Ben Simmons kom öllum á óvörum með því að mæta í vinnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2021 16:31 Samherjarnir Ben Simmons og Joel Embiid geta vonandi fundið góða lausn og spilað aftur saman. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Nú lítur allt í einu út fyrir það að Ben Simmons muni eftir allt saman spila með Philadelphia 76ers liðinu í NBA deildinni í körfubolta í vetur. Simmons var mjög ósáttur með að vera gerður að blóraböggli eftir ófarir 76ers liðsins í síðustu úrslitakeppni og hótaði því að spila aldrei aftur fyrir félagið. Sixers All-Star Ben Simmons has arrived in Philadelphia and took a Covid-19 test -- as required by NBA protocol, sources tell ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) October 12, 2021 Það var sérstök hótun því Simmons á enn eftir fjögur ár af samningi sínum við 76ers og hann á að fá fyrir þau 147 milljónir dollara eða meira en nítján milljarða íslenskra króna. Simmons vildi Philadelphia skipti honum til annars félags í NBA deildinni. Simmons hafði lokað á öll samskipti við bæði forráðamenn og liðsfélaga hjá Philadelphia 76ers á haustmánuðum en félaginu gekk á sama tíma ekkert að finna ásættanleg leikmannaskipti. Ben Simmons er stjörnubakvörður sem var með 14,3 stig, 7,2 fráköst og 6,9 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð en hann lækkaði reyndar í öllum þeim tölfræðiþáttum frá því á tímabilinu á undan. Hann er frábær varnarmaður og leikstjórnandi en skelfilegur skotmaður sem hefur orðið stórt vandamál þegar leikirnir verða mikilvægari í úrslitakeppninni. Um helgina fór það að leka út að Simmons væri að endurskoða afstöðu sína og í gærkvöldi mætti hann síðan óvænt í vinnuna. Philadelphia 76ers var þá að spila æfingaleik á móti Brooklyn Nets sem liðið vann 115-104. Ben Simmons and the 76ers have made progress on a resolution to bring him back to the team, per @wojespnPhiladelphia will still survey the league to trade him. pic.twitter.com/8elu8vN5gI— Bleacher Report (@BleacherReport) October 11, 2021 Simmons mætti í höllina rétt fyrir leik eftir flug frá Los Angeles og hóf endurkomuferlið sem hann þarf að fara gegnum vegna kórónuveirunnar. Simmons hafði þegar sleppt öllum æfingabúðum liðsins sem hafði þegar kostað hann yfir eina milljón dollara í sektir eða meira en 130 milljónir íslenskra króna. Það er samt ekki vitað hvað tekur við en í það minnsta geta aðilar byrjað að tala aftur saman og það er alltaf stórt skref í rétt átt. Simmons hefur látið sína skoðun skýrt í ljós en tekur vonandi sönsum og fer að mæta reglulega í vinnuna sína. The Sixers finding out Ben Simmons has returned to Philly from the text Hey, Ben is outside the building is laugh out loud funny. pic.twitter.com/GgsoEpYfKq— Barstool Philly (@BarstoolPhilly) October 12, 2021 NBA Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
Simmons var mjög ósáttur með að vera gerður að blóraböggli eftir ófarir 76ers liðsins í síðustu úrslitakeppni og hótaði því að spila aldrei aftur fyrir félagið. Sixers All-Star Ben Simmons has arrived in Philadelphia and took a Covid-19 test -- as required by NBA protocol, sources tell ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) October 12, 2021 Það var sérstök hótun því Simmons á enn eftir fjögur ár af samningi sínum við 76ers og hann á að fá fyrir þau 147 milljónir dollara eða meira en nítján milljarða íslenskra króna. Simmons vildi Philadelphia skipti honum til annars félags í NBA deildinni. Simmons hafði lokað á öll samskipti við bæði forráðamenn og liðsfélaga hjá Philadelphia 76ers á haustmánuðum en félaginu gekk á sama tíma ekkert að finna ásættanleg leikmannaskipti. Ben Simmons er stjörnubakvörður sem var með 14,3 stig, 7,2 fráköst og 6,9 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð en hann lækkaði reyndar í öllum þeim tölfræðiþáttum frá því á tímabilinu á undan. Hann er frábær varnarmaður og leikstjórnandi en skelfilegur skotmaður sem hefur orðið stórt vandamál þegar leikirnir verða mikilvægari í úrslitakeppninni. Um helgina fór það að leka út að Simmons væri að endurskoða afstöðu sína og í gærkvöldi mætti hann síðan óvænt í vinnuna. Philadelphia 76ers var þá að spila æfingaleik á móti Brooklyn Nets sem liðið vann 115-104. Ben Simmons and the 76ers have made progress on a resolution to bring him back to the team, per @wojespnPhiladelphia will still survey the league to trade him. pic.twitter.com/8elu8vN5gI— Bleacher Report (@BleacherReport) October 11, 2021 Simmons mætti í höllina rétt fyrir leik eftir flug frá Los Angeles og hóf endurkomuferlið sem hann þarf að fara gegnum vegna kórónuveirunnar. Simmons hafði þegar sleppt öllum æfingabúðum liðsins sem hafði þegar kostað hann yfir eina milljón dollara í sektir eða meira en 130 milljónir íslenskra króna. Það er samt ekki vitað hvað tekur við en í það minnsta geta aðilar byrjað að tala aftur saman og það er alltaf stórt skref í rétt átt. Simmons hefur látið sína skoðun skýrt í ljós en tekur vonandi sönsum og fer að mæta reglulega í vinnuna sína. The Sixers finding out Ben Simmons has returned to Philly from the text Hey, Ben is outside the building is laugh out loud funny. pic.twitter.com/GgsoEpYfKq— Barstool Philly (@BarstoolPhilly) October 12, 2021
NBA Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira