Stundar Kveikur rannsóknarblaðamennsku? Jón Ívar Einarsson skrifar 16. október 2021 18:00 Kveikur kallar sig á ensku „investigative news program“. Bob Woodward, einn þekktasti rannsóknarblaðamaður heims, m.a. þekktur fyrir að afhjúpa Watergate hneykslið, talar um fjórar meginreglur rannsóknarblaðamennsku. Tvær þeirra eru að aðskilja eigin skoðanir frá viðfangsefninu og að ekki taka pólitíska afstöðu til umjöllunarefnisins. Eitt mikilvægasta hlutverk fjölmiðla er að veita stjórnvöldum og samfélaginu í heild aðhald. Því miður markast fréttaflutningur í dag m.a. af því hver heldur um pyngjuna hjá viðkomandi fjölmiðli. Kveikur er hins vegar framleiddur af Ríkissjónvarpinu og því bjóst ég við hlutleysi og vinnubrögðum í anda Bob Woodward. Sú var þó ekki raunin. Viðtalið Arnhildur Hálfdánardóttir boðaði mig í viðtal til að ræða „fólk sem er krítískt á bóluefni og sóttvarnaaðgerðir yfirvalda“. Engar frekari skýringar voru gefnar eða hvaða spurningar yrðu lagðar fram. Arnhildur kom greinilega vel undirbúin og í viðtalinu reyndi hún ítrekað að koma mér úr jafnvægi, m.a. með því að benda á að ég hafi lækað einhver komment á Facebook. Þessi spurning rataði svo í Kveik. Hins vegar var ýmislegt annað sem gerði það ekki, t.d. þegar hún fullyrti að ekkert barn í Bandaríkjunum hefði látist af völdum covid bólusetningar. Ég svaraði eitthvað á þessa leið „hvaðan hefur þú þær upplýsingar, ertu viss?“ og þá svaraði hún eitthvað á þessa leið „ja, þetta er eitthvað sem ég hef heyrt“. Þetta var auðvitað klippt út ásamt mestu af þeirri málefnalegu umræðu sem fór fram. Ég var svo kynntur til leiks sem kvensjúkdómalæknir, sem ég er vissulega, en ég er líka með MPH (Master of Public Health) gráðu og hef verið að skoða þessi mál út frá lýðheilsufræðilegum vinkli eins og oft hefur komið fram. Viðtalið sjálft stóð í u.þ.b. 30 mínútur, en var klippt niður í um 85 sekúndur sem voru sýndar í þættinum. Það gefur augaleið að þetta gefur Kveik fullkomið frelsi til að klippa viðtalið eins og best passar þeirri sögu sem þau vilja segja. Eftir að hafa farið í þetta viðtal og svo horft á þáttinn er ljóst að Kveikur var búinn að skrifa handritið að mestu fyrirfram og svo voru viðtöl viðmælenda klippt til eins og hentaði handritinu. Síðan voru fengnir álitsgjafar með réttar skoðanir og þeir klipptir inn í til að leiðrétta hina viðmælendurna. Auðvitað hefur maður skilning á að ekki sé hægt að birta nema brot úr löngu viðtali í svo stuttum þætti, en eðlilegra hefði verið að taka stutt og hnitmiðað viðtal um mína afstöðu. Það hentaði samt ekki Kveik, því þau virtust hafa lítinn áhuga á að heyra mína hlið, heldur frekar að finna augnablik sem létu mína afstöðu líta illa út. Misvísandi fréttaskýringar Kveikur virðist því ekki hafa stundað rannsóknarblaðamennsku í þessu máli, heldur frekar misvísandi fréttaskýringar sem jaðra við áróður . Í þættinum var t.d. sagt að Bretland og Noregur gefi unglingum einn skammt af bóluefni en bíða með seinni skammt. Skautað er yfir að ráðgefandi vísindamenn í báðum löndum lögðust gegn bólusetningum barna þegar við hófum okkar bólusetningarátak á Íslandi því þeim fannst ekki vera nægileg gögn fyrir hendi. Það var um það leyti sem ég skrifaði grein þar sem ég lýsti efasemdum um að bólusetning unglinga væri réttlætanleg. Mér finnst reyndar nálgun Noregs og Bretlands mun betri en okkar, þ.e.a.s. að gefa bara einn skammt, þar sem flest tilfelli hjartavöðvabólgu koma fram eftir seinni skammt bóluefnis. Framsetning Kveiks var hins vegar til þess fallin að kasta rýrð á minn málflutning. Þau vísa síðan í rannsókn CDC sem fjallar um karlmenn upp að 29 ára aldri, en umræður um bólusetningar barna snérust um unglinga á aldrinum 12-15 ára og þar með missir þessi tilvitnun Kveiks marks. Þau slepptu því líka að minnast á rannsókn sem gefur til kynna meiri hættu á fylgikvillum bólusetningar en sjúkrahússinnlögn vegna covid hjá drengjum á aldrinum 12-15 ára. Nú þegar hefur einn unglingur greinst með hjartabólgu eftir bólusetningu hérlendis og miðað við tíðnitölur erlendis frá lá fyrir þegar bólusetningar hófust að líkur væru á að 1-2 drengir á Íslandi myndu fá hjartabólgu eftir bólusetningu. Ekki eru öll kurl komin til grafar í þessari umræðu, en frekari umfjöllun um viðtalið við Kveik og fleira þessu tengt má finna með því að hlusta á þetta hlaðvarp. Ráðleggingar Eftir reynslu mína myndi ég ráðleggja fólki sem fær boð um að koma í viðtal hjá Kveik að hugsa sig vel um. Það er mögulegt að búið sé að skrifa handritið og það er mikilvægt að vita hvort þú sért í „góða“ liðinu eða „vonda“ liðinu. Ef þú ert í „vonda“ liðinu er sennilega ekki þess virði að taka þátt því Kveikur mun einungis birta þau brot úr viðtalinu sem hentar þeirra málflutningi og sennilega fá viðmælendur úr „góða“ liðinu til að „leiðrétta“ þín orð. Ég myndi líka ráðleggja að hljóðrita viðtalið til að eiga óklippt eintak, en það er heimilt meðan á viðtalinu stendur samkvæmt ritstjóra Kveiks. Samkvæmt Arnhildi er ekkert í fjölmiðlalögum sem skyldar Kveik til að birta viðtalið í heild, en þau hafa einstaka sinnum birt viðtöl í fullri lengd á vefnum „þegar talin hefur verið sérstök ástæða til“. Áskorun Ég skora því á ritstjóra Kveiks, Þóru Arnórsdóttur, að birta viðtalið í heild sinni á vefsíðu Ríkisútvarpsins. Það gæti verið áhugavert fyrir þá sem horfðu á Kveik að bera saman viðtalið í heild miðað við það sem birtist í þættinum. Höfundur er prófessor við Læknadeild Harvard-háskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Kveikur kallar sig á ensku „investigative news program“. Bob Woodward, einn þekktasti rannsóknarblaðamaður heims, m.a. þekktur fyrir að afhjúpa Watergate hneykslið, talar um fjórar meginreglur rannsóknarblaðamennsku. Tvær þeirra eru að aðskilja eigin skoðanir frá viðfangsefninu og að ekki taka pólitíska afstöðu til umjöllunarefnisins. Eitt mikilvægasta hlutverk fjölmiðla er að veita stjórnvöldum og samfélaginu í heild aðhald. Því miður markast fréttaflutningur í dag m.a. af því hver heldur um pyngjuna hjá viðkomandi fjölmiðli. Kveikur er hins vegar framleiddur af Ríkissjónvarpinu og því bjóst ég við hlutleysi og vinnubrögðum í anda Bob Woodward. Sú var þó ekki raunin. Viðtalið Arnhildur Hálfdánardóttir boðaði mig í viðtal til að ræða „fólk sem er krítískt á bóluefni og sóttvarnaaðgerðir yfirvalda“. Engar frekari skýringar voru gefnar eða hvaða spurningar yrðu lagðar fram. Arnhildur kom greinilega vel undirbúin og í viðtalinu reyndi hún ítrekað að koma mér úr jafnvægi, m.a. með því að benda á að ég hafi lækað einhver komment á Facebook. Þessi spurning rataði svo í Kveik. Hins vegar var ýmislegt annað sem gerði það ekki, t.d. þegar hún fullyrti að ekkert barn í Bandaríkjunum hefði látist af völdum covid bólusetningar. Ég svaraði eitthvað á þessa leið „hvaðan hefur þú þær upplýsingar, ertu viss?“ og þá svaraði hún eitthvað á þessa leið „ja, þetta er eitthvað sem ég hef heyrt“. Þetta var auðvitað klippt út ásamt mestu af þeirri málefnalegu umræðu sem fór fram. Ég var svo kynntur til leiks sem kvensjúkdómalæknir, sem ég er vissulega, en ég er líka með MPH (Master of Public Health) gráðu og hef verið að skoða þessi mál út frá lýðheilsufræðilegum vinkli eins og oft hefur komið fram. Viðtalið sjálft stóð í u.þ.b. 30 mínútur, en var klippt niður í um 85 sekúndur sem voru sýndar í þættinum. Það gefur augaleið að þetta gefur Kveik fullkomið frelsi til að klippa viðtalið eins og best passar þeirri sögu sem þau vilja segja. Eftir að hafa farið í þetta viðtal og svo horft á þáttinn er ljóst að Kveikur var búinn að skrifa handritið að mestu fyrirfram og svo voru viðtöl viðmælenda klippt til eins og hentaði handritinu. Síðan voru fengnir álitsgjafar með réttar skoðanir og þeir klipptir inn í til að leiðrétta hina viðmælendurna. Auðvitað hefur maður skilning á að ekki sé hægt að birta nema brot úr löngu viðtali í svo stuttum þætti, en eðlilegra hefði verið að taka stutt og hnitmiðað viðtal um mína afstöðu. Það hentaði samt ekki Kveik, því þau virtust hafa lítinn áhuga á að heyra mína hlið, heldur frekar að finna augnablik sem létu mína afstöðu líta illa út. Misvísandi fréttaskýringar Kveikur virðist því ekki hafa stundað rannsóknarblaðamennsku í þessu máli, heldur frekar misvísandi fréttaskýringar sem jaðra við áróður . Í þættinum var t.d. sagt að Bretland og Noregur gefi unglingum einn skammt af bóluefni en bíða með seinni skammt. Skautað er yfir að ráðgefandi vísindamenn í báðum löndum lögðust gegn bólusetningum barna þegar við hófum okkar bólusetningarátak á Íslandi því þeim fannst ekki vera nægileg gögn fyrir hendi. Það var um það leyti sem ég skrifaði grein þar sem ég lýsti efasemdum um að bólusetning unglinga væri réttlætanleg. Mér finnst reyndar nálgun Noregs og Bretlands mun betri en okkar, þ.e.a.s. að gefa bara einn skammt, þar sem flest tilfelli hjartavöðvabólgu koma fram eftir seinni skammt bóluefnis. Framsetning Kveiks var hins vegar til þess fallin að kasta rýrð á minn málflutning. Þau vísa síðan í rannsókn CDC sem fjallar um karlmenn upp að 29 ára aldri, en umræður um bólusetningar barna snérust um unglinga á aldrinum 12-15 ára og þar með missir þessi tilvitnun Kveiks marks. Þau slepptu því líka að minnast á rannsókn sem gefur til kynna meiri hættu á fylgikvillum bólusetningar en sjúkrahússinnlögn vegna covid hjá drengjum á aldrinum 12-15 ára. Nú þegar hefur einn unglingur greinst með hjartabólgu eftir bólusetningu hérlendis og miðað við tíðnitölur erlendis frá lá fyrir þegar bólusetningar hófust að líkur væru á að 1-2 drengir á Íslandi myndu fá hjartabólgu eftir bólusetningu. Ekki eru öll kurl komin til grafar í þessari umræðu, en frekari umfjöllun um viðtalið við Kveik og fleira þessu tengt má finna með því að hlusta á þetta hlaðvarp. Ráðleggingar Eftir reynslu mína myndi ég ráðleggja fólki sem fær boð um að koma í viðtal hjá Kveik að hugsa sig vel um. Það er mögulegt að búið sé að skrifa handritið og það er mikilvægt að vita hvort þú sért í „góða“ liðinu eða „vonda“ liðinu. Ef þú ert í „vonda“ liðinu er sennilega ekki þess virði að taka þátt því Kveikur mun einungis birta þau brot úr viðtalinu sem hentar þeirra málflutningi og sennilega fá viðmælendur úr „góða“ liðinu til að „leiðrétta“ þín orð. Ég myndi líka ráðleggja að hljóðrita viðtalið til að eiga óklippt eintak, en það er heimilt meðan á viðtalinu stendur samkvæmt ritstjóra Kveiks. Samkvæmt Arnhildi er ekkert í fjölmiðlalögum sem skyldar Kveik til að birta viðtalið í heild, en þau hafa einstaka sinnum birt viðtöl í fullri lengd á vefnum „þegar talin hefur verið sérstök ástæða til“. Áskorun Ég skora því á ritstjóra Kveiks, Þóru Arnórsdóttur, að birta viðtalið í heild sinni á vefsíðu Ríkisútvarpsins. Það gæti verið áhugavert fyrir þá sem horfðu á Kveik að bera saman viðtalið í heild miðað við það sem birtist í þættinum. Höfundur er prófessor við Læknadeild Harvard-háskóla
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar