Körfubolti

Melsungen hafði betur í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Melsungen í kvöld.
Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Melsungen í kvöld. Swen Pförtner/picture alliance via Getty Images

Fjórir leikir fóru fram í þýsku urvalsdeildinni í handbolta í kvöld og Íslendingar voru í eldlínunni í tveimur þeirra. Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir

Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Melsungen sem vann góðan tveggja marka sigur gegn Arnóri Þór Gunnarssyni og félögum í Bergischer, 26-24.

Eftir jafnar fyrstu mínútur náði Melsungen fjögurra marka forystu og lét hana aldrei af hendi. Arnór Þór skoraði þrjú mörk fyrir Bergischer, en Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson komust ekki á blað fyrir Melsungen.

Með sigrinum hoppar Melsungen upp úr tíunda sæti í það sjötta með átta stig, en Bergischer er stigi á eftir þeim í níunda sæti.

Daníel Þór Ingason og félagar í HBW Balingen-Weilstetten töpuðu með fimm mörkum gegn Hamburg, 28-23, en liðið hefur aðeins unnið tvo af fyrstu átta leikjum sínum á tímabilinu.

Þá var Janus Daði Smárason fjarri góðu gamni er Göppingen steinlá fyrir Leipzig, 29-20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×