Allt annað að fara um borð í Strætó Snorri Másson skrifar 23. október 2021 21:58 KLAPP heitir nýja greiðslukerfið í Strætó. Stöð 2/Egill Strætó er að gerbreyta um greiðslukerfi í vögnum sínum og hið nýja er sambærilegt því sem þekkist í nágrannalöndunum. Hver fer að verða síðastur að nota gömlu góðu strætómiðana, sem heyra brátt sögunni til. Starfsmenn Strætó standa í ströngu þessa dagana við að búa alla vagna nýju kerfi sem verður tekið í notkun 16. nóvember. Það eru jafnvel erlendir sérfræðingar á staðnum, en Strætó keypti kerfið hjá norsku fyrirtæki. Það ber nafnið KLAPP. Þegar breytingarnar taka gildi verða þrjár leiðir til þess að fara um borð í Strætó. Í fyrsta lagi er það einfaldur farmiði úr pappír sem þó er hægt að fylla á með appi. Næst er það eiginlegt strætókort sem er þó ekki auðkennt með andliti eins og hin gömlu. Og í þriðja lagi er það miði í símanum sem er skannaður við innganginn. Ferlið má sjá í fréttinni hér: Við þetta bætist að í fjarlægari framtíð er stefnt að því að taka við hefðbundnum greiðslukortum. Í bili þýðir þetta að hægt og rólega heyra gömlu strætómiðarnir sögunni til - og samhliða þeim, skiptimiðarnir. Það sama gildir um gömlu strætókortin sem voru auðkennd með andliti korthafans. Þetta gerist þó ekki í hvelli heldur verður gamla kerfinu leyft að lifa með því nýja á aðlögunartímanum. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó bs. segir mikið ferli að baki.Stöð 2/Egill „Ef þú ert með kort til dæmis leyfum við þeim bara að renna út en eftir svona ár eða svo verðum við alveg búin að skipta yfir í nýja kerfið,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó bs. Miklu erfiðara að svindla Gömlu farmiðarnir munu gilda í þrjá mánuði eftir að nýja kerfið tekur gildi - þannig að ef þú átt vænt spjald heima er best að klára það fyrir miðjan febrúar. En breytingarnar munu einfalda störf bílstjóra til muna. „Í dag er kerfið þannig að þú sýnir bara bílstjóranum fargjaldið þitt eða setur það í bauk. Það hefur því hingað til verið nokkuð auðvelt fyrir fólk að svindla ef það er að reyna það. Þannig að þessi ábyrgð, að staðfesta fargjöld með augunum er núna horfin. Nú sér hann bara grænt eða rautt ljós,“ segir Guðmundur. Umfang verkefnisins hafi komið á óvart. Útvega hafi þurft tækjabúnað, forritara og svo hafi þurft að þjálfa starfsmenn í nýju kerfi. Það er semsagt langt og flókið ferli að baki í miðjum heimsfaraldri. „Nú líður mér eins og við séum loksins komin á þann stað sem flest almenningssamgöngufyrirtæki eru í kringum okkur. Þannig að við erum bara mjög sátt við það,“ segir Guðmundur. Strætó Tækni Samgöngur Tengdar fréttir Segir Íslendinga lata að taka Strætó Strætisvagnabílstjóri segir Íslendinga lata að nýta sér almenningssamgöngur. Flestir farþegar séu annað hvort krakkar eða útlendingar. Aðeins einn af hverjum tuttugu vissu af bíllausa deginum sem haldinn var hátíðlegur í gær. 23. september 2021 08:44 36 milljónir í þróun almenningssamgangna um land allt Sjö verkefni á sviði almenningssamgangna fá úthlutað samtals 36 milljónum króna frá samgönguráðuneyti til að styðja við þróun almenningssamgangna um land allt. 5. október 2021 21:40 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Starfsmenn Strætó standa í ströngu þessa dagana við að búa alla vagna nýju kerfi sem verður tekið í notkun 16. nóvember. Það eru jafnvel erlendir sérfræðingar á staðnum, en Strætó keypti kerfið hjá norsku fyrirtæki. Það ber nafnið KLAPP. Þegar breytingarnar taka gildi verða þrjár leiðir til þess að fara um borð í Strætó. Í fyrsta lagi er það einfaldur farmiði úr pappír sem þó er hægt að fylla á með appi. Næst er það eiginlegt strætókort sem er þó ekki auðkennt með andliti eins og hin gömlu. Og í þriðja lagi er það miði í símanum sem er skannaður við innganginn. Ferlið má sjá í fréttinni hér: Við þetta bætist að í fjarlægari framtíð er stefnt að því að taka við hefðbundnum greiðslukortum. Í bili þýðir þetta að hægt og rólega heyra gömlu strætómiðarnir sögunni til - og samhliða þeim, skiptimiðarnir. Það sama gildir um gömlu strætókortin sem voru auðkennd með andliti korthafans. Þetta gerist þó ekki í hvelli heldur verður gamla kerfinu leyft að lifa með því nýja á aðlögunartímanum. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó bs. segir mikið ferli að baki.Stöð 2/Egill „Ef þú ert með kort til dæmis leyfum við þeim bara að renna út en eftir svona ár eða svo verðum við alveg búin að skipta yfir í nýja kerfið,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó bs. Miklu erfiðara að svindla Gömlu farmiðarnir munu gilda í þrjá mánuði eftir að nýja kerfið tekur gildi - þannig að ef þú átt vænt spjald heima er best að klára það fyrir miðjan febrúar. En breytingarnar munu einfalda störf bílstjóra til muna. „Í dag er kerfið þannig að þú sýnir bara bílstjóranum fargjaldið þitt eða setur það í bauk. Það hefur því hingað til verið nokkuð auðvelt fyrir fólk að svindla ef það er að reyna það. Þannig að þessi ábyrgð, að staðfesta fargjöld með augunum er núna horfin. Nú sér hann bara grænt eða rautt ljós,“ segir Guðmundur. Umfang verkefnisins hafi komið á óvart. Útvega hafi þurft tækjabúnað, forritara og svo hafi þurft að þjálfa starfsmenn í nýju kerfi. Það er semsagt langt og flókið ferli að baki í miðjum heimsfaraldri. „Nú líður mér eins og við séum loksins komin á þann stað sem flest almenningssamgöngufyrirtæki eru í kringum okkur. Þannig að við erum bara mjög sátt við það,“ segir Guðmundur.
Strætó Tækni Samgöngur Tengdar fréttir Segir Íslendinga lata að taka Strætó Strætisvagnabílstjóri segir Íslendinga lata að nýta sér almenningssamgöngur. Flestir farþegar séu annað hvort krakkar eða útlendingar. Aðeins einn af hverjum tuttugu vissu af bíllausa deginum sem haldinn var hátíðlegur í gær. 23. september 2021 08:44 36 milljónir í þróun almenningssamgangna um land allt Sjö verkefni á sviði almenningssamgangna fá úthlutað samtals 36 milljónum króna frá samgönguráðuneyti til að styðja við þróun almenningssamgangna um land allt. 5. október 2021 21:40 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Segir Íslendinga lata að taka Strætó Strætisvagnabílstjóri segir Íslendinga lata að nýta sér almenningssamgöngur. Flestir farþegar séu annað hvort krakkar eða útlendingar. Aðeins einn af hverjum tuttugu vissu af bíllausa deginum sem haldinn var hátíðlegur í gær. 23. september 2021 08:44
36 milljónir í þróun almenningssamgangna um land allt Sjö verkefni á sviði almenningssamgangna fá úthlutað samtals 36 milljónum króna frá samgönguráðuneyti til að styðja við þróun almenningssamgangna um land allt. 5. október 2021 21:40
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent