Ekki skemmtileg „heimkoma“ fyrir íslensk-hollensku fimleikastjörnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2021 09:30 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir sést hér keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Getty/ROBIN VAN LONKHUIJSEN Fimleikakonan Eyþóra Elísabet Þórsdóttir fékk ekki góðar fréttir þegar hún lenti á Íslandi í fyrstu heimsókn sinni til landsins í dágóðan tíma. Færsla Eyþóru á Instagram.Instagram/@eythora Eyþóra sagði frá því á Instagram síðu sinni að hún hafi fengin jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi við komuna til Íslands. „Jæja, þessi ferð fór ekki alveg eins og áætlað var. Því miður fékk ég jákvæða niðurstöðu úr COVID-19 prófi á fyrst degi í Íslandsferðinni minni,“ skrifaði Eyþóra eins og sjá má hér til hliðar. „Það þýðir að ég þarf að vera í sóttkví í að minnsta kosti tíu daga. Sem betur fer má kærastinn minn vera hérna með mér. En maður ... þetta er ömurlegt,“ skrifaði Eyþóra og birti mynd af hraðprófinu sínu. Eyþóra keppti í sumar á Ólympíuleikunum í Tókýó og voru það hennar aðrir Ólympíuleikar því hún náði frábærum árangur á Ólympíuleikunum í Ríó sumarið 2016. Eyþóra Elísabet er fædd og uppalin í Hollandi en á íslenska foreldra. Hún ákvað að keppa fyrir Holland en hefur alltaf haldið tengslunum við Ísland. Þegar Eyþóra náði níunda sæti í fjölþraut á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þá náði hún besta árangri hollenskrar fimleikakonu frá upphafi á leikunum. Eyþóra á líka tvö silfur og eitt brons frá Evrópumótinu í fimleikum. Hún er einnig góð söngkona og söng sjálf lagið sem var spilað undir gólfæfingum hennar í ár. Á Ólympíuleikunum í sumar þá varð Eyþóra annar varamaður inn í úrslitin í fjölþrautinni en aðeins fyrsti varamaðurinn datt inn sem var hollenska fimleikakonan Lieke Wevers. Fimleikar Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Færsla Eyþóru á Instagram.Instagram/@eythora Eyþóra sagði frá því á Instagram síðu sinni að hún hafi fengin jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi við komuna til Íslands. „Jæja, þessi ferð fór ekki alveg eins og áætlað var. Því miður fékk ég jákvæða niðurstöðu úr COVID-19 prófi á fyrst degi í Íslandsferðinni minni,“ skrifaði Eyþóra eins og sjá má hér til hliðar. „Það þýðir að ég þarf að vera í sóttkví í að minnsta kosti tíu daga. Sem betur fer má kærastinn minn vera hérna með mér. En maður ... þetta er ömurlegt,“ skrifaði Eyþóra og birti mynd af hraðprófinu sínu. Eyþóra keppti í sumar á Ólympíuleikunum í Tókýó og voru það hennar aðrir Ólympíuleikar því hún náði frábærum árangur á Ólympíuleikunum í Ríó sumarið 2016. Eyþóra Elísabet er fædd og uppalin í Hollandi en á íslenska foreldra. Hún ákvað að keppa fyrir Holland en hefur alltaf haldið tengslunum við Ísland. Þegar Eyþóra náði níunda sæti í fjölþraut á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þá náði hún besta árangri hollenskrar fimleikakonu frá upphafi á leikunum. Eyþóra á líka tvö silfur og eitt brons frá Evrópumótinu í fimleikum. Hún er einnig góð söngkona og söng sjálf lagið sem var spilað undir gólfæfingum hennar í ár. Á Ólympíuleikunum í sumar þá varð Eyþóra annar varamaður inn í úrslitin í fjölþrautinni en aðeins fyrsti varamaðurinn datt inn sem var hollenska fimleikakonan Lieke Wevers.
Fimleikar Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira