Allt annað að fara um borð í Strætó Snorri Másson skrifar 23. október 2021 21:58 KLAPP heitir nýja greiðslukerfið í Strætó. Stöð 2/Egill Strætó er að gerbreyta um greiðslukerfi í vögnum sínum og hið nýja er sambærilegt því sem þekkist í nágrannalöndunum. Hver fer að verða síðastur að nota gömlu góðu strætómiðana, sem heyra brátt sögunni til. Starfsmenn Strætó standa í ströngu þessa dagana við að búa alla vagna nýju kerfi sem verður tekið í notkun 16. nóvember. Það eru jafnvel erlendir sérfræðingar á staðnum, en Strætó keypti kerfið hjá norsku fyrirtæki. Það ber nafnið KLAPP. Þegar breytingarnar taka gildi verða þrjár leiðir til þess að fara um borð í Strætó. Í fyrsta lagi er það einfaldur farmiði úr pappír sem þó er hægt að fylla á með appi. Næst er það eiginlegt strætókort sem er þó ekki auðkennt með andliti eins og hin gömlu. Og í þriðja lagi er það miði í símanum sem er skannaður við innganginn. Ferlið má sjá í fréttinni hér: Við þetta bætist að í fjarlægari framtíð er stefnt að því að taka við hefðbundnum greiðslukortum. Í bili þýðir þetta að hægt og rólega heyra gömlu strætómiðarnir sögunni til - og samhliða þeim, skiptimiðarnir. Það sama gildir um gömlu strætókortin sem voru auðkennd með andliti korthafans. Þetta gerist þó ekki í hvelli heldur verður gamla kerfinu leyft að lifa með því nýja á aðlögunartímanum. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó bs. segir mikið ferli að baki.Stöð 2/Egill „Ef þú ert með kort til dæmis leyfum við þeim bara að renna út en eftir svona ár eða svo verðum við alveg búin að skipta yfir í nýja kerfið,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó bs. Miklu erfiðara að svindla Gömlu farmiðarnir munu gilda í þrjá mánuði eftir að nýja kerfið tekur gildi - þannig að ef þú átt vænt spjald heima er best að klára það fyrir miðjan febrúar. En breytingarnar munu einfalda störf bílstjóra til muna. „Í dag er kerfið þannig að þú sýnir bara bílstjóranum fargjaldið þitt eða setur það í bauk. Það hefur því hingað til verið nokkuð auðvelt fyrir fólk að svindla ef það er að reyna það. Þannig að þessi ábyrgð, að staðfesta fargjöld með augunum er núna horfin. Nú sér hann bara grænt eða rautt ljós,“ segir Guðmundur. Umfang verkefnisins hafi komið á óvart. Útvega hafi þurft tækjabúnað, forritara og svo hafi þurft að þjálfa starfsmenn í nýju kerfi. Það er semsagt langt og flókið ferli að baki í miðjum heimsfaraldri. „Nú líður mér eins og við séum loksins komin á þann stað sem flest almenningssamgöngufyrirtæki eru í kringum okkur. Þannig að við erum bara mjög sátt við það,“ segir Guðmundur. Strætó Tækni Samgöngur Tengdar fréttir Segir Íslendinga lata að taka Strætó Strætisvagnabílstjóri segir Íslendinga lata að nýta sér almenningssamgöngur. Flestir farþegar séu annað hvort krakkar eða útlendingar. Aðeins einn af hverjum tuttugu vissu af bíllausa deginum sem haldinn var hátíðlegur í gær. 23. september 2021 08:44 36 milljónir í þróun almenningssamgangna um land allt Sjö verkefni á sviði almenningssamgangna fá úthlutað samtals 36 milljónum króna frá samgönguráðuneyti til að styðja við þróun almenningssamgangna um land allt. 5. október 2021 21:40 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Starfsmenn Strætó standa í ströngu þessa dagana við að búa alla vagna nýju kerfi sem verður tekið í notkun 16. nóvember. Það eru jafnvel erlendir sérfræðingar á staðnum, en Strætó keypti kerfið hjá norsku fyrirtæki. Það ber nafnið KLAPP. Þegar breytingarnar taka gildi verða þrjár leiðir til þess að fara um borð í Strætó. Í fyrsta lagi er það einfaldur farmiði úr pappír sem þó er hægt að fylla á með appi. Næst er það eiginlegt strætókort sem er þó ekki auðkennt með andliti eins og hin gömlu. Og í þriðja lagi er það miði í símanum sem er skannaður við innganginn. Ferlið má sjá í fréttinni hér: Við þetta bætist að í fjarlægari framtíð er stefnt að því að taka við hefðbundnum greiðslukortum. Í bili þýðir þetta að hægt og rólega heyra gömlu strætómiðarnir sögunni til - og samhliða þeim, skiptimiðarnir. Það sama gildir um gömlu strætókortin sem voru auðkennd með andliti korthafans. Þetta gerist þó ekki í hvelli heldur verður gamla kerfinu leyft að lifa með því nýja á aðlögunartímanum. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó bs. segir mikið ferli að baki.Stöð 2/Egill „Ef þú ert með kort til dæmis leyfum við þeim bara að renna út en eftir svona ár eða svo verðum við alveg búin að skipta yfir í nýja kerfið,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó bs. Miklu erfiðara að svindla Gömlu farmiðarnir munu gilda í þrjá mánuði eftir að nýja kerfið tekur gildi - þannig að ef þú átt vænt spjald heima er best að klára það fyrir miðjan febrúar. En breytingarnar munu einfalda störf bílstjóra til muna. „Í dag er kerfið þannig að þú sýnir bara bílstjóranum fargjaldið þitt eða setur það í bauk. Það hefur því hingað til verið nokkuð auðvelt fyrir fólk að svindla ef það er að reyna það. Þannig að þessi ábyrgð, að staðfesta fargjöld með augunum er núna horfin. Nú sér hann bara grænt eða rautt ljós,“ segir Guðmundur. Umfang verkefnisins hafi komið á óvart. Útvega hafi þurft tækjabúnað, forritara og svo hafi þurft að þjálfa starfsmenn í nýju kerfi. Það er semsagt langt og flókið ferli að baki í miðjum heimsfaraldri. „Nú líður mér eins og við séum loksins komin á þann stað sem flest almenningssamgöngufyrirtæki eru í kringum okkur. Þannig að við erum bara mjög sátt við það,“ segir Guðmundur.
Strætó Tækni Samgöngur Tengdar fréttir Segir Íslendinga lata að taka Strætó Strætisvagnabílstjóri segir Íslendinga lata að nýta sér almenningssamgöngur. Flestir farþegar séu annað hvort krakkar eða útlendingar. Aðeins einn af hverjum tuttugu vissu af bíllausa deginum sem haldinn var hátíðlegur í gær. 23. september 2021 08:44 36 milljónir í þróun almenningssamgangna um land allt Sjö verkefni á sviði almenningssamgangna fá úthlutað samtals 36 milljónum króna frá samgönguráðuneyti til að styðja við þróun almenningssamgangna um land allt. 5. október 2021 21:40 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Segir Íslendinga lata að taka Strætó Strætisvagnabílstjóri segir Íslendinga lata að nýta sér almenningssamgöngur. Flestir farþegar séu annað hvort krakkar eða útlendingar. Aðeins einn af hverjum tuttugu vissu af bíllausa deginum sem haldinn var hátíðlegur í gær. 23. september 2021 08:44
36 milljónir í þróun almenningssamgangna um land allt Sjö verkefni á sviði almenningssamgangna fá úthlutað samtals 36 milljónum króna frá samgönguráðuneyti til að styðja við þróun almenningssamgangna um land allt. 5. október 2021 21:40