Zúistabræðrum hafnað um gögn sem leiddu til rannsóknar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2021 15:54 Bræðurnir Ágúst Arnar (t.v.) og Einar (t.h.) Ágústssynir. Einar hlaut 3 ára og 9 mánaða fangelsisdóm vegna fjársvika árið 2017. Vísir Landsréttur hefur hafnað kröfum forsvarsmanna trúfélagsins Zuism um að fá aðgang að erindi frá Skrifstofu fjármálagerninga lörgeglu (SFL) og tilkynningu sem erindið byggði á. Forsvarsmennirnir sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. Í ákæru héraðssaksóknara eru bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sakaðir um að hafa valdið íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártóni í reynd með því að styrkja og hagnýta sér ranga hugmynd embættismanna að trúfélagið Zuism uppfyllti skilyrði fyrir skráningu trúfélags. Á þeim forsendum hafi félagið fengið rúmlega 84,7 milljónir króna í sóknargjöld frá ríkinu. Verjendur bræðranna kröfðust þess í Héraðsdómi Reykjavíkur að málinu yrði vísað frá en þeirri kröfu var hafnað í apríl síðastliðnum. Nú kröfðust þeir að fá fyrrnefnt erindi frá SFL. Um er að ræða erindi til Embættis héraðssaksóknara sem leiddi til rannsóknar saksóknara á umsvifum bræðranna Ágústs Arnar og Einars. Verjendurnir ýjuðu að því að rannsókn á málinu hefði mögulega hafist áður en sú tilkynning barst héraðssaksóknara. Öll atriði þyrftu að vera uppi á borðum og mikilvægt að geta fullvissað sig um að rétt hafi verið að málum staðið. Þá bentu verjendurnir á að SFL væri ekki tilkynningaskyldur aðili heldu hafi einhver sem beri tilkynningaskyldu á grundvelli laganna sett tilkynninguna fram og þá væntanlega einungis tilkynnt um óeðlilega fjármunafærslu. Liggja þurfi fyrir hvað varð til þess að tilkynningin var send og hvers vegna færsla hjá skráðu trúfélagi hafi vakið grunsemdir. Einnig kunni að vera í tilkynningunni upplýsingar um meint frumbrot sem SFL hafi fengið upplýsingar um. Þá bentu verjendur á að skrifstofa SFL væri á sama gangi og héraðssaksóknari. Réttmæt ástæða væri til að ætla að málatilbúnaður hæfist á skrifstofu héraðssaksóknara og allt annað væri einhvers konar fyrirsláttur til að afla sér heimildar til að hefja rannsókn málsins. Það væri einnig ástæða þess að ákærðu vildu fá skjalið inn í málið og teldu að það kynni að varpa ljósi á hæfi ákæruvaldsins til að fara með málið. Landsréttur hafnaði beiðni verjendanna og sagði meðal annars að hvorki í gögnum málsins né undirliggjandi lagaákvæðum liggi nokkuð fyrir um að sóknaraðili hafi fengið eða átt að fá sent afrit af þeirri tilkynningu sem erindi SFL til héraðssaksóknara byggði á. Þá hefðu verjendur bræðranna ekki bent á ákveðin atriði sem þeir telji vera í erindi SFL til sóknaraðila eða útskýrt hvernig það geti haft áhrif á úrlausn málsins. Ekkert lægi fyrir um að erindið hafi að geyma sönnun um atvik máls sem héraðssaksóknara sé skylt að leggja fram. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur. Zuism Dómsmál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Í ákæru héraðssaksóknara eru bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sakaðir um að hafa valdið íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártóni í reynd með því að styrkja og hagnýta sér ranga hugmynd embættismanna að trúfélagið Zuism uppfyllti skilyrði fyrir skráningu trúfélags. Á þeim forsendum hafi félagið fengið rúmlega 84,7 milljónir króna í sóknargjöld frá ríkinu. Verjendur bræðranna kröfðust þess í Héraðsdómi Reykjavíkur að málinu yrði vísað frá en þeirri kröfu var hafnað í apríl síðastliðnum. Nú kröfðust þeir að fá fyrrnefnt erindi frá SFL. Um er að ræða erindi til Embættis héraðssaksóknara sem leiddi til rannsóknar saksóknara á umsvifum bræðranna Ágústs Arnar og Einars. Verjendurnir ýjuðu að því að rannsókn á málinu hefði mögulega hafist áður en sú tilkynning barst héraðssaksóknara. Öll atriði þyrftu að vera uppi á borðum og mikilvægt að geta fullvissað sig um að rétt hafi verið að málum staðið. Þá bentu verjendurnir á að SFL væri ekki tilkynningaskyldur aðili heldu hafi einhver sem beri tilkynningaskyldu á grundvelli laganna sett tilkynninguna fram og þá væntanlega einungis tilkynnt um óeðlilega fjármunafærslu. Liggja þurfi fyrir hvað varð til þess að tilkynningin var send og hvers vegna færsla hjá skráðu trúfélagi hafi vakið grunsemdir. Einnig kunni að vera í tilkynningunni upplýsingar um meint frumbrot sem SFL hafi fengið upplýsingar um. Þá bentu verjendur á að skrifstofa SFL væri á sama gangi og héraðssaksóknari. Réttmæt ástæða væri til að ætla að málatilbúnaður hæfist á skrifstofu héraðssaksóknara og allt annað væri einhvers konar fyrirsláttur til að afla sér heimildar til að hefja rannsókn málsins. Það væri einnig ástæða þess að ákærðu vildu fá skjalið inn í málið og teldu að það kynni að varpa ljósi á hæfi ákæruvaldsins til að fara með málið. Landsréttur hafnaði beiðni verjendanna og sagði meðal annars að hvorki í gögnum málsins né undirliggjandi lagaákvæðum liggi nokkuð fyrir um að sóknaraðili hafi fengið eða átt að fá sent afrit af þeirri tilkynningu sem erindi SFL til héraðssaksóknara byggði á. Þá hefðu verjendur bræðranna ekki bent á ákveðin atriði sem þeir telji vera í erindi SFL til sóknaraðila eða útskýrt hvernig það geti haft áhrif á úrlausn málsins. Ekkert lægi fyrir um að erindið hafi að geyma sönnun um atvik máls sem héraðssaksóknara sé skylt að leggja fram. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur.
Zuism Dómsmál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði