Ártalið sýni að Íslendingasögurnar hafi verið á réttu róli Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. október 2021 12:09 Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun. Egill Aðalsteinsson Rannsóknarprófessor við Árnastofnun segir fornleifauppgröft í Nýfundnalandi staðfesta tilgátur íslenskra fræðimanna um hvenær fólk frá Íslandi og Grænlandi hafi búið á svæðinu. Hann segir ánægjulegt að nú sé hægt að segja til um nákvæmt ártal sem. Alþjóðlegt teymi vísindamanna hefur nú staðfest að norrænir víkingar hafi búið í L'Anse aux Meadows árið 1021, 471 ári áður en Kólumbus átti að hafa fundið Ameríku. Lengi hefur legið fyrir að víkingar hafi fundið Norður-Ameríku en með aldursgreiningu á timbri úr trjám sem voru felld á þeim tíma er nú hægt að segja nákvæmlega til um ártal. Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun, vísar til þess að trén sem um ræðir hafi verið felld árið þetta ár með járnáhaldi sem sýni að það voru ekki innfæddir þar að verki heldur norrænt fólk frá Íslandi eða Grænlandi. „Sú tímasetning fellur ágætlega að tilraunum Ólafs Halldórssonar, okkar fræðimanns hjá Árnastofnun, við að tímasetja atburðina sem sagt er frá í Vínlandssögunum. Hann ályktaði að ferðir Guðríðar og karlefnis hafi verið farnar sennilega á árunum 1020 til 1030,“ segir Gísli og vísar þar til landkönnuðanna Guðríðar Þorbjarnardóttur og Þorfinns karlefnis Þórðarsonar. „Þetta í rauninni, eins og margt annað, staðfestir að sögurnar okkar eru svona á réttu róli með margt af því sem fólk man þar eftir úr fortíðinni,“ segir Gísli enn fremur. Uppgrefti á sjöunda áratug seinustu aldar benti til að norrænt fólk hafi verið á svæðinu á bilinu 980 til 1020 og því er hið staðfesta ártal seinna en flestir hafa haldið hingað til. Að sögn Gísla breytir það þó ekki miklu um tilgátur fræðimanna. „Það er alltaf gaman að vita nákvæmlega það sem við höfðum hugmynd um að væri nokkurn veginn á þessu árabili, þannig það kemur okkur ekki á óvart en þetta svona staðfestir að þessar ferðir hafi staðið lengur yfir en við vorum viss um hingað til,“ segir Gísli. Fornminjar Grænland Kanada Handritasafn Árna Magnússonar Íslensk fræði Tengdar fréttir „Undraverð“ uppgötvun rits ítalsks munks þar sem skrifað er um Norður-Ameríku 150 árum fyrir ferð Kólumbusar Þó víkingar hafi fundið Norður-Ameríku löngu áður en Kristófer Kólumbus fór vestur um höf ásamt föruneyti sínu, hafa flestir talið að fáir Evrópubúar hafi vitað af því. Nú hefur því hinsvegar verið haldið fram að ítalskur munkur hafi skrifað um tilvist heimsálfunnar hinu megin við Atlantshafið, um 150 árum fyrir ferð Kólumbusar. 2. október 2021 08:01 Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30 Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Alþjóðlegt teymi vísindamanna hefur nú staðfest að norrænir víkingar hafi búið í L'Anse aux Meadows árið 1021, 471 ári áður en Kólumbus átti að hafa fundið Ameríku. Lengi hefur legið fyrir að víkingar hafi fundið Norður-Ameríku en með aldursgreiningu á timbri úr trjám sem voru felld á þeim tíma er nú hægt að segja nákvæmlega til um ártal. Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun, vísar til þess að trén sem um ræðir hafi verið felld árið þetta ár með járnáhaldi sem sýni að það voru ekki innfæddir þar að verki heldur norrænt fólk frá Íslandi eða Grænlandi. „Sú tímasetning fellur ágætlega að tilraunum Ólafs Halldórssonar, okkar fræðimanns hjá Árnastofnun, við að tímasetja atburðina sem sagt er frá í Vínlandssögunum. Hann ályktaði að ferðir Guðríðar og karlefnis hafi verið farnar sennilega á árunum 1020 til 1030,“ segir Gísli og vísar þar til landkönnuðanna Guðríðar Þorbjarnardóttur og Þorfinns karlefnis Þórðarsonar. „Þetta í rauninni, eins og margt annað, staðfestir að sögurnar okkar eru svona á réttu róli með margt af því sem fólk man þar eftir úr fortíðinni,“ segir Gísli enn fremur. Uppgrefti á sjöunda áratug seinustu aldar benti til að norrænt fólk hafi verið á svæðinu á bilinu 980 til 1020 og því er hið staðfesta ártal seinna en flestir hafa haldið hingað til. Að sögn Gísla breytir það þó ekki miklu um tilgátur fræðimanna. „Það er alltaf gaman að vita nákvæmlega það sem við höfðum hugmynd um að væri nokkurn veginn á þessu árabili, þannig það kemur okkur ekki á óvart en þetta svona staðfestir að þessar ferðir hafi staðið lengur yfir en við vorum viss um hingað til,“ segir Gísli.
Fornminjar Grænland Kanada Handritasafn Árna Magnússonar Íslensk fræði Tengdar fréttir „Undraverð“ uppgötvun rits ítalsks munks þar sem skrifað er um Norður-Ameríku 150 árum fyrir ferð Kólumbusar Þó víkingar hafi fundið Norður-Ameríku löngu áður en Kristófer Kólumbus fór vestur um höf ásamt föruneyti sínu, hafa flestir talið að fáir Evrópubúar hafi vitað af því. Nú hefur því hinsvegar verið haldið fram að ítalskur munkur hafi skrifað um tilvist heimsálfunnar hinu megin við Atlantshafið, um 150 árum fyrir ferð Kólumbusar. 2. október 2021 08:01 Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30 Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
„Undraverð“ uppgötvun rits ítalsks munks þar sem skrifað er um Norður-Ameríku 150 árum fyrir ferð Kólumbusar Þó víkingar hafi fundið Norður-Ameríku löngu áður en Kristófer Kólumbus fór vestur um höf ásamt föruneyti sínu, hafa flestir talið að fáir Evrópubúar hafi vitað af því. Nú hefur því hinsvegar verið haldið fram að ítalskur munkur hafi skrifað um tilvist heimsálfunnar hinu megin við Atlantshafið, um 150 árum fyrir ferð Kólumbusar. 2. október 2021 08:01
Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30
Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00