Tvö félög samþykktu ekki bann á neyðarfundi enskra úrvalsdeildarfélaga Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2021 10:01 Það er nóg til hjá Newcastle eftir yfirtöku Sádi Araba og stuðningsmenn félagsins eru margir glaðbeittir eftir mögur ár í eigendatíð Mike Ashley. Getty/Ian MacNicol Ensku úrvalsdeildarfélögin samþykktu í kosningu að banna félögunum 20 í deildinni tímabundið að gera auglýsinga- og styrktarsamninga við fyrirtæki sem tengjast eigendum félaganna. Tvö félög samþykktu ekki tillöguna. Tillagan var lögð fram í kjölfar 305 milljóna punda yfirtöku Sádi Araba á Newcastle sem var eina félagið sem greiddi atkvæði gegn tillögunni. Manchester United sat hjá en hin átján félögin greiddu atkvæði með tillögunni, á neyðarfundi í gær. Samkvæmt frétt BBC mega félögin í deildinni þar með ekki gera samninga við fyrirtæki sem tengjast eigendum þeirra. Bannið gildir í mánuð á meðan að málið verður rætt frekar. Forráðamenn félaganna í ensku úrvalsdeildinni hafa lýst yfir áhyggjum vegna yfirtökunnar á Newcastle og kvartað yfir því að hinir nýju eigendur hafi verið taldir standast kröfur deildarinnar um eigendur og stjórnendur. Deildin samþykkti yfirtöku Public Investment Fund á Newcastle og í yfirlýsingu sagði að hún hefði fengið staðfestingu á að í lagalegum skilningi væri sjóðurinn aðskilinn sádi-arabíska ríkinu. Þrátt fyrir það er krónprins Sádi Arabíu, Mohammed bin Salman, skráður formaður sjóðsins. Sjóðurinn á 250 milljarða punda. Tryggja þurfi að allir sitji við sama borð Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, hefur sagt að tryggja þurfi að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi verði fylgt svo að félögin tuttugu í ensku úrvalsdeildinni sitji öll við sama borð. Nokkuð er um það í Evrópu að félög séu með auglýsinga- og styrktarsamninga við fyrirtæki sem tengjast eigendum þeirra. Leikvangur Manchester City og æfingasvæði félagsins heitir eftir Etihad flugfélaginu í Abu Dhabi sem einnig auglýsir á treyjum félagsins. Eigendur City frá Abu Dhabi eignuðust félagið árið 2008. UEFA dæmdi City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum í fyrra, í kjölfar ásakana um að félagið hefði vísvitandi farið á svig við reglur um fjárhagslega háttvísi með auglýsingasamningum. City áfrýjaði niðurstöðunni til alþjóða íþróttadómstólsins sem dæmdi félaginu að langmestu leyti í hag og bannið féll niður. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Tillagan var lögð fram í kjölfar 305 milljóna punda yfirtöku Sádi Araba á Newcastle sem var eina félagið sem greiddi atkvæði gegn tillögunni. Manchester United sat hjá en hin átján félögin greiddu atkvæði með tillögunni, á neyðarfundi í gær. Samkvæmt frétt BBC mega félögin í deildinni þar með ekki gera samninga við fyrirtæki sem tengjast eigendum þeirra. Bannið gildir í mánuð á meðan að málið verður rætt frekar. Forráðamenn félaganna í ensku úrvalsdeildinni hafa lýst yfir áhyggjum vegna yfirtökunnar á Newcastle og kvartað yfir því að hinir nýju eigendur hafi verið taldir standast kröfur deildarinnar um eigendur og stjórnendur. Deildin samþykkti yfirtöku Public Investment Fund á Newcastle og í yfirlýsingu sagði að hún hefði fengið staðfestingu á að í lagalegum skilningi væri sjóðurinn aðskilinn sádi-arabíska ríkinu. Þrátt fyrir það er krónprins Sádi Arabíu, Mohammed bin Salman, skráður formaður sjóðsins. Sjóðurinn á 250 milljarða punda. Tryggja þurfi að allir sitji við sama borð Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, hefur sagt að tryggja þurfi að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi verði fylgt svo að félögin tuttugu í ensku úrvalsdeildinni sitji öll við sama borð. Nokkuð er um það í Evrópu að félög séu með auglýsinga- og styrktarsamninga við fyrirtæki sem tengjast eigendum þeirra. Leikvangur Manchester City og æfingasvæði félagsins heitir eftir Etihad flugfélaginu í Abu Dhabi sem einnig auglýsir á treyjum félagsins. Eigendur City frá Abu Dhabi eignuðust félagið árið 2008. UEFA dæmdi City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum í fyrra, í kjölfar ásakana um að félagið hefði vísvitandi farið á svig við reglur um fjárhagslega háttvísi með auglýsingasamningum. City áfrýjaði niðurstöðunni til alþjóða íþróttadómstólsins sem dæmdi félaginu að langmestu leyti í hag og bannið féll niður.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira