„Förum á fullu inn í leikinn og höfum fulla trú á okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2021 13:30 Agla María Albertsdóttir í besta færi Breiðabliks í leiknum gegn Paris Saint-Germain fyrir viku. vísir/vilhelm Agla María Albertsdóttir segir að leikmenn Breiðabliks mæti fullir sjálfstrausts til leiks gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Breiðablik lék vel gegn Paris Saint-Germain í 1. umferð riðlakeppninnar en tapaði 0-2. Agla María segir að frammistaðan í þeim leik hafi gefið Blikum aukna trú á eigin getu fyrir komandi leiki í Meistaradeildinni. „Við tökum aðallega sjálfstraust út úr PSG-leiknum. Við allar áttuðum okkur á því að við eigum raunhæfa möguleika gegn þessum liðum og við eigum klárlega möguleika á morgun [í dag],“ sagði Agla María á blaðamannafundi í Madríd í gær. En hvað lærðu Blikar aðallega af leiknum gegn PSG fyrir viku? „Að við getum alveg staðið í þessum leikmönnum og það þýðir ekki að bera of mikla virðingu fyrir þeim. Bara fara á fullu inn í leikinn og hafa fulla trú á okkur. Og þá getur allt gerst í þessu,“ sagði Agla María. Hún segir liðsandann hjá Breiðabliki vera fyrsta flokks. „Það er mjög góður andi í hópnum. Eftir því sem liðið hefur á sumarið hefur hópurinn orðið þéttari og það er geggjað að vera í þessu liði,“ sagði kantmaðurinn sem var valinn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar á nýafstöðnu tímabili. Agla María hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn Breiðabliks verði yfirspenntir í leiknum stóra í kvöld. „Auðvitað er spennustigið hærra fyrir svona leiki. En flestar í hópnum eru með ágætis reynslu og erum vanar að spila nokkuð stóra leiki, þannig að við höndlum það alveg. Það er ótrúlega skemmtilegt að spila á móti svona stóru liði og eins og ég hef oft áður sagt eru forréttindi að vera í þessari stöðu. Við erum fyrst og fremst komnar til að njóta og auðvitað að ná í úrslit,“ sagði Agla María að endingu. Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á YouTube. Hægt verður að nálgast útsendingu frá leiknum á Vísi. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Sjá meira
Breiðablik lék vel gegn Paris Saint-Germain í 1. umferð riðlakeppninnar en tapaði 0-2. Agla María segir að frammistaðan í þeim leik hafi gefið Blikum aukna trú á eigin getu fyrir komandi leiki í Meistaradeildinni. „Við tökum aðallega sjálfstraust út úr PSG-leiknum. Við allar áttuðum okkur á því að við eigum raunhæfa möguleika gegn þessum liðum og við eigum klárlega möguleika á morgun [í dag],“ sagði Agla María á blaðamannafundi í Madríd í gær. En hvað lærðu Blikar aðallega af leiknum gegn PSG fyrir viku? „Að við getum alveg staðið í þessum leikmönnum og það þýðir ekki að bera of mikla virðingu fyrir þeim. Bara fara á fullu inn í leikinn og hafa fulla trú á okkur. Og þá getur allt gerst í þessu,“ sagði Agla María. Hún segir liðsandann hjá Breiðabliki vera fyrsta flokks. „Það er mjög góður andi í hópnum. Eftir því sem liðið hefur á sumarið hefur hópurinn orðið þéttari og það er geggjað að vera í þessu liði,“ sagði kantmaðurinn sem var valinn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar á nýafstöðnu tímabili. Agla María hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn Breiðabliks verði yfirspenntir í leiknum stóra í kvöld. „Auðvitað er spennustigið hærra fyrir svona leiki. En flestar í hópnum eru með ágætis reynslu og erum vanar að spila nokkuð stóra leiki, þannig að við höndlum það alveg. Það er ótrúlega skemmtilegt að spila á móti svona stóru liði og eins og ég hef oft áður sagt eru forréttindi að vera í þessari stöðu. Við erum fyrst og fremst komnar til að njóta og auðvitað að ná í úrslit,“ sagði Agla María að endingu. Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á YouTube. Hægt verður að nálgast útsendingu frá leiknum á Vísi.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Sjá meira