Aðför að villtum dýrum á Íslandi Valgerður Árnadóttir skrifar 20. október 2021 10:00 Refurinn Gústi hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu, fólk hefur misjafnar skoðanir á stöðunni sem upp er komin varðandi þennan ref sem haldinn er sem gæludýr í borg. Ég efast ekki um að eigandi refsins þyki vænt um hann og sé að hugsa um hann eins vel og hann getur miðað við aðstæður, en það þýðir ekki að það hafi verið rétt að taka hann úr náttúrunni og komið þannig í veg fyrir að hann gæti lært að bjarga sér sjálfur. Á Íslandi eru refir friðaðir samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og sama gildir um greni á grenjatíma. Í náttúruverndarlögum nr. 60/2013, er ákvæði um að varðveita erfðafræðilega fjölbreytni tegunda og tryggja ákjósanlega verndarstöðu þeirra í náttúrulegum búsvæðum sínum. Það er villtum dýrum fyrir bestu að lifa óáreitt í náttúrunni og það er okkar hlutverk að reyna að vernda stofna þeirra og standa vörð um viðkvæmt vistkerfi íslenskrar náttúru. Síðan við námum land hafa stofnar allra villtra dýra á og við landið minnkað stórlega, það má nánast tala um aðför að villtum dýrum á Íslandi. Íslenski refastofninn, melrakkinn var næstum útdauður á Íslandi 1979 þegar stofninn taldi færri en 1000 dýr og sama á við um landsel, útsel, margar hvalategundir og fuglategundir sem eru á válista í dag að ógleymdum rostungum sem eru útdauðir á Íslandi. Lundi er metinn í bráðri hættu en samt er enn verið að veiða og drepa lunda á Íslandi? Rjúpnastofninn er í sögulegu lágmarki og samt er ekki búið að grípa til aðgerða, að banna veiðar og afturkalla veiðitímabil þessa árs? Það virðist vera að réttur manna til að drepa dýr sé sterkari en réttur villtra dýra til að lifa? Það er heilagari sú hefð að steikja rjúpu á jólum en að vernda stofninn fyrir útrýmingu. Í ljósi þessa alvarlegs ástands skýtur skökku við að umhverfis- og auðlindaráðherra sem tekur ákvarðanir er varðar villt dýr og hefur vald til að banna eða heimila veiðar skuli vera í stjórnmálaflokki sem hefur verndun vistkerfa á stefnuskrá? Ísland er með lög um villt dýr af mjög svo gildri ástæðu, fyrir um 12 þúsund árum voru 96% spendýra á jörðinni villt dýr og mannfólk einungis um 4%. Síðan mannfólk fór að halda húsdýr hafa hlutföllin breyst þannig að einungis um 4% spendýra eru villt dýr, um 60% eru húsdýr/gæludýr haldin til manneldis og mannfólk er um 36%. Eins og David Attenborough hefur reynt að benda okkur á þá munum við með því að útrýma villtum dýrum á jörðinni einnig útrýma okkur sjálfum, það er því sjálfum okkur fyrir bestu að breyta neysluháttum okkar. Yfirburðir og völd mannsins hefur haft óafturkræf áhrif á vistkerfi jarðar og við eigum í fullu fangi með að snúa þeirri þróun við til að lifa af sem tegund. Við getum ekki gert það nema að vernda einnig aðrar dýrategundir. Aftur af refnum Gústa, hann er ekki fyrsti refur sem eigandinn hefur tekið að sér, faðir hans komst í fréttirnar fyrir að temja refi fyrir 8 árum og viðurkenndi að það væri til að laða að sér ferðamenn, það er semsagt ekki til að hlífa eða vernda refastofninn, það er ekki af góðmennsku og velvild í garð refa sem verið er að taka þá úr náttúrunni og temja þá. Það er til að nýta sér þá til skemmtunar. Ef eiganda Gústa verður leyft að halda Gústa sem gæludýr þá gefur það fordæmi fyrir og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama, það er fordæmi sem við ættum eftir fremsta megni að forðast. Höfundur er formaður Samtaka grænkera á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Valgerður Árnadóttir Tengdar fréttir Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt Ágústi Beinteini Árnasyni brá heldur betur í brún þegar tveir einkennisklæddir lögreglumenn mættu að heimili hans ásamt fulltrúa Matvælastofnunar (MAST) í síðustu viku með húsleitarheimild. Markmiðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt. 18. október 2021 12:31 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Refurinn Gústi hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu, fólk hefur misjafnar skoðanir á stöðunni sem upp er komin varðandi þennan ref sem haldinn er sem gæludýr í borg. Ég efast ekki um að eigandi refsins þyki vænt um hann og sé að hugsa um hann eins vel og hann getur miðað við aðstæður, en það þýðir ekki að það hafi verið rétt að taka hann úr náttúrunni og komið þannig í veg fyrir að hann gæti lært að bjarga sér sjálfur. Á Íslandi eru refir friðaðir samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og sama gildir um greni á grenjatíma. Í náttúruverndarlögum nr. 60/2013, er ákvæði um að varðveita erfðafræðilega fjölbreytni tegunda og tryggja ákjósanlega verndarstöðu þeirra í náttúrulegum búsvæðum sínum. Það er villtum dýrum fyrir bestu að lifa óáreitt í náttúrunni og það er okkar hlutverk að reyna að vernda stofna þeirra og standa vörð um viðkvæmt vistkerfi íslenskrar náttúru. Síðan við námum land hafa stofnar allra villtra dýra á og við landið minnkað stórlega, það má nánast tala um aðför að villtum dýrum á Íslandi. Íslenski refastofninn, melrakkinn var næstum útdauður á Íslandi 1979 þegar stofninn taldi færri en 1000 dýr og sama á við um landsel, útsel, margar hvalategundir og fuglategundir sem eru á válista í dag að ógleymdum rostungum sem eru útdauðir á Íslandi. Lundi er metinn í bráðri hættu en samt er enn verið að veiða og drepa lunda á Íslandi? Rjúpnastofninn er í sögulegu lágmarki og samt er ekki búið að grípa til aðgerða, að banna veiðar og afturkalla veiðitímabil þessa árs? Það virðist vera að réttur manna til að drepa dýr sé sterkari en réttur villtra dýra til að lifa? Það er heilagari sú hefð að steikja rjúpu á jólum en að vernda stofninn fyrir útrýmingu. Í ljósi þessa alvarlegs ástands skýtur skökku við að umhverfis- og auðlindaráðherra sem tekur ákvarðanir er varðar villt dýr og hefur vald til að banna eða heimila veiðar skuli vera í stjórnmálaflokki sem hefur verndun vistkerfa á stefnuskrá? Ísland er með lög um villt dýr af mjög svo gildri ástæðu, fyrir um 12 þúsund árum voru 96% spendýra á jörðinni villt dýr og mannfólk einungis um 4%. Síðan mannfólk fór að halda húsdýr hafa hlutföllin breyst þannig að einungis um 4% spendýra eru villt dýr, um 60% eru húsdýr/gæludýr haldin til manneldis og mannfólk er um 36%. Eins og David Attenborough hefur reynt að benda okkur á þá munum við með því að útrýma villtum dýrum á jörðinni einnig útrýma okkur sjálfum, það er því sjálfum okkur fyrir bestu að breyta neysluháttum okkar. Yfirburðir og völd mannsins hefur haft óafturkræf áhrif á vistkerfi jarðar og við eigum í fullu fangi með að snúa þeirri þróun við til að lifa af sem tegund. Við getum ekki gert það nema að vernda einnig aðrar dýrategundir. Aftur af refnum Gústa, hann er ekki fyrsti refur sem eigandinn hefur tekið að sér, faðir hans komst í fréttirnar fyrir að temja refi fyrir 8 árum og viðurkenndi að það væri til að laða að sér ferðamenn, það er semsagt ekki til að hlífa eða vernda refastofninn, það er ekki af góðmennsku og velvild í garð refa sem verið er að taka þá úr náttúrunni og temja þá. Það er til að nýta sér þá til skemmtunar. Ef eiganda Gústa verður leyft að halda Gústa sem gæludýr þá gefur það fordæmi fyrir og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama, það er fordæmi sem við ættum eftir fremsta megni að forðast. Höfundur er formaður Samtaka grænkera á Íslandi
Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt Ágústi Beinteini Árnasyni brá heldur betur í brún þegar tveir einkennisklæddir lögreglumenn mættu að heimili hans ásamt fulltrúa Matvælastofnunar (MAST) í síðustu viku með húsleitarheimild. Markmiðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt. 18. október 2021 12:31
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun