri athöfn geti hvenær sem er skipt um skoðun um þátttöku sína. Slík skoðanaskipti verði að tjá með orðum eða annarri tjáningu þannig að annar eða aðrir þátttakendur verði þess áskynja. Því sé ekki unnt að líta svo á að konan hafi veitt karlmanninum samþykki til hvers kyns kynferðisathafna þó hún hafi samþykkt að hafa samfarir við hann. Gróft ofbeldi hafi falist í hegðun mannsins og ekkert komið fram sem gefi ástæðu til að ætla að konan hafi samþykkt það með einum eða öðrum hætti. Karlmaðurinn hafi í raun gengist við því að konan hafi ítrekað gefið til kynna að hún væri ekki samþykkt því með hvaða hætti hann gekk fram gagnvart henni í kynferðismökum þeirra. Enda þótt karlmaðurinn hafi hverju sinni látið af háttsemi sinni hafi ofbeldið haldið áfram í annarri mynd, allt þar til kynmökum lauk. „Braut ákærði þannig með augljósum hætti gegn sjálfsákvörðunarrétti og kynfrelsi brotaþola meðan á kynferðismökum þeirra stóð.“ Var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi og til að greiða konunni tvær milljónir króna í bætur. Dómur Landsréttar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent