Lögin loks farin að virka og fleiri mál komin í kæruferli Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. október 2021 14:14 Einar Bergmann Sveinsson fór yfir mál Smiðshöfða 7 í erindi sínu í dag en eigandi starfsmannaleigu var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi og heilsu starfsmanna í hættu með því að hýsa þá í iðnaðarhúsnæði. Tvö mál eru nú til rannsóknar og komin í kæruferli vegna óviðunandi brunavarna en í sumar féll dómur í sambærilegu máli. Þetta kom fram í erindi fagstjóra forvarnasviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á námstefnunni Á vakt fyrir Ísland, en málin sem kærð hafa verið eru talin mjög alvarleg. Námstefnan hófst í morgun en Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stendur fyrir henni. Á annan tug erinda verða flutt í dag og á morgun og verður þar farið um víðan völl en brunavarnir eru til að mynda ofarlega á baugi. Einar Bergmann Sveinsson, fagstjóri forvarnasviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, fór í erindi sínu í morgun yfir mál Smiðshöfða 7 þar sem húsráðandi var sakfelldur fyrir brot á hegningarlögum vegna lélegra brunavarna. „Þarna vorum við loksins búin að láta lögin um brunavarnir virka þannig að við séum að kæra alla leið og fara með hlutina á svolítið annan hátt en venjulega hefur verið gert,“ segir Einar. Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob var í sumar dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi og heilsu á fjórða tug erlendra starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í hættulegu húsnæði á Smiðshöfða. Að sögn Einars var húsnæðið ekki notað í þeim tilgangi sem þess var ætlað en húsráðandi nýtti iðnaðarhúsnæðið til gististarfsemi. „Það var fátt sem var í lagi,“ sagði Einar í erindi sínu og bætti við að brotin hafi verið mjög alvarleg. Að mati sérfræðinga var það ekki spurning um hvort heldur hvenær það myndi kvikna í og þá væru mörg mannslíf í hættu. Ákæra var gefin út í málinu fyrr á þessu ári og var þá talin sú fyrsta sinnar tegundar. Tvö önnur sambærileg mál hafa nú verið kærð en meðan málin eru til rannsóknar kveðst Einar ekki geta tjáð sig frekar um þau. Fram kom þó í erindi hans í morgun að annað þeirra mála væri alvarlegra en málið á Smiðshöfða og einstaklingurinn sem liggur þar undir grun eigi langan brotaferil að baki. Ólíklegt að fólk látist í eldsvoða ef brunavarnir eru í lag Jón Pétursson, námstefnustjóri viðburðarins, segir að erindi Einars í morgun hafi verið sláandi og sýnt fram á mikilvægi brunavarna. „Því miður þá leynast eldgildrur víða, og óleyfisíbúðir, þannig við erum bara á tifandi tímasprengju,“ segir Jón. Síðar í dag verður til að mynda erindi um eldsvoðann á Bræðraborgarstíg í júní 2020 þar sem þrír létust og fjórir slösuðust. Verður í erindinu fjallað um aðkomu slökkviliðs að vettvangi og hvernig er hægt að fyrirbyggja viðlíka atburði í framtíðinni. „Þessi bruni er mjög sérstakur og hann náttúrulega skók samfélagið. Við Íslendingar höfum nú búið svo vel að það hafa mjög fáir látist í eldsvoða á Íslandi í gegnum tíðina,“ segir Jón og bætir við að fjöldi dauðsfalla vegna eldsvoða séu að meðaltali um 1,8 á ári. „Þar sem að brunavarnir eru í lagi, og fólk er allsgáð, þá er mjög ólíklegt að fólk slasist eða tapi lífi í eldsvoða,“ segir Jón. Námsstefnan fer nú fram á Hótel Reykjavík Natura en hægt er að fylgjast með henni í beinni útsendingu hér fyrir neðan. Slökkvilið Dómsmál Slysavarnir Tengdar fréttir Hefði getað farið mjög illa á Smiðshöfða Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu sagðist telja að mjög illa hefði getað farið ef eldur hefði kviknað í iðnaðarhúsnæði þar sem eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob lét smíða búseturými. Eigandinn er ákærður fyrir að stefna heilsu og lífi starfsmanna sem bjuggu í húsnæðinu í augljósan háska. 13. maí 2021 20:05 Marek dæmdur til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg Marek Moszczynski, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, var sýknaður af kröfu um refsingu fyrir að hafa orðið þremur að bana í bruna á Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. Marek var metinn ósakhæfur og verður gert að sæta öryggisvistun. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 3. júní 2021 15:04 Bein útsending: Á vakt fyrir Ísland Í dag og á morgun fer fram málþingið „Á vakt fyrir Ísland“, sem Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stendur fyrir. Á dagskrá eru ýmis erindi sem tengjast störfum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og umfjöllun um nokkur af stærri verkefnum þeirra síðasta ár. 22. október 2021 09:20 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Námstefnan hófst í morgun en Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stendur fyrir henni. Á annan tug erinda verða flutt í dag og á morgun og verður þar farið um víðan völl en brunavarnir eru til að mynda ofarlega á baugi. Einar Bergmann Sveinsson, fagstjóri forvarnasviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, fór í erindi sínu í morgun yfir mál Smiðshöfða 7 þar sem húsráðandi var sakfelldur fyrir brot á hegningarlögum vegna lélegra brunavarna. „Þarna vorum við loksins búin að láta lögin um brunavarnir virka þannig að við séum að kæra alla leið og fara með hlutina á svolítið annan hátt en venjulega hefur verið gert,“ segir Einar. Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob var í sumar dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi og heilsu á fjórða tug erlendra starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í hættulegu húsnæði á Smiðshöfða. Að sögn Einars var húsnæðið ekki notað í þeim tilgangi sem þess var ætlað en húsráðandi nýtti iðnaðarhúsnæðið til gististarfsemi. „Það var fátt sem var í lagi,“ sagði Einar í erindi sínu og bætti við að brotin hafi verið mjög alvarleg. Að mati sérfræðinga var það ekki spurning um hvort heldur hvenær það myndi kvikna í og þá væru mörg mannslíf í hættu. Ákæra var gefin út í málinu fyrr á þessu ári og var þá talin sú fyrsta sinnar tegundar. Tvö önnur sambærileg mál hafa nú verið kærð en meðan málin eru til rannsóknar kveðst Einar ekki geta tjáð sig frekar um þau. Fram kom þó í erindi hans í morgun að annað þeirra mála væri alvarlegra en málið á Smiðshöfða og einstaklingurinn sem liggur þar undir grun eigi langan brotaferil að baki. Ólíklegt að fólk látist í eldsvoða ef brunavarnir eru í lag Jón Pétursson, námstefnustjóri viðburðarins, segir að erindi Einars í morgun hafi verið sláandi og sýnt fram á mikilvægi brunavarna. „Því miður þá leynast eldgildrur víða, og óleyfisíbúðir, þannig við erum bara á tifandi tímasprengju,“ segir Jón. Síðar í dag verður til að mynda erindi um eldsvoðann á Bræðraborgarstíg í júní 2020 þar sem þrír létust og fjórir slösuðust. Verður í erindinu fjallað um aðkomu slökkviliðs að vettvangi og hvernig er hægt að fyrirbyggja viðlíka atburði í framtíðinni. „Þessi bruni er mjög sérstakur og hann náttúrulega skók samfélagið. Við Íslendingar höfum nú búið svo vel að það hafa mjög fáir látist í eldsvoða á Íslandi í gegnum tíðina,“ segir Jón og bætir við að fjöldi dauðsfalla vegna eldsvoða séu að meðaltali um 1,8 á ári. „Þar sem að brunavarnir eru í lagi, og fólk er allsgáð, þá er mjög ólíklegt að fólk slasist eða tapi lífi í eldsvoða,“ segir Jón. Námsstefnan fer nú fram á Hótel Reykjavík Natura en hægt er að fylgjast með henni í beinni útsendingu hér fyrir neðan.
Slökkvilið Dómsmál Slysavarnir Tengdar fréttir Hefði getað farið mjög illa á Smiðshöfða Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu sagðist telja að mjög illa hefði getað farið ef eldur hefði kviknað í iðnaðarhúsnæði þar sem eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob lét smíða búseturými. Eigandinn er ákærður fyrir að stefna heilsu og lífi starfsmanna sem bjuggu í húsnæðinu í augljósan háska. 13. maí 2021 20:05 Marek dæmdur til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg Marek Moszczynski, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, var sýknaður af kröfu um refsingu fyrir að hafa orðið þremur að bana í bruna á Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. Marek var metinn ósakhæfur og verður gert að sæta öryggisvistun. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 3. júní 2021 15:04 Bein útsending: Á vakt fyrir Ísland Í dag og á morgun fer fram málþingið „Á vakt fyrir Ísland“, sem Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stendur fyrir. Á dagskrá eru ýmis erindi sem tengjast störfum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og umfjöllun um nokkur af stærri verkefnum þeirra síðasta ár. 22. október 2021 09:20 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Hefði getað farið mjög illa á Smiðshöfða Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu sagðist telja að mjög illa hefði getað farið ef eldur hefði kviknað í iðnaðarhúsnæði þar sem eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob lét smíða búseturými. Eigandinn er ákærður fyrir að stefna heilsu og lífi starfsmanna sem bjuggu í húsnæðinu í augljósan háska. 13. maí 2021 20:05
Marek dæmdur til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg Marek Moszczynski, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, var sýknaður af kröfu um refsingu fyrir að hafa orðið þremur að bana í bruna á Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. Marek var metinn ósakhæfur og verður gert að sæta öryggisvistun. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 3. júní 2021 15:04
Bein útsending: Á vakt fyrir Ísland Í dag og á morgun fer fram málþingið „Á vakt fyrir Ísland“, sem Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stendur fyrir. Á dagskrá eru ýmis erindi sem tengjast störfum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og umfjöllun um nokkur af stærri verkefnum þeirra síðasta ár. 22. október 2021 09:20