„Óneitanlega svolítið sérstakt að byrja gegn Real Madrid“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2021 11:31 Ásmundur stekkur beint út í djúpu laugina gegn Real Madrid í kvöld. vísir/vilhelm Ásmundur Arnarsson, nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks, viðurkennir að það sé nokkuð sérstakt að stýra liðinu í fyrsta sinn gegn stórliði Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. Í 1. umferð riðlakeppninnar vann Real Madrid Kharkiv frá Úkraínu með einu marki gegn engu á meðan Breiðablik tapaði 0-2 fyrir Paris Saint-Germain. Það var síðasti leikur Vilhjálms Kára Haraldssonar með Blika. Við starfi hans tók Ásmundur og hann stýrir Breiðabliki í fyrsta sinn á Alfredo Di Stéfano leikvanginum í Madríd í kvöld. „Það er óneitanlega svolítið sérstakt. Það er að mörgu að huga svona í byrjun og ýmislegt til að komast inn í en jafnframt gríðarlega spennandi. Ég hef fylgst með þessum stelpum undanfarið og þetta er geggjaður hópur. Það er virkilega gaman að koma inn í þetta, bæði inn í leikmannahópinn og Breiðablik sem félag. Þetta leggst vel í mig og er gríðarlega spennandi verkefni,“ sagði Ásmundur á blaðamannafundi í gær. Breiðablik lék vel gegn Paris Saint-Germain í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.vísir/vilhelm Hann býst ekki við að gera stórtækar breytingar á liði Breiðabliks frá leiknum gegn PSG fyrir viku. „Það er í raun enginn tími til að gera miklar breytingar. Fyrst og fremst verðum við að byggja á því sem hefur gengið vel undanfarið og frammistöðu síðasta leiks. Það er kannski smáatriði sem við getum tínt til og farið yfir en aðalatriðið er að safna kröftum og að allir séu tilbúnir á leikdegi,“ sagði Ásmundur. Real Madrid hefur farið illa af stað í spænsku úrvalsdeildinni, aðeins unnið einn af fyrstu sex leikjum sínum þar og einungis skorað þrjú mörk. Ásmundur ítrekaði þó að Madrídarliðið væri gríðarlega sterkt. „Við höfum skoðað þær ágætlega og leikurinn leggst rosalega vel í okkur. Við vitum að þetta verður erfitt verkefni. Við erum að fara að spila við gott lið. Þær eru tæknilega góðar, mjög hreyfanlegar og þótt úrslitin í deildinni hafi ekki verið upp á það besta undanfarið virðast þær vera að finna taktinn. Við eigum von á erfiðum leik en hann leggst rosalega vel í okkur og við erum mjög spennt,“ sagði Ásmundur. Selma Sól Magnúsdóttir verður væntanlega klár í leikinn í kvöld.vísir/Hulda Margrét Hann steig varlega til jarðar er hann var spurður hvort markmið Breiðabliks hefðu eitthvað breyst eftir frammistöðuna góðu gegn PSG. „Markmiðið er fyrst og síðast að byggja ofan á frammistöðuna í síðasta leik og ná alvöru frammistöðu á morgun. Eftir þann leik skýrist þá betur hvar við stöndum upp á að setja sér markmið fyrir framhaldið,“ sagði Ásmundur. Selma Sól Magnúsdóttir gat ekki leikið gegn PSG vegna meiðsla en Ásmundur er bjartsýnn á að geta teflt henni fram í kvöld. Allir aðrir leikmenn Breiðabliks eru klárir í bátana. Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á YouTube. Hægt verður að nálgast útsendingu frá leiknum á Vísi. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Í 1. umferð riðlakeppninnar vann Real Madrid Kharkiv frá Úkraínu með einu marki gegn engu á meðan Breiðablik tapaði 0-2 fyrir Paris Saint-Germain. Það var síðasti leikur Vilhjálms Kára Haraldssonar með Blika. Við starfi hans tók Ásmundur og hann stýrir Breiðabliki í fyrsta sinn á Alfredo Di Stéfano leikvanginum í Madríd í kvöld. „Það er óneitanlega svolítið sérstakt. Það er að mörgu að huga svona í byrjun og ýmislegt til að komast inn í en jafnframt gríðarlega spennandi. Ég hef fylgst með þessum stelpum undanfarið og þetta er geggjaður hópur. Það er virkilega gaman að koma inn í þetta, bæði inn í leikmannahópinn og Breiðablik sem félag. Þetta leggst vel í mig og er gríðarlega spennandi verkefni,“ sagði Ásmundur á blaðamannafundi í gær. Breiðablik lék vel gegn Paris Saint-Germain í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.vísir/vilhelm Hann býst ekki við að gera stórtækar breytingar á liði Breiðabliks frá leiknum gegn PSG fyrir viku. „Það er í raun enginn tími til að gera miklar breytingar. Fyrst og fremst verðum við að byggja á því sem hefur gengið vel undanfarið og frammistöðu síðasta leiks. Það er kannski smáatriði sem við getum tínt til og farið yfir en aðalatriðið er að safna kröftum og að allir séu tilbúnir á leikdegi,“ sagði Ásmundur. Real Madrid hefur farið illa af stað í spænsku úrvalsdeildinni, aðeins unnið einn af fyrstu sex leikjum sínum þar og einungis skorað þrjú mörk. Ásmundur ítrekaði þó að Madrídarliðið væri gríðarlega sterkt. „Við höfum skoðað þær ágætlega og leikurinn leggst rosalega vel í okkur. Við vitum að þetta verður erfitt verkefni. Við erum að fara að spila við gott lið. Þær eru tæknilega góðar, mjög hreyfanlegar og þótt úrslitin í deildinni hafi ekki verið upp á það besta undanfarið virðast þær vera að finna taktinn. Við eigum von á erfiðum leik en hann leggst rosalega vel í okkur og við erum mjög spennt,“ sagði Ásmundur. Selma Sól Magnúsdóttir verður væntanlega klár í leikinn í kvöld.vísir/Hulda Margrét Hann steig varlega til jarðar er hann var spurður hvort markmið Breiðabliks hefðu eitthvað breyst eftir frammistöðuna góðu gegn PSG. „Markmiðið er fyrst og síðast að byggja ofan á frammistöðuna í síðasta leik og ná alvöru frammistöðu á morgun. Eftir þann leik skýrist þá betur hvar við stöndum upp á að setja sér markmið fyrir framhaldið,“ sagði Ásmundur. Selma Sól Magnúsdóttir gat ekki leikið gegn PSG vegna meiðsla en Ásmundur er bjartsýnn á að geta teflt henni fram í kvöld. Allir aðrir leikmenn Breiðabliks eru klárir í bátana. Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á YouTube. Hægt verður að nálgast útsendingu frá leiknum á Vísi.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira