Upphitun SB: Finnur vonbrigðalið KA taktinn gegn meisturunum? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2021 14:00 Einar Rafn Eiðsson og félagar í KA eru vonbrigðalið tímabilsins að mati Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar. vísir/vilhelm Þeir Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir leikina sem eftir eru í 5. umferð Olís-deildar karla. Þrír leikir fara fram í Olís-deildinni á sunnudaginn og 5. umferðinni lýkur svo með leik HK og Aftureldingar á mánudaginn. Tveimur leikjum í umferðinni er þegar lokið. ÍBV vann FH, 26-25, 3. október og á miðvikudaginn sigraði Stjarnan Selfoss, 20-25. Á sunnudaginn mætast Grótta og Haukar, Víkingur og Fram og KA og Íslands- og bikarmeistarar Vals. Allir leikirnir hefjast klukkan 18:00 og verður leikur KA og Vals sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Leikur HK og Aftureldingar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 19:30 á mánudaginn. Eftir hann verður svo farið yfir 5. umferð Olís-deildar karla í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 5. umferð Olís-deild karla Stefán Árni og Ásgeir eru hvað spenntastir fyrir leik KA og Vals. KA-menn hafa farið rólega af stað og eru aðeins fjögur stig eftir sigra á nýliðum HK-inga og Víkinga. Á meðan eru Valsmenn með fullt hús stiga. „Í raun er hægt að segja að þeir hafi verið mjög slakir og ólíkir sjálfum sér. Þeir virka ótrúlega langt frá því að vera búnir að finna taktinn, eins og það vanti smá karakter. Þetta er klár vonbrigði hvað það varðar,“ sagði Ásgeir og bætti við að KA hefði ollið honum mestum vonbrigðum það sem af er tímabils. „Ég hélt þeir yrðu ógeðslega spennandi en núna er ekkert gaman að horfa á þá. En það er ekki mikið búið og þeir hafa klárlega tíma til að rífa sig í gang og það er það sem þeir ætla sér. Ef ég væri þeir myndi ég byrja á andanum og fá þá til að berjast eins og þeir gerðu undir lokin í fyrra.“ Ásgeir segir að Afturelding þurfi einnig að rífa sig í gang en Mosfellingar hafa bara unnið einn leik. „Þeir eru á allt öðrum stað en þeir ætluðu sér í byrjun móts,“ sagði Ásgeir sem gerir þá kröfu á að Afturelding vinni HK á mánudaginn. Það sé algjör skyldusigur. Upphitunarþátt Seinni bylgjunnar fyrir 5. umferðina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Þrír leikir fara fram í Olís-deildinni á sunnudaginn og 5. umferðinni lýkur svo með leik HK og Aftureldingar á mánudaginn. Tveimur leikjum í umferðinni er þegar lokið. ÍBV vann FH, 26-25, 3. október og á miðvikudaginn sigraði Stjarnan Selfoss, 20-25. Á sunnudaginn mætast Grótta og Haukar, Víkingur og Fram og KA og Íslands- og bikarmeistarar Vals. Allir leikirnir hefjast klukkan 18:00 og verður leikur KA og Vals sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Leikur HK og Aftureldingar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 19:30 á mánudaginn. Eftir hann verður svo farið yfir 5. umferð Olís-deildar karla í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 5. umferð Olís-deild karla Stefán Árni og Ásgeir eru hvað spenntastir fyrir leik KA og Vals. KA-menn hafa farið rólega af stað og eru aðeins fjögur stig eftir sigra á nýliðum HK-inga og Víkinga. Á meðan eru Valsmenn með fullt hús stiga. „Í raun er hægt að segja að þeir hafi verið mjög slakir og ólíkir sjálfum sér. Þeir virka ótrúlega langt frá því að vera búnir að finna taktinn, eins og það vanti smá karakter. Þetta er klár vonbrigði hvað það varðar,“ sagði Ásgeir og bætti við að KA hefði ollið honum mestum vonbrigðum það sem af er tímabils. „Ég hélt þeir yrðu ógeðslega spennandi en núna er ekkert gaman að horfa á þá. En það er ekki mikið búið og þeir hafa klárlega tíma til að rífa sig í gang og það er það sem þeir ætla sér. Ef ég væri þeir myndi ég byrja á andanum og fá þá til að berjast eins og þeir gerðu undir lokin í fyrra.“ Ásgeir segir að Afturelding þurfi einnig að rífa sig í gang en Mosfellingar hafa bara unnið einn leik. „Þeir eru á allt öðrum stað en þeir ætluðu sér í byrjun móts,“ sagði Ásgeir sem gerir þá kröfu á að Afturelding vinni HK á mánudaginn. Það sé algjör skyldusigur. Upphitunarþátt Seinni bylgjunnar fyrir 5. umferðina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira