Þetta kom fram í máli Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmanns stofnunarinnar, í dag. Hann sagði faraldurinn hafa haft veruleg áhrif á heilbrigðisstarfsfólk og ljóst sé að bólusetningar heilbriðisstarfsfólks verði að ganga fyrir. Breska ríkistúvarpið greinir frá.
Ghebreyesus gagnrýndi harðlega misskiptingu bóluefna í heiminum en sérfræðingar WHO hafa varað við því að skortur á bóluefnum á ákveðnum svæðum geti leitt til þess að faraldurinn muni vera viðvarandi vandamál næsta árið.
Talið er að um 135 milljónir manna starfi í heilbrigðisgeiranum á heimsvísu.
„Tölfræði frá 119 löndum benda til þess að að meðaltali séu tveir af hverjum fimm heilbrigðisstarfsmönnum í heiminum fullbólusettir,“ sagði Tedros í dag.
„En að sjálfsögðu er þetta mjög misjafnt á milli heimshluta og á milli ríkja sem eru misvel stödd efnahagslega.“
Færri en einn af hverjum tíu heilbrigðisstarfsmönnum eru fullbólusettir í Afríku, miðað við átta af hverjum tíu í hátekjuríkjum. Minna en fimm prósent almennra borgara í Afríkjuríkjum hafa fengið bólusetningu gegn veirunni miðað við 40 prósent í flestum öðrum heimsálfum.
Þá hefur miklum meirihluta bóluefnabirgða heimsins verið dreift í hátekjuríkjum eða miðtekjuríkjum. Aðeins um 2,6 prósent bóluefnaskammta sem hafa verið afhentir hafa verið fluttir til Afríkuríkja.