Körfubolti

„Menn í einstaklingsbulli sem við eigum ekkert að fara í“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga, var sáttur með sigur sinna manna í kvöld.
Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga, var sáttur með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var talsvert ánægðari með fyrri hálfleik sinna manna heldur en þann seinni er liðið sigraði ÍR 89-73 í Subway-deild karla í kvöld.

„Fyrri hálfleikurinn var mikið betri.Við vorum að setja skotin okkar og fá auðveld stig í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik var þetta full flatt, komum fullværukærir inn í seinni og menn í einstaklingsbulli sem við eigum ekkert að fara í,“ sagði Hjalti.

„Nei, nei, það var alls ekki í upplegginu. Við ætlum alltaf að spila sem lið og gera hlutina saman sem lið. Þannig vinnum við best, erum með fantaleikmenn innanborðs og ef við nýtum þá alla þá spilum við best. Við þurfum að passa okkur á því að halda í okkar leik.“

Valur Orri Valson skoraði ekki stig fyrir Keflvíkinga í kvöld, en er það áhyggjuefni? 

„Nei, við erum með fullt af leikmönnum og Valur átti kannski ekki sinn besta dag en við erum með slatta af öðrum leikmönnum sem stíga upp eins og í dag.“

„Þetta var betra í kvöld heldur en á móti Stjörnunni, alveg klárlega. Sérstaklega fyrri hálfleikurinn. Við tökum bara leik fyrir leik og ætlum bara að verða betri,“ sagði Hjalti sem talaði einnig um að þeir leikmenn sem spila best þeir spili leikinn en hann sé með tólf leikmenn sem geta spilað í deildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×