Ekki lengur hrópandinn í eyðimörkinni Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2021 10:00 Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaður frá Alaska var lengi eins og hrópandinn í eyðimörkinni þegar hún reyndi að vekja athygli á ma´lefnum norðurslóða og loftslagsbreytingunum. Stöð 2/Egill Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaður Republikana fyrir Alaska mætti áhugaleysi og jafnvel efasemdum um raunveruleika loftlagsbreytinganna innan flokksins þegar hún hóf að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Hún hefur sótt Hringborð norðurslóða frá upphafi og segir stöðuna hafa breyst mikið í dag. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Murkowski, David Balton nýskipaðan framkvæmdastjóra stýrihóps Hvíta Hússins í norðurslóðamálum og Ólaf Ragnar Grímsson formann Hrinigborðs norðurslóða, Arctic Circle á þingi þess í Hörpu um baráttuna gegn loftslagsbreytingunum. Joe Biden forseti Bandaríkjanna hleypti nýju lífi í stýrihópinn eftir að hann tók við völdum. Balton segir átján stofnanir og deildir bandarísku stjórnsýslunnar koma að málefnum norðurslóða. Honum sé ætlað að samhæfa störf allra þessarra aðila því Biden stjórnin hafi mikinn áhuga á málefnum norðuslóða og loftlagsbreytingunum. Frá vinstri: David Balton, Lisa Murkowski, Ólafur Ragnar Grímsson, Heimir Már Pétursson.Stöð 2/Egill Murkowski segir frá því í viðtalinu hvernig málflutningur hennar hafi verið afgreiddur sem pólitískt pot fyrir hennar ríki Alaska þegar hún reyndi fyrst að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Þá hafi margir samflokksmanna hennar hreinlega ekki trúað að loftslagsbreytingarnar væru raunverulegar eða ekki viljað ræða þær því þá þyrftu þeir að viðurkenna vandann. Ólafur Ragnar lýsti mikilli ánægju með að stjórnvöld í Bandaríkjunum kæmu nú af miklum krafti að málaflokknum. Hann hælir Murkowski fyrir þolgæði hennar en hún hefur mætt á öll þing Hringborðs norðurslóða frá upphafi árið 2013 og einnig ráðstefnur samtakanna í öðrum löndum. Hann sagðist vænta mikils af störfum Baltons en hann hefur í fyrri störfum sínum einnig oft mætt á Hringborðið. Viðtal Heimis Más er mjög upplýsindi um hvað er að gerast í málefnum norðurslóða í Bandaríkjunum og samskiptum Bandaríkjamanna við umheiminn í þeim efnum. Norðurslóðir Bandaríkin Ólafur Ragnar Grímsson Loftslagsmál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Norðurslóðir án íss! Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. 14. október 2021 12:35 Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Murkowski, David Balton nýskipaðan framkvæmdastjóra stýrihóps Hvíta Hússins í norðurslóðamálum og Ólaf Ragnar Grímsson formann Hrinigborðs norðurslóða, Arctic Circle á þingi þess í Hörpu um baráttuna gegn loftslagsbreytingunum. Joe Biden forseti Bandaríkjanna hleypti nýju lífi í stýrihópinn eftir að hann tók við völdum. Balton segir átján stofnanir og deildir bandarísku stjórnsýslunnar koma að málefnum norðurslóða. Honum sé ætlað að samhæfa störf allra þessarra aðila því Biden stjórnin hafi mikinn áhuga á málefnum norðuslóða og loftlagsbreytingunum. Frá vinstri: David Balton, Lisa Murkowski, Ólafur Ragnar Grímsson, Heimir Már Pétursson.Stöð 2/Egill Murkowski segir frá því í viðtalinu hvernig málflutningur hennar hafi verið afgreiddur sem pólitískt pot fyrir hennar ríki Alaska þegar hún reyndi fyrst að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Þá hafi margir samflokksmanna hennar hreinlega ekki trúað að loftslagsbreytingarnar væru raunverulegar eða ekki viljað ræða þær því þá þyrftu þeir að viðurkenna vandann. Ólafur Ragnar lýsti mikilli ánægju með að stjórnvöld í Bandaríkjunum kæmu nú af miklum krafti að málaflokknum. Hann hælir Murkowski fyrir þolgæði hennar en hún hefur mætt á öll þing Hringborðs norðurslóða frá upphafi árið 2013 og einnig ráðstefnur samtakanna í öðrum löndum. Hann sagðist vænta mikils af störfum Baltons en hann hefur í fyrri störfum sínum einnig oft mætt á Hringborðið. Viðtal Heimis Más er mjög upplýsindi um hvað er að gerast í málefnum norðurslóða í Bandaríkjunum og samskiptum Bandaríkjamanna við umheiminn í þeim efnum.
Norðurslóðir Bandaríkin Ólafur Ragnar Grímsson Loftslagsmál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Norðurslóðir án íss! Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. 14. október 2021 12:35 Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
„Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20
Norðurslóðir án íss! Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. 14. október 2021 12:35
Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila