Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Grótta 30-30 | Fyrsta stig Gróttu kom í Mosó Þorsteinn Hjálmsson skrifar 17. október 2021 20:51 Grótta sótti sitt fyrsta stig á tímabilinu í kvöld. Vísir/Vilhelm Lokaleikur fjórðu umferðar í Olís-deild karla var spilaður í kvöld þar sem Afturelding fékk Gróttu í heimsókn. Leiknum lauk með jafntefli 30-30 í hörku leik. Bæði Arnar Daði og Gunnar Magnússon báru mikla virðingu fyrir liðum hvors annars í viðtölum fyrir leik í kvöld. Arnar Daði nefndi eins og margir hafa talað um, að Afturelding sé eitt best mannaða lið deildarinnar. Grótta byrjaði leikinn mjög vel, komust í 0-3. Fyrsta mark Mosfellinga kom ekki fyrr en á sjöttu mínútu. Gunnar Magnússon tók leikhlé þegar hálfleikurinn var hálfnaður og hans menn þrem mörkum undir 5-8. Eftir það leikhlé komu Blær og Þorsteinn Leó inn á fyrir heimamenn. Hressti Þorsteinn heldur betur upp á sóknarleik Aftureldingar og var með fjögur mörk úr jafn mörgum skotum í fyrri hálfleik. Afturelding komst í fyrsta skipti yfir á 27. mínútu leiksins, það dugði skammt. Ágúst Emil sá til þess að Grótta færi með forustu inn í hálfleikinn með flautu marki úr hraðaupphlaupi. Staðan 13-14 Gróttu í vil í hálfleik. Grótta náði tveggja marka forustu 15-17 snemma í seinni hálfleik. Mosfellingar náðu að snú þeirri stöðu við um miðbygg seinni hálfleiks og voru í forustu 20-19. Á síðasta korteri leiksins hafði Afturelding frumkvæðið í leiknum og komust einu marki yfir í senn. Grótta jafnaði þó jafn harðan. Jafnt var á loka mínútu leiksins 30-30 og Grótta með boltann. Ekki tókst þeim þó að nýta síðustu sókn leiksins. Af hverju endaði leiknum með jafntefli? Grótta spilaði langar sóknir og voru skynsamir í öllum sínum sóknaraðgerðum, sem skilaði 30 mörkum. Afturelding fór hægt af stað og náði sér í raun ekki fullkomlega á strik fyrr en í síðari hálfleik þegar allt var undir. Hverjir stóðu upp úr? Ólafur Brim og Birgir Steinn voru með stórleik fyrir Seltyrninga. Ólafur með 11 mörk og Birgir 8 mörk. Hjá Aftureldingu kom Þorsteinn Leó sterkur inn og dróg vagninn fyrri part leiks. Þegar spennustigið var sem hæst steig Árni Bragi upp og skoraði nokkur mörk á mikilvægum tímapunktum. Báðir enduðu með sjö mörk. Hvað gekk illa? Markvarslan hjá Aftureldingu var ekki upp á marga fiska í kvöld. Aðeins sjö boltar klukkaðir. Hvað gerist næst? Grótta fær deildarmeistara Hauka í heimsókn næsta sunnudag kl. 18:00. Afturelding fer upp í efri byggðir Kópavogs í næstu umferð og mætir HK. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport mánudaginn 25. október kl. 18:00. Gunnar Magnússon: Vorum sjálfum okkur verstir Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur í leikslok.VÍSIR/DANÍEL Gunnar var svekktur eftir leik. „Svekkjandi að missa þetta niður í jafntefli. Vorum yfir í seinni og lokin af fyrri. Fáum þá slæmar tvær mínútur á okkur og lendum í undirtölu, missum þá frumkvæðið. Fengum einhverja 1-2 sénsa þegar eru 5-6 mínútur eftir og nýtum það ekki.“ Með góða stöðu glutruðu Mosfellingar því í jafna stöðu oft á tíðum. „Við vorum sjálfum okkur verstir og þeir gerðu þetta líka bara vel. Þeir spiluðu eins lengi og þeir fengu og skoruðu mjög mörg mörk eftir að höndin er komin upp.“ Gunnar var sáttur með sóknarleikinn en fannst þó sýnir menn klaufar á mikilvægum stundum. „Ég er sáttur með sóknarleikinn, 30 mörk verða að duga. Erum svolítið klaufalegir, síðasta markið í fyrri hálfleik, í stað þess að fara með eitt mark eða jafntefli (inn í hálfleikinn) köstum við honum frá okkur og þeir skora. Það mark er dýrt í svona leik. Við vorum sjálfum okkur verstir líka að stórum hluta, fáum á okkur 30 mörk. Það er of mikið.“ Varðandi framhaldið hafði Gunnar þetta að segja: „Það er bara áfram gakk. Svekktur með hvernig en einn leikurinn svona á síðustu mínútunum er jafn og við erum ekki nógu klókir á lokametrunum. Við erum frekar að tapa stigunum með því að vera óklókir.“ Olís-deild karla Afturelding Grótta
Lokaleikur fjórðu umferðar í Olís-deild karla var spilaður í kvöld þar sem Afturelding fékk Gróttu í heimsókn. Leiknum lauk með jafntefli 30-30 í hörku leik. Bæði Arnar Daði og Gunnar Magnússon báru mikla virðingu fyrir liðum hvors annars í viðtölum fyrir leik í kvöld. Arnar Daði nefndi eins og margir hafa talað um, að Afturelding sé eitt best mannaða lið deildarinnar. Grótta byrjaði leikinn mjög vel, komust í 0-3. Fyrsta mark Mosfellinga kom ekki fyrr en á sjöttu mínútu. Gunnar Magnússon tók leikhlé þegar hálfleikurinn var hálfnaður og hans menn þrem mörkum undir 5-8. Eftir það leikhlé komu Blær og Þorsteinn Leó inn á fyrir heimamenn. Hressti Þorsteinn heldur betur upp á sóknarleik Aftureldingar og var með fjögur mörk úr jafn mörgum skotum í fyrri hálfleik. Afturelding komst í fyrsta skipti yfir á 27. mínútu leiksins, það dugði skammt. Ágúst Emil sá til þess að Grótta færi með forustu inn í hálfleikinn með flautu marki úr hraðaupphlaupi. Staðan 13-14 Gróttu í vil í hálfleik. Grótta náði tveggja marka forustu 15-17 snemma í seinni hálfleik. Mosfellingar náðu að snú þeirri stöðu við um miðbygg seinni hálfleiks og voru í forustu 20-19. Á síðasta korteri leiksins hafði Afturelding frumkvæðið í leiknum og komust einu marki yfir í senn. Grótta jafnaði þó jafn harðan. Jafnt var á loka mínútu leiksins 30-30 og Grótta með boltann. Ekki tókst þeim þó að nýta síðustu sókn leiksins. Af hverju endaði leiknum með jafntefli? Grótta spilaði langar sóknir og voru skynsamir í öllum sínum sóknaraðgerðum, sem skilaði 30 mörkum. Afturelding fór hægt af stað og náði sér í raun ekki fullkomlega á strik fyrr en í síðari hálfleik þegar allt var undir. Hverjir stóðu upp úr? Ólafur Brim og Birgir Steinn voru með stórleik fyrir Seltyrninga. Ólafur með 11 mörk og Birgir 8 mörk. Hjá Aftureldingu kom Þorsteinn Leó sterkur inn og dróg vagninn fyrri part leiks. Þegar spennustigið var sem hæst steig Árni Bragi upp og skoraði nokkur mörk á mikilvægum tímapunktum. Báðir enduðu með sjö mörk. Hvað gekk illa? Markvarslan hjá Aftureldingu var ekki upp á marga fiska í kvöld. Aðeins sjö boltar klukkaðir. Hvað gerist næst? Grótta fær deildarmeistara Hauka í heimsókn næsta sunnudag kl. 18:00. Afturelding fer upp í efri byggðir Kópavogs í næstu umferð og mætir HK. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport mánudaginn 25. október kl. 18:00. Gunnar Magnússon: Vorum sjálfum okkur verstir Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur í leikslok.VÍSIR/DANÍEL Gunnar var svekktur eftir leik. „Svekkjandi að missa þetta niður í jafntefli. Vorum yfir í seinni og lokin af fyrri. Fáum þá slæmar tvær mínútur á okkur og lendum í undirtölu, missum þá frumkvæðið. Fengum einhverja 1-2 sénsa þegar eru 5-6 mínútur eftir og nýtum það ekki.“ Með góða stöðu glutruðu Mosfellingar því í jafna stöðu oft á tíðum. „Við vorum sjálfum okkur verstir og þeir gerðu þetta líka bara vel. Þeir spiluðu eins lengi og þeir fengu og skoruðu mjög mörg mörk eftir að höndin er komin upp.“ Gunnar var sáttur með sóknarleikinn en fannst þó sýnir menn klaufar á mikilvægum stundum. „Ég er sáttur með sóknarleikinn, 30 mörk verða að duga. Erum svolítið klaufalegir, síðasta markið í fyrri hálfleik, í stað þess að fara með eitt mark eða jafntefli (inn í hálfleikinn) köstum við honum frá okkur og þeir skora. Það mark er dýrt í svona leik. Við vorum sjálfum okkur verstir líka að stórum hluta, fáum á okkur 30 mörk. Það er of mikið.“ Varðandi framhaldið hafði Gunnar þetta að segja: „Það er bara áfram gakk. Svekktur með hvernig en einn leikurinn svona á síðustu mínútunum er jafn og við erum ekki nógu klókir á lokametrunum. Við erum frekar að tapa stigunum með því að vera óklókir.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti