Skiljum engan eftir, út undan eða í hættu Natalia Herrera Eslava og Sólrún María Ólafsdóttir skrifa 20. október 2021 20:14 Það er vel þekkt að COVID-19 faraldurinn hefur haft gríðarleg samfélagsleg áhrif, ekki bara hér innanlands heldur á heimsvísu. Fylgifiskar faraldursins hafa meðal annars verið aukin hætta á ójöfnuði og ofbeldi. Faraldrinum hefur fylgt aukin jaðarsetning, heimilisofbeldi, geðheilsutengd vandamál og tekjutap og hann hefur verulega skert möguleika okkar á að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Oftast eru það fátækustu og viðkvæmustu hóparnir sem verða verst út, þar með talið börn, aldraðir, öryrkjar, flóttafólk og aðrir farendur og oft eru það konur sem verða hvað verst úti. Þetta þýðir auknar áskoranir fyrir okkur sem tökum þátt í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og neyðaraðstoð. Í starfi okkar þurfum við að gera okkur grein fyrir því að áhrif faraldsins snerta okkur ekki öll á sama hátt. Hver við erum skiptir máli þegar kemur að möguleikum okkar til að bregðast við erfiðum tímum. Rauði krossinn á Íslandi og Rauða kross hreyfingin á heimsvísu hefur um áratugaskeið brugðist við neyð víða um heim og stutt við samfélög er þau vinna að því að ná heimsmarkmiðunum. Í öllu neyðarstarfi og þróunarsamvinnu okkar er hugað að því að skilja fjölbreytileika samfélaganna sem við vinnum með, og að við skiljum hverjar hinar mismunandi þarfir eru og áhættuþættir fyrir hvern og einn. Ef við náum ekki til þeirra sem hvað höllustum fæti standa munum við aldrei ná markmiðum okkar. Við þurfum einnig að geta brugðist við þeim áhættuþáttum sem fólk stendur frammi fyrir og tryggja að aðgerðir okkar valdi ekki auknum skaða. Við í Rauða krossinum viljum efla umræðu um þessi mál og skapa samræðuvettvang um mikilvægi þess að huga að jafnrétti, þátttöku og vernd gegn ofbeldi í alþjóðlegri neyðaraðstoð og þróunarsamvinnu. Í samvinnu við Jafnréttisskóla GRÓ og með styrk frá utanríkisráðuneytinu höfum við skipulagt málstofu sem verður haldin á morgun og föstudag. Málstofunni er ætlað að vera vettvangur fyrir félagasamtök og aðra er málið varða, meðal annarsfólk úr háskólasamfélaginu og frá hinu opinbera, til að deila reynslu og efla umræðu og samvinnu um ofangreind málefni. Á morgun fimmtudaginn 21 október verður málstofan vefræn. Dagskráin er í fjórum hlutum, í fyrsta hluta verður fjallað um stefnu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og stöðu kvenna og barna á heimsvísu. Annar hluti verður um málefni tengd vernd gegn ofbeldi, sérstaklega verður fjallað um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og þvinguð barnahjónabönd. Þriðji hluti fjalla um kyn í tengslum við jafnrétti og hvernig starf tengt jafnrétti hefur þróast. Síðasti hluti fjallar um jafna þátttöku þar sem tekin verða dæmi um hvernig við tryggjum jafna þátttökumöguleika fólks, þar á meðal verður sérstaklega talað um þátttöku fatlaðs fólks. Föstudaginn 22 október mun málstofan fara fram í Háskóla Íslands, þar sem verða 3 vinnustofur. Meiri upplýsingar um dagskránna og hvernig má skrá sig er hægt að finna á https://pgiseminar.wordpress.com/. Höfundar eru Natalia Herrera Eslava og Sólrún María Ólafsdóttir, verkefnastjórar á alþjóðasviði Rauða krossins á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Það er vel þekkt að COVID-19 faraldurinn hefur haft gríðarleg samfélagsleg áhrif, ekki bara hér innanlands heldur á heimsvísu. Fylgifiskar faraldursins hafa meðal annars verið aukin hætta á ójöfnuði og ofbeldi. Faraldrinum hefur fylgt aukin jaðarsetning, heimilisofbeldi, geðheilsutengd vandamál og tekjutap og hann hefur verulega skert möguleika okkar á að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Oftast eru það fátækustu og viðkvæmustu hóparnir sem verða verst út, þar með talið börn, aldraðir, öryrkjar, flóttafólk og aðrir farendur og oft eru það konur sem verða hvað verst úti. Þetta þýðir auknar áskoranir fyrir okkur sem tökum þátt í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og neyðaraðstoð. Í starfi okkar þurfum við að gera okkur grein fyrir því að áhrif faraldsins snerta okkur ekki öll á sama hátt. Hver við erum skiptir máli þegar kemur að möguleikum okkar til að bregðast við erfiðum tímum. Rauði krossinn á Íslandi og Rauða kross hreyfingin á heimsvísu hefur um áratugaskeið brugðist við neyð víða um heim og stutt við samfélög er þau vinna að því að ná heimsmarkmiðunum. Í öllu neyðarstarfi og þróunarsamvinnu okkar er hugað að því að skilja fjölbreytileika samfélaganna sem við vinnum með, og að við skiljum hverjar hinar mismunandi þarfir eru og áhættuþættir fyrir hvern og einn. Ef við náum ekki til þeirra sem hvað höllustum fæti standa munum við aldrei ná markmiðum okkar. Við þurfum einnig að geta brugðist við þeim áhættuþáttum sem fólk stendur frammi fyrir og tryggja að aðgerðir okkar valdi ekki auknum skaða. Við í Rauða krossinum viljum efla umræðu um þessi mál og skapa samræðuvettvang um mikilvægi þess að huga að jafnrétti, þátttöku og vernd gegn ofbeldi í alþjóðlegri neyðaraðstoð og þróunarsamvinnu. Í samvinnu við Jafnréttisskóla GRÓ og með styrk frá utanríkisráðuneytinu höfum við skipulagt málstofu sem verður haldin á morgun og föstudag. Málstofunni er ætlað að vera vettvangur fyrir félagasamtök og aðra er málið varða, meðal annarsfólk úr háskólasamfélaginu og frá hinu opinbera, til að deila reynslu og efla umræðu og samvinnu um ofangreind málefni. Á morgun fimmtudaginn 21 október verður málstofan vefræn. Dagskráin er í fjórum hlutum, í fyrsta hluta verður fjallað um stefnu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og stöðu kvenna og barna á heimsvísu. Annar hluti verður um málefni tengd vernd gegn ofbeldi, sérstaklega verður fjallað um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og þvinguð barnahjónabönd. Þriðji hluti fjalla um kyn í tengslum við jafnrétti og hvernig starf tengt jafnrétti hefur þróast. Síðasti hluti fjallar um jafna þátttöku þar sem tekin verða dæmi um hvernig við tryggjum jafna þátttökumöguleika fólks, þar á meðal verður sérstaklega talað um þátttöku fatlaðs fólks. Föstudaginn 22 október mun málstofan fara fram í Háskóla Íslands, þar sem verða 3 vinnustofur. Meiri upplýsingar um dagskránna og hvernig má skrá sig er hægt að finna á https://pgiseminar.wordpress.com/. Höfundar eru Natalia Herrera Eslava og Sólrún María Ólafsdóttir, verkefnastjórar á alþjóðasviði Rauða krossins á Íslandi
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun