Handbolti

Fimm íslensk mörk er Magdeburg fór áfram í þýsku bikarkeppninni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir Magdeburg í dag.
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir Magdeburg í dag. Peter Niedung/NurPhoto via Getty Images

Íslendingaliðið Magdeburg heimsótti Tus N-Lübbecke í þýsku bikarkeppninni í handbolta í dag. Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk fyrir gestina og Gísli Þorgeir Kristjánsson eitt er liðið vann góðan sjö marka sigur, 30-23.

Nokkuð jafnræði var framan af í fyrri hálfleik og liðin héldust í hendur fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Gestirnir í Magdburg reyndust þó sterkari á lokakafla hálfleiksins og voru með tveggja marka forskot þegar gengið var til búningsherbergja, 14-12.

Magdeburg jók forskot sitt jafnt og þétt í seinni hálfleik, og þegar tæpur tíu mínútur voru til leiksloka var munurinn orðinn átta mörk, 27-19.

Gestirnir héldu forkoti sínu út leikinn og unnu að lokum sannfærandi sjö marka sigur, 30-23, og eru nú komnir í 16-liða úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×