Hundruð enn í fangelsi eftir mótmælin á Kúbu í sumar Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2021 12:09 Svartklæddir liðsmenn öryggissveita kúbversku kommúnistastjórnarinnar í eftirlitsferð um Havana eftir fjölmenn mótmæli þar í júlí. Hundruð manna voru handtekin í kjölfar þeirra. Vísir/Getty Kommúnistastjórnin á Kúbu heldur enn hátt í fimm hundruð manns í fangelsi af þeim rúmlega þúsund sem voru handteknir á mótmælum gegn stjórnvöldum í sumar. Mannréttindasamtök segja að fangarnir sæti ýmis konar harðræði. Mótmælin í sumar voru þau umfangsmestu gegn stjórnvöldum á Kúbu í áratugi. Fólk þusti þá út á götur til þess að mótmæla viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum, orkuskorti og bágbornu efnahagsástandi. Í fyrstu virtust stjórnvöld bregðast við mótmælunum á tiltölulega hófsaman hátt. Klukkustundirnar og dagana eftir að mótmælin brutust út voru hins vegar fleiri en þúsund manns handteknir í viðamiklum aðgerðum öryggissveita. Nærri því fimm hundruð eru enn í haldi stjórnvalda og hafa pólitískir fangar ekki verið fleiri í að minnsta kosti tvo áratugi, að sögn Washington Post. Fangarnir sæta barsmíðum, niðurlægingu og andlegu ofbeldi, að því er segir í skýrslu mannréttindasamtakanna Mannréttindavaktarinnar sem var birt í dag. Yfirvöld hafi kerfisbundið gripið til gerræðislegra handtaka á mótmælendum sem voru langflestir friðsamir og mál þeirra hafi fengið vafasama umfjöllun fyrir dómstólum. Bandaríska blaðið segist hafa staðfest margar frásagnir fanganna, þar á meðal nokkurra sem segjasta hafa verið refsað við að neita að hrópa „Lengi lifi Fídel!“, lof um Fídel Castro, fyrrverandi forseta og byltingarleiðtoga. Í mörgum tilfellum voru fangarnir beittir ofbeldi fyrstu dagana eftir að þeir voru handteknir. Síðan hafi þeir verið látnir hýrast í yfirfullum fangaklefum þar sem hreinlæti og mat var ábótavant. Lítið er sagt vitað um aðstæður þeirra hundraða sem eru enn í haldi. Á meðal þeirra handteknu og fangelsuðu eru almennir borgarar, blaðamenn, aðgerðarsinnar og þekktir andófsmenn. Sumir þeirra voru jafnvel handteknir áður en þeir komust á mótmælin í sumar. Kúbversk stjórnvöld neita því að þau fari illa með mótmælendur. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, sagði í ágúst að einskis mótmælanda væri saknað og að þeir væru ekki pyntaðir. Ættingjum þeirra væri alltaf sagt frá því hvar þeir væru niður komnir. Viðurkenndi hann þó að „einhverjar öfgar“ gætu orðið við „flóknar aðstæður“. Kúba Mannréttindi Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Mótmælin í sumar voru þau umfangsmestu gegn stjórnvöldum á Kúbu í áratugi. Fólk þusti þá út á götur til þess að mótmæla viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum, orkuskorti og bágbornu efnahagsástandi. Í fyrstu virtust stjórnvöld bregðast við mótmælunum á tiltölulega hófsaman hátt. Klukkustundirnar og dagana eftir að mótmælin brutust út voru hins vegar fleiri en þúsund manns handteknir í viðamiklum aðgerðum öryggissveita. Nærri því fimm hundruð eru enn í haldi stjórnvalda og hafa pólitískir fangar ekki verið fleiri í að minnsta kosti tvo áratugi, að sögn Washington Post. Fangarnir sæta barsmíðum, niðurlægingu og andlegu ofbeldi, að því er segir í skýrslu mannréttindasamtakanna Mannréttindavaktarinnar sem var birt í dag. Yfirvöld hafi kerfisbundið gripið til gerræðislegra handtaka á mótmælendum sem voru langflestir friðsamir og mál þeirra hafi fengið vafasama umfjöllun fyrir dómstólum. Bandaríska blaðið segist hafa staðfest margar frásagnir fanganna, þar á meðal nokkurra sem segjasta hafa verið refsað við að neita að hrópa „Lengi lifi Fídel!“, lof um Fídel Castro, fyrrverandi forseta og byltingarleiðtoga. Í mörgum tilfellum voru fangarnir beittir ofbeldi fyrstu dagana eftir að þeir voru handteknir. Síðan hafi þeir verið látnir hýrast í yfirfullum fangaklefum þar sem hreinlæti og mat var ábótavant. Lítið er sagt vitað um aðstæður þeirra hundraða sem eru enn í haldi. Á meðal þeirra handteknu og fangelsuðu eru almennir borgarar, blaðamenn, aðgerðarsinnar og þekktir andófsmenn. Sumir þeirra voru jafnvel handteknir áður en þeir komust á mótmælin í sumar. Kúbversk stjórnvöld neita því að þau fari illa með mótmælendur. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, sagði í ágúst að einskis mótmælanda væri saknað og að þeir væru ekki pyntaðir. Ættingjum þeirra væri alltaf sagt frá því hvar þeir væru niður komnir. Viðurkenndi hann þó að „einhverjar öfgar“ gætu orðið við „flóknar aðstæður“.
Kúba Mannréttindi Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira