RAX Augnablik: „Vorum klikkaðir að fljúga í þessu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. október 2021 07:00 Fjallað er um skipsströnd og sjávarháska í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. RAX Snemma árs 1981 strönduðu þrjú skip við strendur Íslands, Katrín VE, Sigurbára, og Heimaey. Ragnar Axelsson flaug og myndaði ströndin og björgun áhafnanna. Aðstæðurnar voru stundum svo slæmar að vinir og vandamenn óttuðust um afdrif hans og förunauta hans. Þegar Katrín VE strandaði flaug RAX yfir svæðið og myndaði. Ómar Ragnarsson var þar einnig á annarri flugvél. „Það er okkar hlutverk að skrá söguna og maður er í sjokki að sjá þetta og vonar náttúrulega að það bjargist allir,“ segir RAX um ástæðu þess að hann flaug í þessum slæmu aðstæðum til þess að mynda skipsströnd. Frásagnir ljósmyndarans af þessum skipsströndum má heyra í þættinum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og þátturinn Þrjú skipsströnd er rúmar tíu mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Þrjú skipsströnd Þegar Sigurbára strandaði í ofsaveðri myndaði RAX í gríðarlega erfiðum aðstæðum. „Það var brjálað veður, algjörlega brjálað veður, allt flug lá niðri á Íslandi.“ RAX hringdi í flugkennarann sinn og bað hann að fljúga með sér. „Það ætlaði allt í sundur að hristast, vindurinn fór alveg í hundrað hnúta í verstu kviðunum.“ Heimaey fékk kaðal í skrúfuna á netaveiðum þetta sama ár. „Þeir urðu vélarvana og ráku upp á land. Rétt áður en þeir stranda þá kemur brot á skipið og tekur tvo skipverja sem fórust.“ Ljósmyndarinn hefur hægt á sér í dag og fer ekki í hvað sem er lengur, enda olli hann fjölskyldu og samstarfsfélögum oft áhyggjum í þessum ferðum eins og heyra má í þættinum hér fyrir ofan. RAX hefur áður sagt frá hættulegum aðstæðum í starfi sínu sem fréttaljósmyndari. Í fyrstu þáttaröð af RAX Augnablik sagði hann frá snjóflóðunum á Súðavík og Flateyri. „Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ sagði hann um það verkefni. Hann var sendur á staðinn bæði Súðavík og Flateyri eftir flóðin árið 1995 til þess að skrásetja atburðina. Í þættinum eru sýndar myndirnar sem RAX tók eftir flóðin og hann segir frá sinni upplifun. Í fyrstu þáttaröð var einnig þáttur um það þegar Vikartindur strandaði. 5. mars árið 1997 lenti flutningaskipið Víkartindur í sjávarháska í brjáluðu veðri eftir að vélarbilun kom upp í skipinu snemma morguns. RAX var heima að undirbúa afmælið sitt þegar hann fékk símtalið. Eins og svo oft áður, henti hann öllu frá sér, settist upp í flugvélina og flaug á staðinn til þess að taka myndir. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. Sjávarútvegur Ljósmyndun RAX Tengdar fréttir RAX Augnablik: Litla barnið dó úr lungnabólgu því það var engin leið að sækja það „Þegar ég var búinn að vera að mynda í þorpinu í nokkra daga þá kemur Tobias hlaupandi og segir við verðum að fara núna, það er að skella á stormur.“ 10. október 2021 07:01 RAX Augnablik valinn Menningarþáttur ársins á Eddunni Þátturinn RAX Augnablik vann í gær til Edduverðlauna í flokknum Menningarþáttur ársins. 4. október 2021 13:22 „Maður svaf ekki dúr það var svo mikið brölt á þeim“ „Mykines er svolítið erfið eyja eða hefur verið af því að það voru oft svo miklir straumar í kringum eyjuna. Ég held að hún hafi verið áttatíu og eitthvað daga einhvern tímann út af brimi í kringum eyjuna af því að það komst enginn að henni,“ segir Ragnar Axelsson. 3. október 2021 07:00 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Aðstæðurnar voru stundum svo slæmar að vinir og vandamenn óttuðust um afdrif hans og förunauta hans. Þegar Katrín VE strandaði flaug RAX yfir svæðið og myndaði. Ómar Ragnarsson var þar einnig á annarri flugvél. „Það er okkar hlutverk að skrá söguna og maður er í sjokki að sjá þetta og vonar náttúrulega að það bjargist allir,“ segir RAX um ástæðu þess að hann flaug í þessum slæmu aðstæðum til þess að mynda skipsströnd. Frásagnir ljósmyndarans af þessum skipsströndum má heyra í þættinum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og þátturinn Þrjú skipsströnd er rúmar tíu mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Þrjú skipsströnd Þegar Sigurbára strandaði í ofsaveðri myndaði RAX í gríðarlega erfiðum aðstæðum. „Það var brjálað veður, algjörlega brjálað veður, allt flug lá niðri á Íslandi.“ RAX hringdi í flugkennarann sinn og bað hann að fljúga með sér. „Það ætlaði allt í sundur að hristast, vindurinn fór alveg í hundrað hnúta í verstu kviðunum.“ Heimaey fékk kaðal í skrúfuna á netaveiðum þetta sama ár. „Þeir urðu vélarvana og ráku upp á land. Rétt áður en þeir stranda þá kemur brot á skipið og tekur tvo skipverja sem fórust.“ Ljósmyndarinn hefur hægt á sér í dag og fer ekki í hvað sem er lengur, enda olli hann fjölskyldu og samstarfsfélögum oft áhyggjum í þessum ferðum eins og heyra má í þættinum hér fyrir ofan. RAX hefur áður sagt frá hættulegum aðstæðum í starfi sínu sem fréttaljósmyndari. Í fyrstu þáttaröð af RAX Augnablik sagði hann frá snjóflóðunum á Súðavík og Flateyri. „Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ sagði hann um það verkefni. Hann var sendur á staðinn bæði Súðavík og Flateyri eftir flóðin árið 1995 til þess að skrásetja atburðina. Í þættinum eru sýndar myndirnar sem RAX tók eftir flóðin og hann segir frá sinni upplifun. Í fyrstu þáttaröð var einnig þáttur um það þegar Vikartindur strandaði. 5. mars árið 1997 lenti flutningaskipið Víkartindur í sjávarháska í brjáluðu veðri eftir að vélarbilun kom upp í skipinu snemma morguns. RAX var heima að undirbúa afmælið sitt þegar hann fékk símtalið. Eins og svo oft áður, henti hann öllu frá sér, settist upp í flugvélina og flaug á staðinn til þess að taka myndir. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Sjávarútvegur Ljósmyndun RAX Tengdar fréttir RAX Augnablik: Litla barnið dó úr lungnabólgu því það var engin leið að sækja það „Þegar ég var búinn að vera að mynda í þorpinu í nokkra daga þá kemur Tobias hlaupandi og segir við verðum að fara núna, það er að skella á stormur.“ 10. október 2021 07:01 RAX Augnablik valinn Menningarþáttur ársins á Eddunni Þátturinn RAX Augnablik vann í gær til Edduverðlauna í flokknum Menningarþáttur ársins. 4. október 2021 13:22 „Maður svaf ekki dúr það var svo mikið brölt á þeim“ „Mykines er svolítið erfið eyja eða hefur verið af því að það voru oft svo miklir straumar í kringum eyjuna. Ég held að hún hafi verið áttatíu og eitthvað daga einhvern tímann út af brimi í kringum eyjuna af því að það komst enginn að henni,“ segir Ragnar Axelsson. 3. október 2021 07:00 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
RAX Augnablik: Litla barnið dó úr lungnabólgu því það var engin leið að sækja það „Þegar ég var búinn að vera að mynda í þorpinu í nokkra daga þá kemur Tobias hlaupandi og segir við verðum að fara núna, það er að skella á stormur.“ 10. október 2021 07:01
RAX Augnablik valinn Menningarþáttur ársins á Eddunni Þátturinn RAX Augnablik vann í gær til Edduverðlauna í flokknum Menningarþáttur ársins. 4. október 2021 13:22
„Maður svaf ekki dúr það var svo mikið brölt á þeim“ „Mykines er svolítið erfið eyja eða hefur verið af því að það voru oft svo miklir straumar í kringum eyjuna. Ég held að hún hafi verið áttatíu og eitthvað daga einhvern tímann út af brimi í kringum eyjuna af því að það komst enginn að henni,“ segir Ragnar Axelsson. 3. október 2021 07:00