Anníe Mist: Þerna gerði ég mér grein fyrir því að ég er f-g sterk ennþá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 12:01 Anníe Mist Þórisdóttir fór aðeins yfir síðustu heimsleika í viðtalinu. Instagram/@anniethorisdottir Annie Mist komst á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit innan við ári eftir að hún eignaðist dóttur sína Freyju Mist. Hún er enn að átta sig á því að hún hafi náð þessu. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttur og Karínu Tönju Davíðsdóttur og spurði Anníe Mist meðal annars út í afrekið að vera fyrsta mamman til að komast á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit ári eftir að hafa eignast barn. „Ég er að róa sjálfa mig aðeins fyrir næsta mót. Að sjálfsögðu vill maður alltaf vinna og topp þrjú er alltaf markmiðið. Ég verð samt að viðurkenna að það var ekki markmiðið fyrir heimsleikana í ár,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir. Klippa: Anníe Mist um síðustu heimsleika „Mér fannst það mjög óraunhæft og ósanngjarnt gagnvart sjálfri mér að setja markmið sem mér fannst of langt í burtu. Ég gat eiginlega ekki sett það á sjálfa mig,“ segir Anníe Mist. Anníe hreif alla með frábærum árangri og sýndi um leið öllum mömmum að það er hægt að komast til baka í hóp þeirra hraustustu í heimi. „Vá, ég er enn að hugsa til baka og mér finnst klikkað að ég hafi náð þangað sem ég náði. Það gekk allt eins og það átti að ganga á heimsleikunum í ár. Ég skil þetta ekki ennþá en það gekk allt upp hjá mér,“ segir Anníe. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Eitt móment hjá Anníe á síðustu leikum verður líklega alltaf stórt í sögu heimsleikanna eða þegar hún náði 200 pundunum upp í snöruninni (90,7 kg) rétt áður en tíminn rann út. Myndin af henni og svipurinn gerði stundina enn skemmtilegri og stærri í CrossFit heiminum. „Ég var í kasti á bak við,“ grípur Katrín Tanja fram í fyrir Anníe og leikur svipinn á vinkonu sinni við mikla kátínu. „Ég viðurkenni það alveg að ég kom sjálfri mér mjög á óvart þarna. Þetta var það mesta sem ég hef náð í snörun, bæði fyrir og eftir fæðingu. Þetta var svolítið „groundbreaking“ fyrir mig og á þessu mómenti gerði ég mér grein fyrir því að: OK, ég er f-g sterk ennþá. Ég næ þessu aftur. Ég mun ná sjálfri mér aftur. Mér svolítið þannig og þetta var mín stund á leikunum,“ segir Anníe. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtalsbrot úr spjallinu við þær Katrínu Tönju og Anníe Mist en við munum birta fleiri slík viðtalsbrot á Vísi næstu daga. CrossFit Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttur og Karínu Tönju Davíðsdóttur og spurði Anníe Mist meðal annars út í afrekið að vera fyrsta mamman til að komast á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit ári eftir að hafa eignast barn. „Ég er að róa sjálfa mig aðeins fyrir næsta mót. Að sjálfsögðu vill maður alltaf vinna og topp þrjú er alltaf markmiðið. Ég verð samt að viðurkenna að það var ekki markmiðið fyrir heimsleikana í ár,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir. Klippa: Anníe Mist um síðustu heimsleika „Mér fannst það mjög óraunhæft og ósanngjarnt gagnvart sjálfri mér að setja markmið sem mér fannst of langt í burtu. Ég gat eiginlega ekki sett það á sjálfa mig,“ segir Anníe Mist. Anníe hreif alla með frábærum árangri og sýndi um leið öllum mömmum að það er hægt að komast til baka í hóp þeirra hraustustu í heimi. „Vá, ég er enn að hugsa til baka og mér finnst klikkað að ég hafi náð þangað sem ég náði. Það gekk allt eins og það átti að ganga á heimsleikunum í ár. Ég skil þetta ekki ennþá en það gekk allt upp hjá mér,“ segir Anníe. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Eitt móment hjá Anníe á síðustu leikum verður líklega alltaf stórt í sögu heimsleikanna eða þegar hún náði 200 pundunum upp í snöruninni (90,7 kg) rétt áður en tíminn rann út. Myndin af henni og svipurinn gerði stundina enn skemmtilegri og stærri í CrossFit heiminum. „Ég var í kasti á bak við,“ grípur Katrín Tanja fram í fyrir Anníe og leikur svipinn á vinkonu sinni við mikla kátínu. „Ég viðurkenni það alveg að ég kom sjálfri mér mjög á óvart þarna. Þetta var það mesta sem ég hef náð í snörun, bæði fyrir og eftir fæðingu. Þetta var svolítið „groundbreaking“ fyrir mig og á þessu mómenti gerði ég mér grein fyrir því að: OK, ég er f-g sterk ennþá. Ég næ þessu aftur. Ég mun ná sjálfri mér aftur. Mér svolítið þannig og þetta var mín stund á leikunum,“ segir Anníe. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtalsbrot úr spjallinu við þær Katrínu Tönju og Anníe Mist en við munum birta fleiri slík viðtalsbrot á Vísi næstu daga.
CrossFit Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira