Fólk varð rosalega stressað við að heyra þetta Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2021 10:30 Arna Ýr ætlar sér sjálf að verða ljósmóðir. Arna Ýr Jónsdóttir hjúkrunarfræðinemi ákvað snemma á sínum meðgöngum að fæða heima og segir neikvæðar fæðingarupplifanir of háværar í samfélaginu. Hún lét ekki gagnrýnisraddir á sig fá og vill opna augu fólks fyrir heimafæðingum og góðum upplifunum af fæðingum almennt, heima eða á sjúkrahúsi. Eva Laufey hitti Örnu nú á dögunum í Íslandi í dag og fékk að heyra hennar fæðingarsögur. „Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið varðandi fæðinguna. Upplifunin var svo róleg og það var svo töfrandi andrúmsloft að fæða heima. Ég veit ekki hvort ég get útskýrt þetta án þess að fólk upplifi þetta. Bara ótrúlega rólegt í sínu eigin umhverfi,“ segir Arna Ýr og heldur áfram. Fæðingin gekk eins og í sögu. „Ég vildi rosalega hafa ljósmyndara með til að geta átt þetta á myndbandi og á myndum og til að eiga minninguna. Ég hef svo mikinn áhuga á því að verða ljósmóðir í framtíðinni og það er svo æðisleg upplifun að hafa upplifað heimafæðingu eða á spítala líka.“ Arna segir að margir tengi deifingu, glaðloft eða keisara við eitthvað öryggi. „En eins og ljósmóðir mín útskýrði, þá er maður öruggur þar sem manni líður best. Það gæti vel verið að ég hefði lent í keisaraskurði, þurft deyfingu eða glaðloft eða eitthvað ef ég hefði verið á spítalanum. Ég var þarna rosalega mikil sófaklessa og elska að vera heima og það kom því í rauninni ekkert annað til greina en að vera heima í þetta skipti.“ Hún segist vera mjög meðvituð um það hvernig tilfinningin á að vera í fæðingu þar sem hún hefur áður gengið í gegnum ferlið. Því var alltaf á hreinu hvenær nauðsynlegt væri að fara upp á spítala ef eitthvað kæmi upp. „Svo er svo mikið fagfólk með manni sem grípur inn í ef eitthvað kemur upp. Á 37. viku er maður orðin löglegur að fæða heima og þá kemur fæðingarlaugin heim. Maður getur fengið að velja og mig langaði að fæða í laug og þess vegna var hún mætt. Það voru tvær fagmenneskjur viðstaddar, svo var ég með maka og ljósmyndara. Þegar maður er heima má maður í raun hafa þetta alveg eins og maður vill.“ Í innslaginu má sjá hvernig fæðingin gekk fyrir sig heima hjá parinu. „Þetta var örugglega eitt besta kvöld sem ég hef upplifað. Ég var með svo mikla stjórn og vissi hvað væri að gerast og gat notið augnabliksins.“ En fékk parið gagnrýni fyrir að fara þessa leið? „Nei reyndar ekki en fólk var rosalega stressað að heyra þetta. Það var bara ekki búið að kynna sér sömu hluti og við og ekki búið að mæta á þessa fundi með ljósmæðrum sem útskýra af hverju þetta sé öruggt.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira
Hún lét ekki gagnrýnisraddir á sig fá og vill opna augu fólks fyrir heimafæðingum og góðum upplifunum af fæðingum almennt, heima eða á sjúkrahúsi. Eva Laufey hitti Örnu nú á dögunum í Íslandi í dag og fékk að heyra hennar fæðingarsögur. „Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið varðandi fæðinguna. Upplifunin var svo róleg og það var svo töfrandi andrúmsloft að fæða heima. Ég veit ekki hvort ég get útskýrt þetta án þess að fólk upplifi þetta. Bara ótrúlega rólegt í sínu eigin umhverfi,“ segir Arna Ýr og heldur áfram. Fæðingin gekk eins og í sögu. „Ég vildi rosalega hafa ljósmyndara með til að geta átt þetta á myndbandi og á myndum og til að eiga minninguna. Ég hef svo mikinn áhuga á því að verða ljósmóðir í framtíðinni og það er svo æðisleg upplifun að hafa upplifað heimafæðingu eða á spítala líka.“ Arna segir að margir tengi deifingu, glaðloft eða keisara við eitthvað öryggi. „En eins og ljósmóðir mín útskýrði, þá er maður öruggur þar sem manni líður best. Það gæti vel verið að ég hefði lent í keisaraskurði, þurft deyfingu eða glaðloft eða eitthvað ef ég hefði verið á spítalanum. Ég var þarna rosalega mikil sófaklessa og elska að vera heima og það kom því í rauninni ekkert annað til greina en að vera heima í þetta skipti.“ Hún segist vera mjög meðvituð um það hvernig tilfinningin á að vera í fæðingu þar sem hún hefur áður gengið í gegnum ferlið. Því var alltaf á hreinu hvenær nauðsynlegt væri að fara upp á spítala ef eitthvað kæmi upp. „Svo er svo mikið fagfólk með manni sem grípur inn í ef eitthvað kemur upp. Á 37. viku er maður orðin löglegur að fæða heima og þá kemur fæðingarlaugin heim. Maður getur fengið að velja og mig langaði að fæða í laug og þess vegna var hún mætt. Það voru tvær fagmenneskjur viðstaddar, svo var ég með maka og ljósmyndara. Þegar maður er heima má maður í raun hafa þetta alveg eins og maður vill.“ Í innslaginu má sjá hvernig fæðingin gekk fyrir sig heima hjá parinu. „Þetta var örugglega eitt besta kvöld sem ég hef upplifað. Ég var með svo mikla stjórn og vissi hvað væri að gerast og gat notið augnabliksins.“ En fékk parið gagnrýni fyrir að fara þessa leið? „Nei reyndar ekki en fólk var rosalega stressað að heyra þetta. Það var bara ekki búið að kynna sér sömu hluti og við og ekki búið að mæta á þessa fundi með ljósmæðrum sem útskýra af hverju þetta sé öruggt.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira