Leggur til hefndaraðgerðir eftir skelfilega nótt í Manchester fyrir leik kvöldsins Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2021 14:48 Ruslan Malinovskyi mun hafa átt erfitt með svefn í nótt vegna sífelldra truflana. Getty/Jonathan Moscrop Leikmenn ítalska félagsins Atalanta áttu erfitt með svefn í Manchester í nótt þar sem að brunaviðvörunarkerfið á hóteli þeirra mun hafa farið fimm eða sex sinnum í gang með miklum látum. Eiginkona eins leikmanna Atalanta lagði til hefndaraðgerðir. Manchester United og Atalanta mætast í mikilvægum leik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Liðin munu svo mætast að nýju á Ítalíu 2. nóvember. Roskana Malinovskiy, eiginkona miðjumannsins Ruslan Malinovskiy, segir á Instagram að brunaviðvörunarkerfið á The Edwardian Manchester hótelinu hafi eyðilagt nóttina fyrir leikmönnum: „Nóttin í Manchester helvíti líkust. Yfir nóttina fór brunaviðvörunarkerfið fimm sinnum í gang af fullum krafti,“ skrifaði hún. „Þetta gerðist akkúrat þegar liðið kom, og bara um nóttina! Haldið þið að þetta sé bara slys? Það held ég ekki,“ skrifaði Roskana og bætti við: „Ég vona að stuðningsmenn okkar styðji liðið í heimaleiknum og kannski gerist óvænt það sama á ítölsku hóteli.“ Annar gestur greindi frá því á Twitter að brunaviðvörunarkerfið hefði farið í gang sex sinnum. @RadissonHotels When you stay in the same hotel as the @ManUtd opposition the night before a big game of course you are rudely woken by 04:51, 05:00, 05:36 and 06:11 Fire Alarms! #ManUtd #Atalanta #UCL #isthisreally5star #furious— Lorraine Duarte (@Mrs_Duarte) October 20, 2021 Leikur United og Atalanta hefst klukkan 19 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Atalanta er með 4 stig í F-riðli en United og Young Boys með 3 stig og Villarreal 1. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Sjá meira
Manchester United og Atalanta mætast í mikilvægum leik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Liðin munu svo mætast að nýju á Ítalíu 2. nóvember. Roskana Malinovskiy, eiginkona miðjumannsins Ruslan Malinovskiy, segir á Instagram að brunaviðvörunarkerfið á The Edwardian Manchester hótelinu hafi eyðilagt nóttina fyrir leikmönnum: „Nóttin í Manchester helvíti líkust. Yfir nóttina fór brunaviðvörunarkerfið fimm sinnum í gang af fullum krafti,“ skrifaði hún. „Þetta gerðist akkúrat þegar liðið kom, og bara um nóttina! Haldið þið að þetta sé bara slys? Það held ég ekki,“ skrifaði Roskana og bætti við: „Ég vona að stuðningsmenn okkar styðji liðið í heimaleiknum og kannski gerist óvænt það sama á ítölsku hóteli.“ Annar gestur greindi frá því á Twitter að brunaviðvörunarkerfið hefði farið í gang sex sinnum. @RadissonHotels When you stay in the same hotel as the @ManUtd opposition the night before a big game of course you are rudely woken by 04:51, 05:00, 05:36 and 06:11 Fire Alarms! #ManUtd #Atalanta #UCL #isthisreally5star #furious— Lorraine Duarte (@Mrs_Duarte) October 20, 2021 Leikur United og Atalanta hefst klukkan 19 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Atalanta er með 4 stig í F-riðli en United og Young Boys með 3 stig og Villarreal 1. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Sjá meira