Tuttugu mánaða bið Ödu Hegerberg loks á enda: „Eins og lítill krakki“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2021 15:01 Ada Hegerberg grét eftir fyrsta leikinn sinn í tuttugu mánuði. EPA-EFE/Adam Ihse Ada Hegerberg var fyrsta konan til að hljóta Gullhnöttinn eftirsótta en það hefur ekki verið mikið af fótbolta hjá norska framherjanum síðustu mánuði. Tárin runnu niður kinnar hennar í lok fyrsta leiksins í Meistaradeildinni á dögunum, fyrsta leiksins í tuttugu mánuði. Það hafa fáar knattspyrnukonur í fremstu röð þurft að bíða svo lengi eftir að komast aftur inn á völlinn. A 20-month absence was a challenging time Ada Hegerberg - and so as tears rolled down her face at the end of her return in the Women's Champions League, it was a reminder of what she - and football - had missed.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) October 13, 2021 Hegerberg var á efsta tindi fótboltans þegar hún sleit krossband í hné í janúar 2020. Hún hafði slegið markamet Meistaradeildarinnar fjórum mánuðum fyrr og ári áður skoraði hún líka þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Lyon vann fjórða árið í röð. Þá fékk hún Gullhnöttinn fyrst kvenna. Sigurgangan endaði án Ödu og Söru Þegar Sara Björk Gunnarsdóttir kom til Lyon þá var sú norska búin að slíta krossband og ekki að spila. Lyon náði samt að vinna án hennar og Sara Björk skoraði í úrslitaleiknum. Þær voru hins vegar hvorugar með þegar Lyon liðið datt út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en Sara Björk var þá komin í barneignarfrí. Þar endaði fimm ára sigurganga Lyon í Meistaradeild kvenna. WELCOME BACK TO @UWCL ACTION, ADA HEGERBERG pic.twitter.com/azUa546r1Y— DAZN Football (@DAZNFootball) October 5, 2021 Í síðustu viku komst Ada aftur inn á fótboltavöllinn þegar hún kom inn á sem varamaður í Meistaradeildarleik á móti sænska liðinu Häcken. Ada segist þar hafa liðið eins og fótboltakonu á ný. „Mér fannst eins og ég hafi verið að lifa þessa stund aftur og aftur í hausnum á mér alla þessa mánuði,“ sagði Ada Hegerberg í viðtali við breska ríkisútvarpið. Miklar tilfinningar „Það voru miklar tilfinningar í gangi hjá mér en mikil gleði líka. Ég á langa leið eftir ennþá en fyrir mig þá var þetta stór sigur,“ sagði Ada. Ada Hegerberg undirbýr sig að koma inn á í leiknum á móti Häcken í síðustu viku,EPA-EFE/Adam Ihse „Mér fannst ég ekki þurfa þessa tuttugu mánuði til að minna mig á það hversu mikið ég elskaði fótboltann en þetta gaf mér vissulega enn meiri ástæðu til að meta íþróttina. Þar er mín mesta ástríða og mér líður eins og litlum krakka á ný þegar ég spila fótbolta eða fer á æfingu. Þannig á það að vera,“ sagði Ada. Viss um að komast þangað aftur „Ég veit að ég var upp á mitt allra besta fyrir þessa tuttugu mánuði en ég er raunsæ og veit að ég þarf að vera þolinmóð og þarf að leggja mikla vinnu á mig bæði líkamlega og andlega. Þetta var stórt skref fyrir mig en það er talsverður tími eftir og mikil vinna framundan,“ sagði Ada. „Á meðan þú nýtur þess og heldur einbeitingu þá veit ég að með þeirri vinnu sem ég ætla að leggja á mig þá er ég viss um að ég komist þangað aftur“ sagði Ada Hegerberg. Noregur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Tárin runnu niður kinnar hennar í lok fyrsta leiksins í Meistaradeildinni á dögunum, fyrsta leiksins í tuttugu mánuði. Það hafa fáar knattspyrnukonur í fremstu röð þurft að bíða svo lengi eftir að komast aftur inn á völlinn. A 20-month absence was a challenging time Ada Hegerberg - and so as tears rolled down her face at the end of her return in the Women's Champions League, it was a reminder of what she - and football - had missed.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) October 13, 2021 Hegerberg var á efsta tindi fótboltans þegar hún sleit krossband í hné í janúar 2020. Hún hafði slegið markamet Meistaradeildarinnar fjórum mánuðum fyrr og ári áður skoraði hún líka þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Lyon vann fjórða árið í röð. Þá fékk hún Gullhnöttinn fyrst kvenna. Sigurgangan endaði án Ödu og Söru Þegar Sara Björk Gunnarsdóttir kom til Lyon þá var sú norska búin að slíta krossband og ekki að spila. Lyon náði samt að vinna án hennar og Sara Björk skoraði í úrslitaleiknum. Þær voru hins vegar hvorugar með þegar Lyon liðið datt út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en Sara Björk var þá komin í barneignarfrí. Þar endaði fimm ára sigurganga Lyon í Meistaradeild kvenna. WELCOME BACK TO @UWCL ACTION, ADA HEGERBERG pic.twitter.com/azUa546r1Y— DAZN Football (@DAZNFootball) October 5, 2021 Í síðustu viku komst Ada aftur inn á fótboltavöllinn þegar hún kom inn á sem varamaður í Meistaradeildarleik á móti sænska liðinu Häcken. Ada segist þar hafa liðið eins og fótboltakonu á ný. „Mér fannst eins og ég hafi verið að lifa þessa stund aftur og aftur í hausnum á mér alla þessa mánuði,“ sagði Ada Hegerberg í viðtali við breska ríkisútvarpið. Miklar tilfinningar „Það voru miklar tilfinningar í gangi hjá mér en mikil gleði líka. Ég á langa leið eftir ennþá en fyrir mig þá var þetta stór sigur,“ sagði Ada. Ada Hegerberg undirbýr sig að koma inn á í leiknum á móti Häcken í síðustu viku,EPA-EFE/Adam Ihse „Mér fannst ég ekki þurfa þessa tuttugu mánuði til að minna mig á það hversu mikið ég elskaði fótboltann en þetta gaf mér vissulega enn meiri ástæðu til að meta íþróttina. Þar er mín mesta ástríða og mér líður eins og litlum krakka á ný þegar ég spila fótbolta eða fer á æfingu. Þannig á það að vera,“ sagði Ada. Viss um að komast þangað aftur „Ég veit að ég var upp á mitt allra besta fyrir þessa tuttugu mánuði en ég er raunsæ og veit að ég þarf að vera þolinmóð og þarf að leggja mikla vinnu á mig bæði líkamlega og andlega. Þetta var stórt skref fyrir mig en það er talsverður tími eftir og mikil vinna framundan,“ sagði Ada. „Á meðan þú nýtur þess og heldur einbeitingu þá veit ég að með þeirri vinnu sem ég ætla að leggja á mig þá er ég viss um að ég komist þangað aftur“ sagði Ada Hegerberg.
Noregur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira