„Ég hélt að þetta væri grín“ Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2021 13:00 Lionel Messi hlustar á Mauricio Pochettino á leik PSG gegn Lyon í haust. Getty/Mehdi Taamallah Mauricio Pochettino hélt að það væri verið að grínast í sér þegar honum var tjáð að hann myndi mögulega stýra Lionel Messi í liði PSG í vetur. Pochettino fékk símtal frá Leonardo, íþróttastjóra PSG, þegar franska félagið komst á snoðir um það að mögulegt væri að klófesta Messi. Hann kom frítt til félagsins 10. ágúst eftir að Barcelona hafði lýst því yfir að félagið gæti ekki gert nýjan samning við Messi vegna alvarlegra fjárhagsörðugleika. Messi, sem sex sinnum hefur unnið Gullknöttinn sem besti leikmaður heims, hefur því leikið með PSG í vetur eftir að hafa allan sinn feril verið hjá Barcelona. „Leonardo hringdi í mig og sagði: „Það er möguleiki þarna. Myndir þú vilja nýta hann eða ekki?“ Það er gott að hann skyldi hringja í mig. Ég sagði við sjálfan mig: „Er þetta spurning?“ Ég hélt að þetta væri grín. Auðvitað,“ sagði Pochettino við ESPN. „Ég sagði við hann: „Þarf ég að fara og ná í hann? Á ég að keyra bílinn?“ Og þá byrjuðu samningaviðræðurnar. Eftir þetta hringdi Leonardo á hverju kvöldi og sagði mér frá stöðunni,“ sagði Pochettino. Héldu allir að Messi yrði áfram í Barcelona Messi, sem er 34 ára, vildi vera áfram hjá Barcelona og var búinn að samþykkja nýjan fimm ára samning við félagið. Ekki fékkst hins vegar leyfi fyrir þeim samningi enda hefði launakostnaður Barcelona einn og sér þá verið 10% hærri en tekjurnar. „Það reiknuðu allir með því að Messi yrði áfram í Barcelona. Mörg félög, ef ekki öll, dreymdi um að fá Messi þegar ljóst varð að hann færi á frjálsri sölu. En frá því að PSG sýndi áhuga þá vildi Leo koma hingað. Það gerðist allt mjög hratt. Við verðum að hrósa vinnunni hjá Leonardo, forseta félagsins og fulltrúum þess sem tókst á 2-3 dögum að klára samning við besta leikmann heims,“ sagði Pochettino. Hann var einnig spurður út í Kylian Mbappé en samningur hans við PSG rennur út næsta sumar. Pochettino sagði franska félagið að sjálfsögðu ætla að reyna sitt besta til að halda Mbappé hjá félaginu en Real Madrid sækir það stíft að fá hann í sínar raðir. Franski boltinn Tengdar fréttir Messi: Eins og dómarinn geri þetta vísvitandi Brasilíumenn geta farið að bóka flug á HM í Katar eftir enn einn sigurinn í undankeppninni í Suður-Ameríku í nótt. Lionel Messi skaut á brasilískan dómara eftir 1-0 sigur Argentínu á Perú. 15. október 2021 07:31 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Sjá meira
Pochettino fékk símtal frá Leonardo, íþróttastjóra PSG, þegar franska félagið komst á snoðir um það að mögulegt væri að klófesta Messi. Hann kom frítt til félagsins 10. ágúst eftir að Barcelona hafði lýst því yfir að félagið gæti ekki gert nýjan samning við Messi vegna alvarlegra fjárhagsörðugleika. Messi, sem sex sinnum hefur unnið Gullknöttinn sem besti leikmaður heims, hefur því leikið með PSG í vetur eftir að hafa allan sinn feril verið hjá Barcelona. „Leonardo hringdi í mig og sagði: „Það er möguleiki þarna. Myndir þú vilja nýta hann eða ekki?“ Það er gott að hann skyldi hringja í mig. Ég sagði við sjálfan mig: „Er þetta spurning?“ Ég hélt að þetta væri grín. Auðvitað,“ sagði Pochettino við ESPN. „Ég sagði við hann: „Þarf ég að fara og ná í hann? Á ég að keyra bílinn?“ Og þá byrjuðu samningaviðræðurnar. Eftir þetta hringdi Leonardo á hverju kvöldi og sagði mér frá stöðunni,“ sagði Pochettino. Héldu allir að Messi yrði áfram í Barcelona Messi, sem er 34 ára, vildi vera áfram hjá Barcelona og var búinn að samþykkja nýjan fimm ára samning við félagið. Ekki fékkst hins vegar leyfi fyrir þeim samningi enda hefði launakostnaður Barcelona einn og sér þá verið 10% hærri en tekjurnar. „Það reiknuðu allir með því að Messi yrði áfram í Barcelona. Mörg félög, ef ekki öll, dreymdi um að fá Messi þegar ljóst varð að hann færi á frjálsri sölu. En frá því að PSG sýndi áhuga þá vildi Leo koma hingað. Það gerðist allt mjög hratt. Við verðum að hrósa vinnunni hjá Leonardo, forseta félagsins og fulltrúum þess sem tókst á 2-3 dögum að klára samning við besta leikmann heims,“ sagði Pochettino. Hann var einnig spurður út í Kylian Mbappé en samningur hans við PSG rennur út næsta sumar. Pochettino sagði franska félagið að sjálfsögðu ætla að reyna sitt besta til að halda Mbappé hjá félaginu en Real Madrid sækir það stíft að fá hann í sínar raðir.
Franski boltinn Tengdar fréttir Messi: Eins og dómarinn geri þetta vísvitandi Brasilíumenn geta farið að bóka flug á HM í Katar eftir enn einn sigurinn í undankeppninni í Suður-Ameríku í nótt. Lionel Messi skaut á brasilískan dómara eftir 1-0 sigur Argentínu á Perú. 15. október 2021 07:31 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Sjá meira
Messi: Eins og dómarinn geri þetta vísvitandi Brasilíumenn geta farið að bóka flug á HM í Katar eftir enn einn sigurinn í undankeppninni í Suður-Ameríku í nótt. Lionel Messi skaut á brasilískan dómara eftir 1-0 sigur Argentínu á Perú. 15. október 2021 07:31