Undirbúningskjörbréfanefnd á vettvang talningar í Borgarnesi Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2021 11:44 Til skoðunar er talning í þessum sama sal í lok september. Vísir/SigurjónÓ Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fundar í dag á hótel Borgarnesi þar sem talning fór fram í Norðvesturkjördæmi í nýafstaðnum alþingiskosningum. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að nefndin vandi til verka þótt æskilegt væri að uppkosning færi fram sem fyrst ef niðurstaðan yrði að endurtaka þyrfti kosningarnar í kjördæminu. Tólf kærur hafa borist undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis vegna alþingiskonsinganna hinn 25. október síðast liðinn. Nefndin kemur saman til fundar á hótel Borgarnesi í hádeginu og fundar fram eftir degi. Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar segir lengi hafa staðið til hjá nefndinni að fara og skoða aðstæður á hótel Borgarnesi þar sem talning og endurtalning atkvæða fór fram í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörnefnd við upphaf fundar í salnum á Hótel Borgarnesi.Vísir/SigurjónÓ „Til að skoða vettvang þar sem talning fór fram hinn 26. september. Við fengum auðvitað margvíslegar upplýsingar frá lögreglunni á Vesturlandi núna fyrir og um helgina. Þar á meðal eru út af fyrir sig greinargóðar lýsingar á staðháttum og annað. En það er hins vegar svolítið öðruvísi að sjá þetta með eigin augum,“ segir Birgir. Nefndin væri enn í gagnaöflun og að púsla saman einstökum atriðum. Fundað yrði stíft í þessari viku til að ná saman þeim upplýsingum sem hægt væri að afla. „Þá tekur við einhver vinna við úrvinnslu og mat á þeim gögnum sem við höfum fengið.“ Þannig að það mat mun aldrei liggja fyrir fyrr en í fyrsta lagi um miðja næstu viku? Birgir Ármannsson segir mikilvægt að undirbúningskjörbréfanefnd vandi mjög til verka þótt nefndarfólk geri sér einnig grein fyrir að það væri öllum fyrir bestu að niðurstaða hennar liggi fyrir sem fyrst.Vísir/Vilhelm „Ég ætla ekki að nefna neina tímasetningu. Held bara að það sé ljóst að það verður ekki í þessari viku,“ segir formaður undirbúningskjörbréfanefndar. Meginþungi kæranna sem fram hafi komið lúti að sömu atriðunum varðandi framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi. Í sumum kæranna væru einnig nefndir hnökrar sem fram hefðu komið í öðrum kjördæmum. Þá væri minnst á það fyrirkomulag sem stjórnarskráin gæfi varðandi úrskurð um gildi kosninga. Nefndin muni taka afstöðu til allra kæruefna þegar þar að komi. Björn Leví Gunnarsson, Birgir Ármannsson, Hanna Katrín Friðriksson, Þórunn Sveinbjörnsdóttir og Vilhjálmur Árnason eru meðal þingmanna í nefndinni.Vísir/SigurjónÓ „Það er alveg sama að hvaða niðurstöðu við komumst að; hún verður að vera vandlega undirbyggð og byggð á traustum lögfræðilegum og málefnalegum forsendum. Á hinn bóginn vitum við auðvitað að það er betra fyrir alla aðila að það komist niðurstaða í málið sem fyrst,“ segir Birgir. Samkvæmt minnisblaði dómsmálaráðuneytisins til nefndarinnar yrðu allar forsendur um framboðslista og kjörskrá þær sömu ef til uppkosningar kæmi í Norðvesturkjördæmi. Aðeins atkvæðagreiðslan sjálf og talningin yrðu endurtekin. „Og fordæmi fyrir um það í sveitarstjórnarkosningum hér á landi og reyndar í kosningum í Danmörku líka ef út í það er farið,“ segir Birgir Ármannsson. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Ummæli Birgis Ármannssonar óheppileg Fráfarandi þingmaður segir að hringekja hafi breyst í rússíbana þegar endurtalning breytti jöfnunarsætum með þeim afleiðingum að hún datt út af þingi. Hún gagnrýnir formann kjörbréfanefndar fyrir að lýsa yfir sinni persónulegri skoðun áður en nefndin hefur komist að niðurstöðu um Norðvesturkjördæmi. 10. október 2021 19:31 Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11 Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31 Bætist í hóp kærenda Alþingiskosninganna Lenya Rún Taha Karim, frambjóðandi Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, kærði í dag endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Hún hefði náð sæti sem jöfnunarþingmaður hefði niðurstaða upphaflegrar talningar staðið. 6. október 2021 17:42 Fulltrúar frá landskjörstjórn koma fyrir undirbúningsnefnd í dag vegna Norðvesturkjördæmis Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa mun funda í dag kl. 13. Þetta er annar fundur nefndarinnar, sem kom fyrst saman á mánudag, en fyrir henni, og í framhaldinu, kjörbréfanefnd, liggur að finna lausn á hinum ýmsu álitamálum sem komin er upp vegna talningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 10:20 Stjórnarmyndun ólíkleg fyrir afgreiðslu kjörbréfa á Alþingi Ólíklegt er að ríkisstjórn verði mynduð áður en kjörbréfanefnd og Alþingi hafa leyst úr þeim kærum sem fram eru komnar vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í morgun. 5. október 2021 11:56 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Tólf kærur hafa borist undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis vegna alþingiskonsinganna hinn 25. október síðast liðinn. Nefndin kemur saman til fundar á hótel Borgarnesi í hádeginu og fundar fram eftir degi. Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar segir lengi hafa staðið til hjá nefndinni að fara og skoða aðstæður á hótel Borgarnesi þar sem talning og endurtalning atkvæða fór fram í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörnefnd við upphaf fundar í salnum á Hótel Borgarnesi.Vísir/SigurjónÓ „Til að skoða vettvang þar sem talning fór fram hinn 26. september. Við fengum auðvitað margvíslegar upplýsingar frá lögreglunni á Vesturlandi núna fyrir og um helgina. Þar á meðal eru út af fyrir sig greinargóðar lýsingar á staðháttum og annað. En það er hins vegar svolítið öðruvísi að sjá þetta með eigin augum,“ segir Birgir. Nefndin væri enn í gagnaöflun og að púsla saman einstökum atriðum. Fundað yrði stíft í þessari viku til að ná saman þeim upplýsingum sem hægt væri að afla. „Þá tekur við einhver vinna við úrvinnslu og mat á þeim gögnum sem við höfum fengið.“ Þannig að það mat mun aldrei liggja fyrir fyrr en í fyrsta lagi um miðja næstu viku? Birgir Ármannsson segir mikilvægt að undirbúningskjörbréfanefnd vandi mjög til verka þótt nefndarfólk geri sér einnig grein fyrir að það væri öllum fyrir bestu að niðurstaða hennar liggi fyrir sem fyrst.Vísir/Vilhelm „Ég ætla ekki að nefna neina tímasetningu. Held bara að það sé ljóst að það verður ekki í þessari viku,“ segir formaður undirbúningskjörbréfanefndar. Meginþungi kæranna sem fram hafi komið lúti að sömu atriðunum varðandi framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi. Í sumum kæranna væru einnig nefndir hnökrar sem fram hefðu komið í öðrum kjördæmum. Þá væri minnst á það fyrirkomulag sem stjórnarskráin gæfi varðandi úrskurð um gildi kosninga. Nefndin muni taka afstöðu til allra kæruefna þegar þar að komi. Björn Leví Gunnarsson, Birgir Ármannsson, Hanna Katrín Friðriksson, Þórunn Sveinbjörnsdóttir og Vilhjálmur Árnason eru meðal þingmanna í nefndinni.Vísir/SigurjónÓ „Það er alveg sama að hvaða niðurstöðu við komumst að; hún verður að vera vandlega undirbyggð og byggð á traustum lögfræðilegum og málefnalegum forsendum. Á hinn bóginn vitum við auðvitað að það er betra fyrir alla aðila að það komist niðurstaða í málið sem fyrst,“ segir Birgir. Samkvæmt minnisblaði dómsmálaráðuneytisins til nefndarinnar yrðu allar forsendur um framboðslista og kjörskrá þær sömu ef til uppkosningar kæmi í Norðvesturkjördæmi. Aðeins atkvæðagreiðslan sjálf og talningin yrðu endurtekin. „Og fordæmi fyrir um það í sveitarstjórnarkosningum hér á landi og reyndar í kosningum í Danmörku líka ef út í það er farið,“ segir Birgir Ármannsson.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Ummæli Birgis Ármannssonar óheppileg Fráfarandi þingmaður segir að hringekja hafi breyst í rússíbana þegar endurtalning breytti jöfnunarsætum með þeim afleiðingum að hún datt út af þingi. Hún gagnrýnir formann kjörbréfanefndar fyrir að lýsa yfir sinni persónulegri skoðun áður en nefndin hefur komist að niðurstöðu um Norðvesturkjördæmi. 10. október 2021 19:31 Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11 Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31 Bætist í hóp kærenda Alþingiskosninganna Lenya Rún Taha Karim, frambjóðandi Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, kærði í dag endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Hún hefði náð sæti sem jöfnunarþingmaður hefði niðurstaða upphaflegrar talningar staðið. 6. október 2021 17:42 Fulltrúar frá landskjörstjórn koma fyrir undirbúningsnefnd í dag vegna Norðvesturkjördæmis Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa mun funda í dag kl. 13. Þetta er annar fundur nefndarinnar, sem kom fyrst saman á mánudag, en fyrir henni, og í framhaldinu, kjörbréfanefnd, liggur að finna lausn á hinum ýmsu álitamálum sem komin er upp vegna talningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 10:20 Stjórnarmyndun ólíkleg fyrir afgreiðslu kjörbréfa á Alþingi Ólíklegt er að ríkisstjórn verði mynduð áður en kjörbréfanefnd og Alþingi hafa leyst úr þeim kærum sem fram eru komnar vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í morgun. 5. október 2021 11:56 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Ummæli Birgis Ármannssonar óheppileg Fráfarandi þingmaður segir að hringekja hafi breyst í rússíbana þegar endurtalning breytti jöfnunarsætum með þeim afleiðingum að hún datt út af þingi. Hún gagnrýnir formann kjörbréfanefndar fyrir að lýsa yfir sinni persónulegri skoðun áður en nefndin hefur komist að niðurstöðu um Norðvesturkjördæmi. 10. október 2021 19:31
Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11
Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31
Bætist í hóp kærenda Alþingiskosninganna Lenya Rún Taha Karim, frambjóðandi Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, kærði í dag endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Hún hefði náð sæti sem jöfnunarþingmaður hefði niðurstaða upphaflegrar talningar staðið. 6. október 2021 17:42
Fulltrúar frá landskjörstjórn koma fyrir undirbúningsnefnd í dag vegna Norðvesturkjördæmis Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa mun funda í dag kl. 13. Þetta er annar fundur nefndarinnar, sem kom fyrst saman á mánudag, en fyrir henni, og í framhaldinu, kjörbréfanefnd, liggur að finna lausn á hinum ýmsu álitamálum sem komin er upp vegna talningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 10:20
Stjórnarmyndun ólíkleg fyrir afgreiðslu kjörbréfa á Alþingi Ólíklegt er að ríkisstjórn verði mynduð áður en kjörbréfanefnd og Alþingi hafa leyst úr þeim kærum sem fram eru komnar vegna meðferðar kjörgagna og endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í morgun. 5. október 2021 11:56