Átök á Pablo Discobar: Rekstrarstjóri réðst að gesti með vínflösku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. október 2021 17:16 Fjölmörg vitni urðu að árásinni við Ingólfstorg í gær. Gestirnir þrír segja um hatursglæp að ræða. Eigandi Pablo Discobar segir rekstrarstjórann hafa misst stjórn á skapi sínu og sé miður sín. Vísir Rektrarstjóri Pablo Discobar, skemmtistaðar sem nýlega var opnaður að nýju eftir eldsvoða í mars í fyrra, missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi. Lögreglan er með málið til rannsóknar. Rekstrarstjórinn er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum. DV greindi fyrst frá málinu í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru þrír vinir af erlendu bergi brotnir að skemmta sér á staðnum í gærkvöldi. Þeim sinnaðist við rekstrarstjórann um það leyti sem staðnum var lokað klukkan eitt. Beðnir um að yfirgefa staðinn við lokun Þeir lýsa því þannig að þeir hafi verið að skemmta sér vel en svo hafi karlmaður beðið þá um að yfirgefa staðinn. Þeir hafi verið ósáttir við að karlmaður, sem væri ekki klæddur sem starfsmaður, ætlaði að segja þeim til verka. Starfsmaðurinn hafi sagst ráða ríkjum á skemmtistaðnum og þeir ættu að drulla sér út. Þeir hafi beðið um fallegri beiðni um að yfirgefa staðinn og útskýrt að þeir hafi ekki vitað að hann væri eigandinn. Hann hafi á endanum brotið bílrúðu með vínflösku og um leið slasað einn þremenninganna þar sem þeir óku í burtu. Þeir hafi tilkynnt málið til lögreglu og hinn slasaði hafi leitað á bráðamóttöku. Þeir vilja meina að um hatursglæp sé að ræða vegna erlends uppruna þeirra. Enginn dyravörður á vakt Jón Bjarni Steinsson, eigandi Pablo Discobar, segir í samtali við Vísi hafði rætt málin við rekstrarstjórann. „Tómas var að skemmta sér í gærkvöldi en var ekki í vinnunni,“ segir Jón Bjarni og á við Tómas Núma Sigurðsson, rekstrarstjóra staðarins. Starfsfólki beri að láta gesti yfirgefa staðinn lögum samkvæmt þegar lokað sé klukkan eitt. Þremenningarnir, sem hafi verið með stæla, hafi ekki viljað hlýða fyrirmælum og þá hafi rekstrarstjórinn beðið þá um að yfirgefa staðinn. „Þeir lenda í útistöðum,“ segir Jón Bjarni og bendir á að þar sem það var miðvikudagur hafi enginn dyravörður verið á vakt til að sinna þessu verkefni. Einn gegn þremur „Honum tekst að lokum að koma þeim út með látum og veseni. Hann einn og þeir þrír,“ segir Jón Bjarni. Þegar búið hafi verið að henda öllum út hafi þremenningarnir ekið hjá í bíl, rennt niður rúðuna, hreytt einhverju í Tómas og tekið upp myndband. Myndbandið má sjá að neðan. „Hann missir bara stjórn á skapi sínu,“ segir Jón Bjarni. Það sé fullkomlega óásættanlegt en rétt að halda til haga að svona gerist ekki upp úr þurru. „En þú hagar þér ekki svona sem starfsmaður. Hann er kominn í leyfi þangað til annað kemur í ljós,“ segir Jón Bjarni. Engin þolinmæði fyrir svona rugli Fréttastofa náði ekki sambandi við Tómas Núma en Jón Bjarni sagði að honum væri mikið niðri fyrir og gerði sér grein fyrir mistökum sínum. Þá bendir hann á að þegar Tómas hafi heyrt að lögregla hafi mætt á vettvang hafi hann af sjálfsdáðum farið á lögreglustöð og gefið sig fram. „Ég er fjörutíu ára og hef núll þolinmæði fyrir svona rugli,“ segir Jón Bjarni. Hann bætir við að atvikið muni engin áhrif hafa á starfsemi Pablo. Þar verði opið í kvöld eins og venjulega. Lögreglumál Næturlíf Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
DV greindi fyrst frá málinu í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru þrír vinir af erlendu bergi brotnir að skemmta sér á staðnum í gærkvöldi. Þeim sinnaðist við rekstrarstjórann um það leyti sem staðnum var lokað klukkan eitt. Beðnir um að yfirgefa staðinn við lokun Þeir lýsa því þannig að þeir hafi verið að skemmta sér vel en svo hafi karlmaður beðið þá um að yfirgefa staðinn. Þeir hafi verið ósáttir við að karlmaður, sem væri ekki klæddur sem starfsmaður, ætlaði að segja þeim til verka. Starfsmaðurinn hafi sagst ráða ríkjum á skemmtistaðnum og þeir ættu að drulla sér út. Þeir hafi beðið um fallegri beiðni um að yfirgefa staðinn og útskýrt að þeir hafi ekki vitað að hann væri eigandinn. Hann hafi á endanum brotið bílrúðu með vínflösku og um leið slasað einn þremenninganna þar sem þeir óku í burtu. Þeir hafi tilkynnt málið til lögreglu og hinn slasaði hafi leitað á bráðamóttöku. Þeir vilja meina að um hatursglæp sé að ræða vegna erlends uppruna þeirra. Enginn dyravörður á vakt Jón Bjarni Steinsson, eigandi Pablo Discobar, segir í samtali við Vísi hafði rætt málin við rekstrarstjórann. „Tómas var að skemmta sér í gærkvöldi en var ekki í vinnunni,“ segir Jón Bjarni og á við Tómas Núma Sigurðsson, rekstrarstjóra staðarins. Starfsfólki beri að láta gesti yfirgefa staðinn lögum samkvæmt þegar lokað sé klukkan eitt. Þremenningarnir, sem hafi verið með stæla, hafi ekki viljað hlýða fyrirmælum og þá hafi rekstrarstjórinn beðið þá um að yfirgefa staðinn. „Þeir lenda í útistöðum,“ segir Jón Bjarni og bendir á að þar sem það var miðvikudagur hafi enginn dyravörður verið á vakt til að sinna þessu verkefni. Einn gegn þremur „Honum tekst að lokum að koma þeim út með látum og veseni. Hann einn og þeir þrír,“ segir Jón Bjarni. Þegar búið hafi verið að henda öllum út hafi þremenningarnir ekið hjá í bíl, rennt niður rúðuna, hreytt einhverju í Tómas og tekið upp myndband. Myndbandið má sjá að neðan. „Hann missir bara stjórn á skapi sínu,“ segir Jón Bjarni. Það sé fullkomlega óásættanlegt en rétt að halda til haga að svona gerist ekki upp úr þurru. „En þú hagar þér ekki svona sem starfsmaður. Hann er kominn í leyfi þangað til annað kemur í ljós,“ segir Jón Bjarni. Engin þolinmæði fyrir svona rugli Fréttastofa náði ekki sambandi við Tómas Núma en Jón Bjarni sagði að honum væri mikið niðri fyrir og gerði sér grein fyrir mistökum sínum. Þá bendir hann á að þegar Tómas hafi heyrt að lögregla hafi mætt á vettvang hafi hann af sjálfsdáðum farið á lögreglustöð og gefið sig fram. „Ég er fjörutíu ára og hef núll þolinmæði fyrir svona rugli,“ segir Jón Bjarni. Hann bætir við að atvikið muni engin áhrif hafa á starfsemi Pablo. Þar verði opið í kvöld eins og venjulega.
Lögreglumál Næturlíf Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira