Milljarður á 30 sekúndum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Njörður Sigurðsson og Sigrún Árnadóttir skrifa 16. október 2021 09:31 Undanfarið kjörtímabil hefur samstarf í bæjarstjórn Hveragerðis verið með ágætum. Þó koma reglulega upp mál sem minni- og meirihluta greinir á um, sem telst nú nokkuð eðlilegt í hinu pólitíska umhverfi. Gott samstarf minni- og meirihluta í Hveragerði má einnig rekja lengra aftur í tímann en þess má geta að fjárhagsáætlun bæjarins hefur verið unnin sameiginlega síðasta áratug eða svo. Við þá vinnu hefur skapast tækifæri til að taka tillit til ólíkra sjónarmiða, bæjarfulltrúar hafa sett sig enn betur inn í stöðu mála í bæjarfélaginu sem og að bæjarstjórnin öll axli ábyrgð á fjárhagnum. Sjálfstæðisflokkurinn í Hveragerði tekur upp veskið Nú sem fyrr er vinna hafin að fjárhagsáætlunargerðinni, málefnin eru rædd og bæjarfulltrúar hvattir til að sína ráðdeild í rekstri á sama tíma og að bær í örum vexti þarf að fjárfesta. Á bæjarstjórnarfundi þann 14. október sl. var tekin fyrir fundargerð fræðslunefndar, sem eitt og sér telst ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að við afgreiðslu hennar lagði meirihlutinn fram tillögu sem kom bæjarfulltrúum minnihlutans töluvert á óvart og hefur í för með sér gríðarlega fjárfestingu á vegum sveitarfélagsins. Meirihluti Sjálfstæðismanna lagði til að nú þegar yrði ráðist í hönnun á viðbyggingu við annan af leikskólum bæjarins sem og hönnun á nýjum leikskóla í Kambalandi. Tillaga var um að ákveðið fyrirtæki myndi sjá um hönnunina á báðum verkum. Tillagan mun þýða kostnað upp á um milljarð fyrir sveitarfélagið þegar yfir lýkur. Skortur á samráði og faglegum vinnubrögðum Hér er því um mjög stóra og kostnaðarsama ákvörðun að ræða og því er nauðsynlegt að vanda til verka við slíka ákvarðanatöku. Að mati bæjarfulltrúa Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn er eðlilegt að öllum bæjarfulltrúum sé gefinn kostur á að skoða slík mál ofan í kjölinn. Því voru undirrituð afar ósátt við framsetningu tillögunnar. Eðlilegt er að málefni sem fela í sér svo stórar fjárhagslegar skuldbindingar fyrir bæjarfélagið fái góða og vandaða umfjöllun í bæjarstjórn og séu því sérstakur dagskrárliður í fundarboði bæjarstjórnar. Bæjarfulltrúar minnihlutans óskuðu því eftir að tillögunni yrði frestað til aukabæjarstjórnarfundar sem haldinn yrði í næstu viku svo að bæjarfulltrúar fengju tækifæri til að kynna sér málið og gætu tekið upplýsta ákvörðun. Þess má geta að fundarboð ásamt fundargögnum berast bæjarfulltrúum tveimur dögum fyrir bæjarstjórnarfund og er það gert til að bæjarfulltrúar geti undirbúið sig fyrir fundi, kynnt sér málin og tekið upplýsta ákvörðun. Sjálfstæðisflokkurinn segir nei við vönduðum vinnubrögðum Sjálfstæðisflokkurinn í Hveragerði felldi tillögu minnihluta Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn um að fresta þessu máli um nokkra daga. Þar með hafnaði Sjálfstæðisflokkurinn að allir bæjarfulltrúar gætu kynnt sér málið vel og tekið upplýsta ákvörðun. Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því vönduðum vinnubrögðum. Það er með ólíkindum að bæjarfulltrúar minnihlutans hafi ekki fengið tækifæri til að kynna sér málið fyrir fundinn, sér í lagi þegar hátt í milljarða fjárfesting liggur undir en meirihlutinn ákveður að fela tillögu sína eins og áður hefur verið getið. Íbúar Hveragerðis hljóta að spyrja hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hafni því að stunda vönduð vinnubrögð við svo stórar ákvarðanir? Land kosningaskjálftanna Rétt er að taka fram að undirrituð eru mjög meðvituð um nauðsyn þess að byggja upp innviði í ört stækkandi bæjarfélagi og vita að mikilvægt er að bregðast hratt við þegar ekki hefur verið hugað nógu vel að slíkri uppbyggingu eins og í Hveragerði. Á þetta hafa undirrituð oft bent á í umræðum á bæjarstjórnarfundum. Það er því örlítil kosningalykt af þessum gjörningi meirihlutans. Virðist vera sem kominn sé kosningaskjálfti hjá Sjálfstæðisflokknum sem nú tekur upp peningaveskið rétt fyrir kosningar, án þess að vinna málið í samráði og samstarfi og án þess að gefa öllum bæjarfulltrúum tækifæri á að kynna sér málin. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn töldu sig ekki geta tekið upplýsta ákvörðum á 30 sekúndum, eins og við vorum neydd til, um fjárfestingu sem felur í sér afleiddan kostnað upp á tæpan milljarð. Meirihlutinn með formann Sambands íslenskra sveitarfélaga í fararbroddi hafnaði tillögu minnihluta um að fresta málinu til aukabæjarstjórnarfundar að viku liðinni svo að hægt væri að taka upplýsta og yfirvegaða ákvörðun um mikilvæga uppbyggingu í bæjarfélaginu. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir er bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn í Hveragerði Njörður Sigurðsson og Sigrún Árnadóttir eru bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Njörður Sigurðsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið kjörtímabil hefur samstarf í bæjarstjórn Hveragerðis verið með ágætum. Þó koma reglulega upp mál sem minni- og meirihluta greinir á um, sem telst nú nokkuð eðlilegt í hinu pólitíska umhverfi. Gott samstarf minni- og meirihluta í Hveragerði má einnig rekja lengra aftur í tímann en þess má geta að fjárhagsáætlun bæjarins hefur verið unnin sameiginlega síðasta áratug eða svo. Við þá vinnu hefur skapast tækifæri til að taka tillit til ólíkra sjónarmiða, bæjarfulltrúar hafa sett sig enn betur inn í stöðu mála í bæjarfélaginu sem og að bæjarstjórnin öll axli ábyrgð á fjárhagnum. Sjálfstæðisflokkurinn í Hveragerði tekur upp veskið Nú sem fyrr er vinna hafin að fjárhagsáætlunargerðinni, málefnin eru rædd og bæjarfulltrúar hvattir til að sína ráðdeild í rekstri á sama tíma og að bær í örum vexti þarf að fjárfesta. Á bæjarstjórnarfundi þann 14. október sl. var tekin fyrir fundargerð fræðslunefndar, sem eitt og sér telst ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að við afgreiðslu hennar lagði meirihlutinn fram tillögu sem kom bæjarfulltrúum minnihlutans töluvert á óvart og hefur í för með sér gríðarlega fjárfestingu á vegum sveitarfélagsins. Meirihluti Sjálfstæðismanna lagði til að nú þegar yrði ráðist í hönnun á viðbyggingu við annan af leikskólum bæjarins sem og hönnun á nýjum leikskóla í Kambalandi. Tillaga var um að ákveðið fyrirtæki myndi sjá um hönnunina á báðum verkum. Tillagan mun þýða kostnað upp á um milljarð fyrir sveitarfélagið þegar yfir lýkur. Skortur á samráði og faglegum vinnubrögðum Hér er því um mjög stóra og kostnaðarsama ákvörðun að ræða og því er nauðsynlegt að vanda til verka við slíka ákvarðanatöku. Að mati bæjarfulltrúa Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn er eðlilegt að öllum bæjarfulltrúum sé gefinn kostur á að skoða slík mál ofan í kjölinn. Því voru undirrituð afar ósátt við framsetningu tillögunnar. Eðlilegt er að málefni sem fela í sér svo stórar fjárhagslegar skuldbindingar fyrir bæjarfélagið fái góða og vandaða umfjöllun í bæjarstjórn og séu því sérstakur dagskrárliður í fundarboði bæjarstjórnar. Bæjarfulltrúar minnihlutans óskuðu því eftir að tillögunni yrði frestað til aukabæjarstjórnarfundar sem haldinn yrði í næstu viku svo að bæjarfulltrúar fengju tækifæri til að kynna sér málið og gætu tekið upplýsta ákvörðun. Þess má geta að fundarboð ásamt fundargögnum berast bæjarfulltrúum tveimur dögum fyrir bæjarstjórnarfund og er það gert til að bæjarfulltrúar geti undirbúið sig fyrir fundi, kynnt sér málin og tekið upplýsta ákvörðun. Sjálfstæðisflokkurinn segir nei við vönduðum vinnubrögðum Sjálfstæðisflokkurinn í Hveragerði felldi tillögu minnihluta Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn um að fresta þessu máli um nokkra daga. Þar með hafnaði Sjálfstæðisflokkurinn að allir bæjarfulltrúar gætu kynnt sér málið vel og tekið upplýsta ákvörðun. Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því vönduðum vinnubrögðum. Það er með ólíkindum að bæjarfulltrúar minnihlutans hafi ekki fengið tækifæri til að kynna sér málið fyrir fundinn, sér í lagi þegar hátt í milljarða fjárfesting liggur undir en meirihlutinn ákveður að fela tillögu sína eins og áður hefur verið getið. Íbúar Hveragerðis hljóta að spyrja hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hafni því að stunda vönduð vinnubrögð við svo stórar ákvarðanir? Land kosningaskjálftanna Rétt er að taka fram að undirrituð eru mjög meðvituð um nauðsyn þess að byggja upp innviði í ört stækkandi bæjarfélagi og vita að mikilvægt er að bregðast hratt við þegar ekki hefur verið hugað nógu vel að slíkri uppbyggingu eins og í Hveragerði. Á þetta hafa undirrituð oft bent á í umræðum á bæjarstjórnarfundum. Það er því örlítil kosningalykt af þessum gjörningi meirihlutans. Virðist vera sem kominn sé kosningaskjálfti hjá Sjálfstæðisflokknum sem nú tekur upp peningaveskið rétt fyrir kosningar, án þess að vinna málið í samráði og samstarfi og án þess að gefa öllum bæjarfulltrúum tækifæri á að kynna sér málin. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Framsókn töldu sig ekki geta tekið upplýsta ákvörðum á 30 sekúndum, eins og við vorum neydd til, um fjárfestingu sem felur í sér afleiddan kostnað upp á tæpan milljarð. Meirihlutinn með formann Sambands íslenskra sveitarfélaga í fararbroddi hafnaði tillögu minnihluta um að fresta málinu til aukabæjarstjórnarfundar að viku liðinni svo að hægt væri að taka upplýsta og yfirvegaða ákvörðun um mikilvæga uppbyggingu í bæjarfélaginu. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir er bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn í Hveragerði Njörður Sigurðsson og Sigrún Árnadóttir eru bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar