Ole: Þeir sem eru að gagnrýna Ronaldo ættu bara að horfa á þennan leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2021 10:30 Ole Gunnar Solskjaer fagnar Cristiano Ronaldo efir leikinn á Old Trafford í gær. AP/Dave Thompson Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði eftir sigurinn í Meistaradeildinni í gær að Cristiano Ronaldo hafi þar sýnt og sannað að gagnrýnendur hans séu á villigötum. Í öðrum Meistaradeildarleiknum í röð þá skoraði Cristiano Ronaldo sigurmark Manchester liðsins í lokin en hann hefur skorað í fyrstu þremur leikjum United liðsins í keppninni í ár. Who else? @Cristiano#MUFC | #UCL— Manchester United (@ManUtd) October 20, 2021 Sigurmarkið á móti Atalanta í gærkvöldi skoraði Ronaldo með frábærum skalla á 81. mínútu og kórónaði með því endurkomu liðsins. United menn voru 2-0 undir í hálfleik en skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleiknum. „Cristiano er frábær fyrir framan markið. Ef einhver vill gagnrýna hann fyrir vinnusemi og að hann leggi sig ekki fram þá ætti sá hinn sami bara að horfa á þennan leik. Sjáið hvernig hann hljóp í kvöld,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Ég var mjög ánægður með það hvernig hann leiddi línuna. Við báðum hann um að hlaupa upp kantana, detta meira til baka og pressa meira af því að við vorum á heimavelli,“ sagði Solskjær. Yes! The Theater Of Dreams is on fire! We are alive! We are Man. United and we never give up! This is Old Trafford! pic.twitter.com/3rsmOBpS8H— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) October 20, 2021 „Hann var meira að segja kominn aftur í eigin markteig undir lokin til að komast fyrir skot þeirra og til að verjast en við fengum heldur betur að sjá hann spretta úr spori í kvöld,“ sagði Solskjær. „Hann gerði allt sem framherji getur gert, leiddi línuna, varðist og svo auðvitað var markið dæmi um það sem hann gerir betur en flestir,“ sagði Solskjær. Ronaldo er nú kominn með sex mörk í átta leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. "They never stopped believing, they kept on going.""Don't disrespect the players, they play for Man Utd."A passionate Ole Gunnar Solskjaer praised his players after yet another #UCL comeback at Old Trafford. @TheDesKelly pic.twitter.com/aF4PFY2ZAG— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 20, 2021 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira
Í öðrum Meistaradeildarleiknum í röð þá skoraði Cristiano Ronaldo sigurmark Manchester liðsins í lokin en hann hefur skorað í fyrstu þremur leikjum United liðsins í keppninni í ár. Who else? @Cristiano#MUFC | #UCL— Manchester United (@ManUtd) October 20, 2021 Sigurmarkið á móti Atalanta í gærkvöldi skoraði Ronaldo með frábærum skalla á 81. mínútu og kórónaði með því endurkomu liðsins. United menn voru 2-0 undir í hálfleik en skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleiknum. „Cristiano er frábær fyrir framan markið. Ef einhver vill gagnrýna hann fyrir vinnusemi og að hann leggi sig ekki fram þá ætti sá hinn sami bara að horfa á þennan leik. Sjáið hvernig hann hljóp í kvöld,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Ég var mjög ánægður með það hvernig hann leiddi línuna. Við báðum hann um að hlaupa upp kantana, detta meira til baka og pressa meira af því að við vorum á heimavelli,“ sagði Solskjær. Yes! The Theater Of Dreams is on fire! We are alive! We are Man. United and we never give up! This is Old Trafford! pic.twitter.com/3rsmOBpS8H— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) October 20, 2021 „Hann var meira að segja kominn aftur í eigin markteig undir lokin til að komast fyrir skot þeirra og til að verjast en við fengum heldur betur að sjá hann spretta úr spori í kvöld,“ sagði Solskjær. „Hann gerði allt sem framherji getur gert, leiddi línuna, varðist og svo auðvitað var markið dæmi um það sem hann gerir betur en flestir,“ sagði Solskjær. Ronaldo er nú kominn með sex mörk í átta leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. "They never stopped believing, they kept on going.""Don't disrespect the players, they play for Man Utd."A passionate Ole Gunnar Solskjaer praised his players after yet another #UCL comeback at Old Trafford. @TheDesKelly pic.twitter.com/aF4PFY2ZAG— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 20, 2021
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira