Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
Efnt var til samkeppninnar árið 2018 og hlutskörpust var þýska listakonan Karina Sanders en tillaga hennar gerði ráð fyrir að tveimur pálmatrjám yrði komið fyrir í turnlaga gróðurhúsum.
Heildarkostnaðurinn við verkið var metinn á um 140 milljónir króna og var framkvæmdin harkalega gagnrýnd af minnihlutanum í borgarstjórn og meðal annars líkt við stráin sem voru flutt inn til landsins og komið niður í margumtöluðum braggaframkvæmdum í Nauthólsvík.
Morgunblaðið hefur eftir Huld Ingimarsdóttur, skrifstofustjóra fjármála hjá menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, að matsnefnd hafi komist að þeirri niðurstöðu að tillagan væri framkvæmanleg en að raunhæfismatið sem fylgdi henni hefði verið of lágt.
Uppfært kostnaðarmat væri í skoðun og ákveðið hefði verið að fækka trjánum niður í eitt. Kostnaðurinn yrði því væntanlega lægri en áætlað var.