Krónprinsinn með þétta dagskrá og kynnir sér græna orku á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. október 2021 12:18 Frá fundi dansk-íslensku sendinefndarinnar í Grósku í morgun. Frá vinstri sitja meðal annarra Sigurður Hanesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Friðrik krónprins Dana, Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. vísir/Arnar Friðrik krónprins Danmerkur segir samband Íslands og Danmerkur á sviði orkumála mikilvægt í baráttunni við loftslagsbreytingar. Þétt dagskrá er fram undan hjá krónprinsinum í dag sem mun kynna sér sjálfbærar orkulausnir í Íslandsheimsókn sinni. Friðrik krónprins Dana kom til landsins síðdegis í gær og hóf stutta Íslandsheimsókn sína með kvöldverði á Bessastöðum. Markmiðið er að styrkja viðskiptatengsl og samstarf Íslands og Danmerkur á sviði sjálfbærra orkulausna. Í morgun flutti hann ávarp við setningu fundar dansk-íslensku sendinefndarinnar í Grósku, hugmyndahúsi í Vatnsmýri. Hann lagði áherslu á gott samband ríkjanna og sagði bæði Íslendinga og Dani meðvitaða um að bregðast þurfi þurfi við loftslagsvánni með skilvirkum hætti og nýjum lausnum. Hann sagði heimsóknin vera lið í því að styrkja samband ríkjanna enn frekar í þróun grænna lausna. Fulltrúar framsæknustu fyrirtækja Danmerkur, Íslands og Grænlands á sviði sjálfbærra orkumála muni kynna nýjar tæknilausnir í dag sem Friðrik sagði nauðysnlegar til þess takast á við áskoranir næstu ára. „Með nýsköpun og framsækinni tækni munum getum við tekist á við loftslagsvandann,“ sagði Friðrik. Að loknum fundinum hélt krónprinsinn í Hellisheiðavirkjun og Carbfix og síðan í Orkuveitu Reykjavíkur. Eftir hádegi fundar hann með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, áður en hann skoðar danska varðskipið HDMS Triton sem liggur við Reykjavíkurhöfn, ásamt forseta Íslands og utanríkisráðherra. Botninn verður sleginn í daginn og jafnframt heimsóknina með móttöku í danska sendiráðinu síðdegis. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði í Grósku í morgun að rétta nálgunin við loftslagsvandanum væri blanda af raunsæi, bjarstýni, þrautseigju og nýsköpun. Íslendingar geti vonandi sýnt vinaþjóð sinni Dönum áræðni í verki. Orkumál Kóngafólk Danmörk Umhverfismál Forseti Íslands Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Fleiri fréttir Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Sjá meira
Friðrik krónprins Dana kom til landsins síðdegis í gær og hóf stutta Íslandsheimsókn sína með kvöldverði á Bessastöðum. Markmiðið er að styrkja viðskiptatengsl og samstarf Íslands og Danmerkur á sviði sjálfbærra orkulausna. Í morgun flutti hann ávarp við setningu fundar dansk-íslensku sendinefndarinnar í Grósku, hugmyndahúsi í Vatnsmýri. Hann lagði áherslu á gott samband ríkjanna og sagði bæði Íslendinga og Dani meðvitaða um að bregðast þurfi þurfi við loftslagsvánni með skilvirkum hætti og nýjum lausnum. Hann sagði heimsóknin vera lið í því að styrkja samband ríkjanna enn frekar í þróun grænna lausna. Fulltrúar framsæknustu fyrirtækja Danmerkur, Íslands og Grænlands á sviði sjálfbærra orkumála muni kynna nýjar tæknilausnir í dag sem Friðrik sagði nauðysnlegar til þess takast á við áskoranir næstu ára. „Með nýsköpun og framsækinni tækni munum getum við tekist á við loftslagsvandann,“ sagði Friðrik. Að loknum fundinum hélt krónprinsinn í Hellisheiðavirkjun og Carbfix og síðan í Orkuveitu Reykjavíkur. Eftir hádegi fundar hann með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, áður en hann skoðar danska varðskipið HDMS Triton sem liggur við Reykjavíkurhöfn, ásamt forseta Íslands og utanríkisráðherra. Botninn verður sleginn í daginn og jafnframt heimsóknina með móttöku í danska sendiráðinu síðdegis. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði í Grósku í morgun að rétta nálgunin við loftslagsvandanum væri blanda af raunsæi, bjarstýni, þrautseigju og nýsköpun. Íslendingar geti vonandi sýnt vinaþjóð sinni Dönum áræðni í verki.
Orkumál Kóngafólk Danmörk Umhverfismál Forseti Íslands Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Fleiri fréttir Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Sjá meira