Gestirnir í Schalke höfðu mikla yfirburði í leiknum og áttu til að mynda 22 marktilraunir gegn aðeins einni marktilraun Hannover.
Illa gekk þó að koma boltanum í netið og markalaust var þegar flautað var til hálfleiks.
Enn gekk brösulega að skora í seinni hálfleik, og allt stefndi í markalaust jafntefli. Það er allt þangað til á fimmtu mínútu uppbótartíma þegar að Guðlaugur Victor lagði upp sigurmark Schalke fyrir liðsfélaga sinnMarcin Kaminski.
Schalke er nú með 19 stig í þriðja sæti erftir tíu umferðir, jafn mörg stig og St. Pauli Regensburg í fyrsta og öðru sæti.