Tvö félög samþykktu ekki bann á neyðarfundi enskra úrvalsdeildarfélaga Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2021 10:01 Það er nóg til hjá Newcastle eftir yfirtöku Sádi Araba og stuðningsmenn félagsins eru margir glaðbeittir eftir mögur ár í eigendatíð Mike Ashley. Getty/Ian MacNicol Ensku úrvalsdeildarfélögin samþykktu í kosningu að banna félögunum 20 í deildinni tímabundið að gera auglýsinga- og styrktarsamninga við fyrirtæki sem tengjast eigendum félaganna. Tvö félög samþykktu ekki tillöguna. Tillagan var lögð fram í kjölfar 305 milljóna punda yfirtöku Sádi Araba á Newcastle sem var eina félagið sem greiddi atkvæði gegn tillögunni. Manchester United sat hjá en hin átján félögin greiddu atkvæði með tillögunni, á neyðarfundi í gær. Samkvæmt frétt BBC mega félögin í deildinni þar með ekki gera samninga við fyrirtæki sem tengjast eigendum þeirra. Bannið gildir í mánuð á meðan að málið verður rætt frekar. Forráðamenn félaganna í ensku úrvalsdeildinni hafa lýst yfir áhyggjum vegna yfirtökunnar á Newcastle og kvartað yfir því að hinir nýju eigendur hafi verið taldir standast kröfur deildarinnar um eigendur og stjórnendur. Deildin samþykkti yfirtöku Public Investment Fund á Newcastle og í yfirlýsingu sagði að hún hefði fengið staðfestingu á að í lagalegum skilningi væri sjóðurinn aðskilinn sádi-arabíska ríkinu. Þrátt fyrir það er krónprins Sádi Arabíu, Mohammed bin Salman, skráður formaður sjóðsins. Sjóðurinn á 250 milljarða punda. Tryggja þurfi að allir sitji við sama borð Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, hefur sagt að tryggja þurfi að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi verði fylgt svo að félögin tuttugu í ensku úrvalsdeildinni sitji öll við sama borð. Nokkuð er um það í Evrópu að félög séu með auglýsinga- og styrktarsamninga við fyrirtæki sem tengjast eigendum þeirra. Leikvangur Manchester City og æfingasvæði félagsins heitir eftir Etihad flugfélaginu í Abu Dhabi sem einnig auglýsir á treyjum félagsins. Eigendur City frá Abu Dhabi eignuðust félagið árið 2008. UEFA dæmdi City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum í fyrra, í kjölfar ásakana um að félagið hefði vísvitandi farið á svig við reglur um fjárhagslega háttvísi með auglýsingasamningum. City áfrýjaði niðurstöðunni til alþjóða íþróttadómstólsins sem dæmdi félaginu að langmestu leyti í hag og bannið féll niður. Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Sjá meira
Tillagan var lögð fram í kjölfar 305 milljóna punda yfirtöku Sádi Araba á Newcastle sem var eina félagið sem greiddi atkvæði gegn tillögunni. Manchester United sat hjá en hin átján félögin greiddu atkvæði með tillögunni, á neyðarfundi í gær. Samkvæmt frétt BBC mega félögin í deildinni þar með ekki gera samninga við fyrirtæki sem tengjast eigendum þeirra. Bannið gildir í mánuð á meðan að málið verður rætt frekar. Forráðamenn félaganna í ensku úrvalsdeildinni hafa lýst yfir áhyggjum vegna yfirtökunnar á Newcastle og kvartað yfir því að hinir nýju eigendur hafi verið taldir standast kröfur deildarinnar um eigendur og stjórnendur. Deildin samþykkti yfirtöku Public Investment Fund á Newcastle og í yfirlýsingu sagði að hún hefði fengið staðfestingu á að í lagalegum skilningi væri sjóðurinn aðskilinn sádi-arabíska ríkinu. Þrátt fyrir það er krónprins Sádi Arabíu, Mohammed bin Salman, skráður formaður sjóðsins. Sjóðurinn á 250 milljarða punda. Tryggja þurfi að allir sitji við sama borð Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, hefur sagt að tryggja þurfi að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi verði fylgt svo að félögin tuttugu í ensku úrvalsdeildinni sitji öll við sama borð. Nokkuð er um það í Evrópu að félög séu með auglýsinga- og styrktarsamninga við fyrirtæki sem tengjast eigendum þeirra. Leikvangur Manchester City og æfingasvæði félagsins heitir eftir Etihad flugfélaginu í Abu Dhabi sem einnig auglýsir á treyjum félagsins. Eigendur City frá Abu Dhabi eignuðust félagið árið 2008. UEFA dæmdi City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum í fyrra, í kjölfar ásakana um að félagið hefði vísvitandi farið á svig við reglur um fjárhagslega háttvísi með auglýsingasamningum. City áfrýjaði niðurstöðunni til alþjóða íþróttadómstólsins sem dæmdi félaginu að langmestu leyti í hag og bannið féll niður.
Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Sjá meira