Eldsneytisverð ekki verið hærra á Íslandi frá árinu 2014 Eiður Þór Árnason skrifar 13. október 2021 07:02 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda. Samsett Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað skarpt seinustu mánuði og hefur sú þróun skilað sér greinilega til íslenskra neytenda. Nokkuð hefur verið um verðhækkanir hjá íslensku olíufélögunum á síðustu vikum og nálgast verð á 95 oktana bensíni nú 270 krónur á flestum þjónustustöðvum. Á sama tíma kostar lítrinn af dísilolíu víðast hvar um 250 krónur. „Þetta er eiginlega hæsta útsöluverð í krónum síðan í október 2014 en að teknu tilliti til vísitölu þá hefur það ekki verið hærra síðan í febrúar 2013. Það kom svolítið langt tímabil með háu verði í kjölfar bankahrunsins en núna hefur heimsmarkaðsverð á bensíni í Norður-Evrópu ekki verið hærra síðan 2014,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda (FÍB). Hann bætir við að Íslendingar séu hér ekki einir á báti þar sem svipuð þróun hafi átt sér stað víðar í heiminum. FÍB hefur lengi fylgst með daglegri þróun olíuverðs hér á landi. Faraldurinn haft mikil áhrif á eftirspurn Verulegar sveiflur hafa verið á heimsmarkaðsverði á seinustu tveimur árum en hráolía lækkaði mikið í verði þegar eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti dróst víða saman í heimsfaraldrinum. Síðar tók verð að hækka verulega á ný þegar aukið líf færðist í efnahagskerfi heimsins. Að sögn Runólfs var meðalheildsöluverð á bensíni í Norður-Evrópu um 51 króna á lítrann í lok seinasta árs. Í september hafði sú tala hækkað um meira en 30 krónur þegar búið er að taka tillit til gengisþróunar. Nemur það um 60 prósent hækkun á innan við ári. „Núna í september voru miklar verðsveiflur á markaði og eldsneytisverð hækkaði ört en það var stöðugra í lok sumars,“ segir Runólfur. Tölur FÍB bendi til að olíufélögin hafi ekki nýtt tækifærið til að auka álagningu sína samhliða hækkunum. Þar hjálpi aukin verðsamkeppni á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri þar sem verð hefur verið lækkað á einstaka stöðvum. Verðþróun Brent-hráolíutunnunni á seinustu tveimur árum.Macrotrends Tvöfaldast á einu ári Tunna af Brent-hráolíu, sem gefur vísbendingu um verðþróun á bensíni og dísilolíu, stóð í 83,64 bandaríkjadölum fyrir lok markaða í gær en kostaði 41 Bandaríkjadal fyrir ári síðan. Hefur verðið ekki verið hærra frá því í október 2018. Enn frekari sveiflur hafa verið á hinni bandarísku WTI-hráolíu (West Texas Intermediate) sem stóð í 80,68 Bandaríkjadölum í gær. Hefur verðið á olíutunnunni ekki verið hærra frá árinu 2014. Bensín og olía Neytendur Fjármál heimilisins Verðlag Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Nokkuð hefur verið um verðhækkanir hjá íslensku olíufélögunum á síðustu vikum og nálgast verð á 95 oktana bensíni nú 270 krónur á flestum þjónustustöðvum. Á sama tíma kostar lítrinn af dísilolíu víðast hvar um 250 krónur. „Þetta er eiginlega hæsta útsöluverð í krónum síðan í október 2014 en að teknu tilliti til vísitölu þá hefur það ekki verið hærra síðan í febrúar 2013. Það kom svolítið langt tímabil með háu verði í kjölfar bankahrunsins en núna hefur heimsmarkaðsverð á bensíni í Norður-Evrópu ekki verið hærra síðan 2014,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda (FÍB). Hann bætir við að Íslendingar séu hér ekki einir á báti þar sem svipuð þróun hafi átt sér stað víðar í heiminum. FÍB hefur lengi fylgst með daglegri þróun olíuverðs hér á landi. Faraldurinn haft mikil áhrif á eftirspurn Verulegar sveiflur hafa verið á heimsmarkaðsverði á seinustu tveimur árum en hráolía lækkaði mikið í verði þegar eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti dróst víða saman í heimsfaraldrinum. Síðar tók verð að hækka verulega á ný þegar aukið líf færðist í efnahagskerfi heimsins. Að sögn Runólfs var meðalheildsöluverð á bensíni í Norður-Evrópu um 51 króna á lítrann í lok seinasta árs. Í september hafði sú tala hækkað um meira en 30 krónur þegar búið er að taka tillit til gengisþróunar. Nemur það um 60 prósent hækkun á innan við ári. „Núna í september voru miklar verðsveiflur á markaði og eldsneytisverð hækkaði ört en það var stöðugra í lok sumars,“ segir Runólfur. Tölur FÍB bendi til að olíufélögin hafi ekki nýtt tækifærið til að auka álagningu sína samhliða hækkunum. Þar hjálpi aukin verðsamkeppni á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri þar sem verð hefur verið lækkað á einstaka stöðvum. Verðþróun Brent-hráolíutunnunni á seinustu tveimur árum.Macrotrends Tvöfaldast á einu ári Tunna af Brent-hráolíu, sem gefur vísbendingu um verðþróun á bensíni og dísilolíu, stóð í 83,64 bandaríkjadölum fyrir lok markaða í gær en kostaði 41 Bandaríkjadal fyrir ári síðan. Hefur verðið ekki verið hærra frá því í október 2018. Enn frekari sveiflur hafa verið á hinni bandarísku WTI-hráolíu (West Texas Intermediate) sem stóð í 80,68 Bandaríkjadölum í gær. Hefur verðið á olíutunnunni ekki verið hærra frá árinu 2014.
Bensín og olía Neytendur Fjármál heimilisins Verðlag Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira