Aðsókn að gosstöðvunum aldrei verið minni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. október 2021 09:11 Vaskir göngumenn ganga niður Langahrygg við gösstöðvarnar. vísir/vilhelm Þeim fækkar ört sem vilja gera sér ferð að gosstöðvunum í Geldingadölum. Hraun hefur enda ekki sést koma upp úr gígnum í tæpar fjórar vikur, en það gerðist síðast þann 18. september. Áhöld eru uppi um hvort gosinu sé lokið eða hvort nú sé í gangi lengsta goshléið til þessa. Gosið hófst þann 19. mars en fimm dögum síðar var teljara komið fyrir á svæðinu. Aðsóknin var langmest fyrstu dagana en mest hafa rétt rúmlega sex þúsund manns heimsótt svæðið á sama degi, þann 28. mars. Næstum helmingi minni aðsókn í október Að meðaltali heimsóttu 3.717 gosstöðvarnar daglega frá því að gosið hófst og þar til marsmánuður var liðinn. Þeim fór svo mjög fækkandi en þeir voru í kring um ellefu til nítján hundruð á dag á meðaltali alla mánuði síðan. Þar til nú í október. Það sem af er mánuði hafa ekki nema tæplega átta hundruð gert sér ferð að svæðinu að meðaltali á dag. Í þessum mánuði var aðsóknin mest þann 1. október þegar 1.183 fóru í Geldingadali. Þessi hápunktur aðsóknar er jafnframt langminnstur allra mánaða síðan gosið hófst. Alla hina aðsóknarmestu daga fyrri mánaða fóru fleiri en þrjú þúsund á svæðið. Mánuðurinn er auðvitað aðeins hálfnaður og aldrei að vita nema aðsóknartölurnar snarhækki ef gosið fer aftur í gang. Hér má sjá tölur yfir fjölda þeirra sem heimsótti gosstöðvarnar að meðaltali á dag í hverjum mánuði og þann dag í mánuðinum sem aðsóknin var mest: Mars: 3.717 á dag - mest 28. mars: 6.032 manns Apríl: 1.301 á dag – mest 2. apríl: 5.908 manns Maí: 1.565 á dag - mest 16. maí: 3.524 manns Júní: 1.170 á dag - mest 10. júní: 3.594 manns Júlí: 1.901 á dag – mest 17. júlí: 3.177 manns Ágúst: 1.707 á dag – mest 8. ágúst: 3.159 manns September: 1.590 á dag – mest 17. september: 4.142 manns Október: 793 á dag – mest 1. október: 1.183 manns Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Gosið hófst þann 19. mars en fimm dögum síðar var teljara komið fyrir á svæðinu. Aðsóknin var langmest fyrstu dagana en mest hafa rétt rúmlega sex þúsund manns heimsótt svæðið á sama degi, þann 28. mars. Næstum helmingi minni aðsókn í október Að meðaltali heimsóttu 3.717 gosstöðvarnar daglega frá því að gosið hófst og þar til marsmánuður var liðinn. Þeim fór svo mjög fækkandi en þeir voru í kring um ellefu til nítján hundruð á dag á meðaltali alla mánuði síðan. Þar til nú í október. Það sem af er mánuði hafa ekki nema tæplega átta hundruð gert sér ferð að svæðinu að meðaltali á dag. Í þessum mánuði var aðsóknin mest þann 1. október þegar 1.183 fóru í Geldingadali. Þessi hápunktur aðsóknar er jafnframt langminnstur allra mánaða síðan gosið hófst. Alla hina aðsóknarmestu daga fyrri mánaða fóru fleiri en þrjú þúsund á svæðið. Mánuðurinn er auðvitað aðeins hálfnaður og aldrei að vita nema aðsóknartölurnar snarhækki ef gosið fer aftur í gang. Hér má sjá tölur yfir fjölda þeirra sem heimsótti gosstöðvarnar að meðaltali á dag í hverjum mánuði og þann dag í mánuðinum sem aðsóknin var mest: Mars: 3.717 á dag - mest 28. mars: 6.032 manns Apríl: 1.301 á dag – mest 2. apríl: 5.908 manns Maí: 1.565 á dag - mest 16. maí: 3.524 manns Júní: 1.170 á dag - mest 10. júní: 3.594 manns Júlí: 1.901 á dag – mest 17. júlí: 3.177 manns Ágúst: 1.707 á dag – mest 8. ágúst: 3.159 manns September: 1.590 á dag – mest 17. september: 4.142 manns Október: 793 á dag – mest 1. október: 1.183 manns
Mars: 3.717 á dag - mest 28. mars: 6.032 manns Apríl: 1.301 á dag – mest 2. apríl: 5.908 manns Maí: 1.565 á dag - mest 16. maí: 3.524 manns Júní: 1.170 á dag - mest 10. júní: 3.594 manns Júlí: 1.901 á dag – mest 17. júlí: 3.177 manns Ágúst: 1.707 á dag – mest 8. ágúst: 3.159 manns September: 1.590 á dag – mest 17. september: 4.142 manns Október: 793 á dag – mest 1. október: 1.183 manns
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira